Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Qupperneq 33

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Qupperneq 33
97/1995, girði fyrir setningu hlutlægra refsiákvæða í almennum lögum,27 verð- ur að telja, með skírskotun til framangreindrar umfjöllunar, að fordæmisgildi dómsins sé talsverðum vafa undirorpið að minnsta kosti ef mat á niðurstöðunni einskorðast við lagatæknilega rannsókn á forsendum hennar. Því má næst spyrja hvort niðurstaða Hæstaréttar finni einhvern stuðning í refsipólitískum viðhorfum um hlutlæga refsiábyrgð einstaklinga. Verður nú leitast við að svara þeirri spurningu. 5. REFSIPÓLITÍSK VIÐHORF AÐ BAKI HLUTLÆGRI REFSIÁBYRGÐ EINSTAKLINGA Til þess er í fyrsta lagi að líta að hlutlæg refsiábyrgð einstaklinga virðist al- mennt viðurkennd í öllum vestrænum rikjum, þar sem framþróun á sviði tækni og vísinda hefur verið mikil á þessari öld. Viðurkenning erlendrar löggjafar á þessu ábyrgðarformi byggist á sjónarmiðum um gæslu almannahagsmuna, þá einkum á heilbrigðis- og öryggissjónarmiðum. I þessu ljósi hefur hlutlæg til- högun refsiábyrgðar verið talin heppileg á ýmsum sviðum atvinnulífs vegna þeirrar hættu sem stafar af nýjum tækjum og aðferðum á sviði iðnaðar og þjónustu fyrir heilbrigði samfélagsþegnanna og umhverfið, enda mikilvægt að varnaðaráhrifin, bæði almenn og sérstök, séu hér sýnileg og skilvirk. í banda- rískum rétti hafa þessi sjónarmið jafnvel leitt til þess að Hæstiréttur Bandaríkj- anna hefur mótað líkindareglu við túlkun sína á refsiákvæðum á þeim sviðum, sem sérstaklega varða heilbrigði og velferð almennings (public welfare). Leiðir hún til þess að sé saknæmi ekki sérstaklega áskilið í refsiákvæði eru taldar löglíkur fyrir því að löggjafinn hafi ætlað að takmarka huglæg refsiskilyrði við setningu þess.28 í dönskum rétti hafa ákvæði um hlutlæga refsiábyrgð einstakl- inga aukist til muna upp á síðkastið og þá einkum í regluverki atvinnulífsins.29 Þessari þróun til stuðnings hefur verið vísað til þjóðhagslegra sjónarmiða 27 í núgildandi lögum nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi íslands, er refsiákvæði 1. mgr. 15. gr. reist á hefðbundinni tilhögun refsiábyrgðar, þar sem áskilinn er ásetningur eða gáleysi sakbomings. Sjá hér að auki ákvæði 1. mgr. 33. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvamir, 7. gr. iaga nr. 58/1997, um öryggisþjónustu, 1. mgr. 21. gr. laga nr. 96/1997, um eldi og heilbrigði sláturdýra o.fl. og 17. gr. laga nr. 146/1996, um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga, en þau virðast öll gera það að refsiskilyrði að athöfn (eða athafnaleysi) sé framin af ásetningi eða gáleysi. Aftur á móti er erfitt að henda reiður á efni refsiákvæðis laga nr. 131/1997, um rafræna eignarskráningu verðbréfa, sem tóku gildi 1. janúar 1998, en þar segir í 2. ml. 1. mgr. 33. gr.: „Sé brot framið í þágu lögaðila er heimilt að beita stjórnendur lögaðilans framangreindum viðurlögum..“ (auðkenni hér). Sama er að segja um refsiákvæði 55. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og 1. mgr. 59. gr. laga nr. 13/1996, um verðbréfaviðskipti. Með skírskotun til þeirrar mikilvægu kröfu íslensks réttar að refsiheimildir séu skýrar og ótvíræðar er hér vandkvæðum bundið að viðurkenna hlutlæga refsiábyrgð með tilliti til orðalags og efnis framangreindra ákvæða. 28 Sjá hér Staples v. United States, no. 92-1441 U.S. (1994), bls. 5-16. 29 Lars Bo Langsted, Peter Garde & Vagn Greve: Criminal law in Denmark, bls. 60. Kluwer Law Intemational & Jurist- og 0konomforbundets Forlag/DJ0F Publishing, Kaupmannahöfn 1998. Þar kemur fram að nú er að finna hlutlæg refsiákvæði einstaklinga í um það bil 25 laga- bálkum í danskri sérrefsilöggjöf, einkum á sviði löggjafar um öryggi á vinnustöðum. 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.