Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Blaðsíða 32

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Blaðsíða 32
athygli á úrskurði Mannréttindanefndar Evrópu í málinu X gegn Hollandi frá árinu 1976, þar sem nefndin virðist komast að þeirri niðurstöðu að orðasam- bandið „telja sekan“ (e. held guilty) í 1. mgr. 7. gr. mannréttindasáttmálans sé takmarkað við sakfellingu vegna refsiverðrar háttsemi (e. conviction for a criminal offence).23 Þann 7. október 1988 kvað Mannréttindadómstóllinn upp dóm í málinu Salabiaku gegn Frakklandi.24 Atvik málsins voru þau að Sala- biaku var gefið að sök að hafa framið brot á frönskum tollalögum með því að hafa flutt inn í landið kistu með ólögmætum vamingi. Ósannað þótti hins vegar að ákærði hafi vitað um innihald kistunnar. Þrátt fyrir það var Salabiaku sak- felldur fyrir frönskum dómstólum, enda byggði refsiákvæði tollalaganna á hlut- lægum grunni, þ.e. nægjanlegt var að sanna vörslur ákærða á ólögmætum varn- ingi við innflutninginn. Salabiaku hélt því fram fyrir mannréttindadómstólnum að sönnunarbyrðinni hefði verið snúið við og væri það brot á 2. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að ákvæði 2. mgr. 6. gr. sáttmálans bannaði ekki í öllum tilvikum líkindareglur við sönnun á refsiverðri háttsemi. Þá tók dómstóllinn það sérstaklega fram að aðildarríkj- unum væri heimilt í ákveðnum tilvikum að refsa fyrir tilvist hlutlægra atvika án þess að fyrir hendi væri ásetningur eða gáleysi.25 Af dómi mannréttindadómstólsins í Salabiakumálinu má að minnsta kosti draga þá ályktun að ákvæði 2. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans banni ekki setningu refsiákvæða í landsrétti, sem fela í sér hlutlæga refsiábyrgð ein- staklinga.26 Til þess er hins vegar að líta að orðalag niðurstöðunnar er víðtækt og er að engu leyti takmarkað við beitingu 2. mgr. 6. gr. sáttmálans. Virðist nið- urstaðan jafnvel gefa það til kynna að aðildarríkjunum sé að meginstefnu til heimilt að setja hlutlægar refsireglur, án þess að slíkt feli í sér brot á þeim réttindum, sem sáttmálanum er ætlað að vernda. Ef þessi víðtæka ályktun stenst virðist óhætt að fullyrða að niðurstaða Hæstaréttar í Bjartsmálinu frá árinu 1995 geti tæpast sótt stuðning til ákvæða mannréttindasáttmálans, eins og þau hafa verið túlkuð í réttarframkvæmd stofnana Evrópuráðsins til þessa. Þótt vafasamt kunni að þykja að forsendur Hæstaréttar í dóminum frá 1995 geti leitt til annarrar niðurstöðu en þeirrar að fyrri málsliður 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar, eins og henni var breytt með 7. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 23 X. g. Hollandi (Úrskurður Mannréttindanefndar Evrópu 6. júlí 1976) 6 Decisions and Reports, bls. 184 (1976). Sjá hér David J. Harris, Michael O'Boyle & Chris Warbrick, sama rit, bls. 275. 24 Salabiaku g. Frakklandi (Dómur 7. október 1988), Series A 1989, Nr. 141. 25 I enskri þýðingu dómsins segir orðrétt í 27. lið: „As the Govemment and the Commission have pointed out, in principle the Contracting States remain free to apply the criminal law to an act where it is not carried out in the normal exercise of one of the rights protected under the Convention [...] and, accordingly, to define the constituent elements of the resulting offence. In particular, and again in principle, the Contracting States may, under certain conditions, penalise a simple or objective fact as such, irrespective of whether it results from criminal intent or from negligence. Examples of such offences may be found in the laws of the Contracting States". 26 David J. Harris, Michael O'Boyle & Chris Warbrick, sama rit, bls. 244. 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.