Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Blaðsíða 23
Róbert R. Spanó útskrifaðist frá lagadeild Háskóla
íslands vorið 1997. Hann hefur statfað hjá
skattrannsóknastjóra ríkisins og í Héraðsdómi
Reykjaness en starfar nú hjá umboðsmanni Alþingis.
Róbert er einnig stundakennari í refsirétti við
lagadeild Háskóla íslands.
Róbert R. Spanó:
UM VANSVEFTA SKIPSTJÓRA OG
AFLADRJÚGA STÝRIMENN
-Hugleiðingar um hlutlæga refsiábyrgð einstaklinga í íslenskum rétti-
EFNISYFIRLIT
1. INNGANGUR
2. HEFÐBUNDIN OG AFBRIGÐILEG TILHÖGUN REFSIÁBYRGÐAR
3. ÞRÓUN HLUTLÆGRAR REFSIÁBYRGÐAR EINSTAKLINGA
4. FORDÆMISGILDI DÓMS HÆSTARÉTTAR í BJARTSMÁLINU
5. REFSIPÓLITÍSK VIÐHORF AÐ BAKI HLUTLÆGRI REFSIÁBYRGÐ
EINSTAKLINGA
6. NIÐURSTÖÐUR
1. INNGANGUR
í forsendum dóms Hæstaréttar, upp kveðnum þann 14. desember 1995 í mál-
inu nr. 342/1995, H 1995 3149, segir meðal annars svo:
Fyrri málsliður 1. mgr. 69. gr. stjómarskrár lýðveldisins íslands nr. 33/1944, sbr. 7.
gr. stjómskipunarlaga nr. 97/1995, hljóðar þannig: „Engum verður gert að sæta refs-
ingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem var refsiverð samkvæmt lögum á
þeim tíma, þegar hún átti sér stað, eða má fullkomlega jafna til slíkrar háttsemi." Það
er ágreiningslaust, eins og í héraðsdómi greinir, að ákærði gerðist ekki sekur um hátt-
semi þá, sem ákært er fyrir í málinu og lýst er í dóminum. Verður honum því sam-
kvæmt greindu stjómarskrárákvæði ekki refsað fyrir hana.
17