Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Qupperneq 17
3. UM „TÆKAR“ LAUSNIR
Mér sýnist sem prófessor Sigurður Líndal sé, a.m.k. hér á landi, aðaltalsmað-
ur kenningarinnar um val á réttarheimildum og lagasetningarvald dómstóla. Ég
mun hér síðar víkja að nokkru því sem hann hefur látið frá sé fara á prenti um
þetta. En fleiri lögfræðingar en hann hafa tjáð sig í þessa átt. Davíð Þór Björg-
vinsson, nú prófessor við lagadeild Háskóla Islands, skrifaði grein í Úlfljót 4. tbl.
1995, sem hann nefndi „Völundarhús hins júridíska þankagangs". Grein þessi er
að verulegu leyti tileinkuð mér og nokkrum skoðunum mínum á lögfræðilegum
málefnum. Segir Davíð mig vera eins konar „vélhyggjumann“ í afstöðu minni til
hinnar lögfræðilegu aðferðar, m.a. vegna þeirrar skoðunar minnar, að til sé ein
lögfræðilega rétt niðurstaða í hverju máli. I greininni segir m.a. svo:
Andstæðar kenningar við vélhyggjukenningar sem ég nefndi svo ganga nefnilega út
á það að ekki sé til lögfræðileg aðferð sem er að öllu leyti hlutlaus og að til séu fleiri
en ein lögfræðilega rétt lausn á sömu lagaþrætu. Það eigi kannski ekki við um öll
mál, en a.m.k. hin erfiðari (leturbr. mín). Það merkilega er aftur á móti að það
virðist sem hægt sé að aðhyllast báðar kenningarnar samtímis.
Og ennfremur:
Mín skoðun er sú, og sjálfsagt hafa margir aðrir sett svipað fram áður, að niðurstaða
í erfiðu dómsmáli sé ákvörðun sem byggist á vali milli tveggja eða fleiri niðurstaðna
sem geta talist lögfræðilega tækar.
Af þessum texta virðist mega ráða, að höfundur telji meginreglurnar í að-
ferðafræði lögfræðinnar breytast, eftir því hve mál séu erfið viðureignar! Það
hefði svo verið fróðlegt að fá að heyra meira frá höfundi um hvaða sjónarmið
eigi að ráða ákvörðuninni um niðurstöðuna, þegar unnt er að velja milli tveggja
eða fleiri tækra niðurstaðna, eins og hann kemst að orði. Nokkra vísbendingu
sýnist mér að hafa um þetta í framhaldi textans í greininni, því þar virðist höf-
undurinn ganga út frá því að meðal fleiri en einnar tækrar niðurstöðu sé ein
alltaf best. Það sé bara svo erfitt að finna hana alltaf. Ekki er annað að sjá en
höfundur eigi við að hún sé þá best í lögfræðilegum skilningi. Sé reynt að
fletta roðinu utan af þessum hugsunum, sýnist mér höfundur aðeins vilja segja:
í lögfræðilegum úrlausnarefnum er ein niðurstaða ávallt best. í erfiðum málum
kunna að vera til fleiri niðurstöður sem telja má tækar. Sé þetta réttur skiln-
ingur á kenningum Davíðs er ekki um neinn umtalsverðan ágreining að ræða
milli okkar.12 Mun ég skýra þetta nánar hér nokkru síðar.
12 í hinum tilvitnuðu orðum Davíðs Þórs Björgvinssonar virðist hann telja að ekki sé til „að öllu
leyti hlutlaus" lögfræðileg aðferð. Ég tel að gera verði ráð fyrir að slík aðferð sé til, þó að hún sé
örugglega oft erfið í meðförum. Hins vegar eru réttarheimildirnar sjálfar ekki hlutlausar. Hvort sem
réttarheimildin heitir sett lög, eðli máls, meginreglur laga eða eitthvað annað, felst ávallt í henni
einhvers konar afstaða til þess málefnis sem um ræðir. Þeirri afstöðu ber dómara að fylgja fram, þó
að hann sjálfur kunni að hafa aðra. Ekki veit ég, hvort mér leyfist að telja, að þetta sé það sem
prófessorinn vildi sagt hafa.
11