Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Blaðsíða 19

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Blaðsíða 19
laga, eðli máls eða jafnvel réttarvitund almennings, allt þar til sú heimild finnst sem talin er eiga við. Réttarheimildirnar eru tæmandi í þessum skilningi. Dómari, sem fæst við að leysa úr flóknu dómsmáli, kemur iðulega að eins konar vegamótum og þarf þá að ákveða í hvora áttina skuli halda. Skoðun mín er sú, að þá beri honum ávallt að velja þá leið sem hann telur vera réttari út frá lög- fræðilegu sjónarmiði, þegar á allt er litið sem máli skiptir. Hann má aldrei byggja afstöðu sína á neinu öðru en þessu. Verkefni hans er að beita reglum, en ekki að framfylgja huglægum stefnumiðum. Hann má ekki telja sjálfum sér trú um, að í dómsvaldi hans felist vald til að ákveða út frá persónulegum sjónar- miðum, hvaða leið skuli fara. Hér getur þó verið hægara um að tala en í að kom- ast, því að alls konar persónuleg sjónarmið manna geta haft áhrif á ákvarðanir þeirra, jafnt í lögfræði sem á öðrum sviðum. Öll réttarheimildafræði hlýtur hins vegar að hafa það markmið, að útrýma slíkum viðhorfum. Fræðigreinin gengur hreinlega út á að kenna, hvaða aðferðir séu heimilar til að komast að lögfræði- legum niðurstöðum. Þetta er þáttur í framkvæmd þeirrar meginhugsunar, að al- mennar reglur, óháðar geðþótta einstakra manna, skuli ráða niðurstöðum. Dóm- ar eigi ekki að ráðast af neinum persónulegum viðhorfum þess eða þeirra dóm- ara sem um fjalla, heldur af almennum hlutlausum lagareglum, sem séu hinar sömu, án tillits til þess hvaða dómari dæmir hverju sinni. Af því sem hér hefur verið sagt er ljóst, að menn kann oft að greina á um, hver hin rétta lögfræðilega aðferð og þar með niðurstaða sé í einstöku tilfelli. Enginn maður getur gengið út frá því, að skoðanir hans séu jafnan þær einu réttu. Allt orkar tvímælis þá gert er. Manni kann að skjátlast, hversu mjög sem hann hefur lagt sig ifam við að finna rétta niðurstöðu. Hér erum við komin að því sem ég vil kalla frambærilegan ágreining um lögfræðileg málefni. Slíkur ágreiningur er auð- vitað óhjákvæmilegur og í honum felst tilefni flestra ágreiningsmála sem fyrir dómstólana koma. Þjóðfélagið hefur af nauðsyn komið sér upp sérstökum valda- stofnunum til að leysa úr slíkum ágreiningi, þ.e.a.s. dómstólum, en um leið tekið fram, að þeir megi ekki við annað styðjast en lögin í verkum sínum. Eftir að þeir hafa skorið úr er niðurstaðan fengin. Það á ekki að valda nokkram manni erfið- leikum að sætta sig við niðurstöðu, þó að hann kunni að vera henni ósammála, ef hún er fundin með aðferðum sem sýnilega fela í sér einlæga viðleitni dómara til að beita réttarheimildum eftir bestu vitund. Og vegna kröfunnar um einingu rétt- arins gefum við dómum æðsta dómstólsins Hæstaréttar sérstakt gildi sem við köllum fordæmisgildi. I því felst fyrirheit um, að sambærileg úrlausnarefni muni í framtíðinni fá sams konar úrlausn, nema réttarheimildir hafi breyst í millitíðinni. Augljósa nauðsyn ber líka til þess, að þeir dómar Hæstaréttar sem við kunnum að telja, að ekki uppfylli eðlilegar kröfur um beitingu réttarheimilda, hafi líka þetta gildi. Við getum ekki flokkað dómana eftir því hvað okkur finnst um vitið í þeim. Allir hljóta þeir að hafa gildi sem fordæmi.13 13 Sjá nánar ritgerð Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl. í 3. hefti Tímarits lögfræðinga 1992 bls. 172-176. 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.