Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Qupperneq 38

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Qupperneq 38
ýmis mikilvæg atriði, svo sem um það, hvað felist í hugtakinu sameign þjóðarinnar. Þorsteinn heldur því fram, að kvótakerfið sé ranglátt. Til þess séu margar ástæður, en ein hin mikilvægasta, að upphafleg úthlutun veiðiheim- ildanna samkvæmt veiðireynslu áranna fyrir 1984 hafi verið ranglát. Þess vegna verði að bylta eða breyta kvótakerfinu. Ég tel á hinn bóginn, að þeir Sigurður og Þorgeir hafi lög að mæla. Hér hyggst ég rökstyðja þetta og svara ýmsum spurningum um siðferðisefni, sem Þorsteinn kastar fram. Jafnframt mun ég víkja að ýmsum öðrum réttlætissjónarmiðum, eins og þau hafa komið fram hjá honum og öðrum. Vissulega er ekki vanþörf á því að horfa á kvótakerfið af víðum sjónarhóli stjómmálaheimspekinnar, en mér sýnist raunar líka, að heimspekingum veiti ekki af meiri fræðslu í lögum og hagvísindum. 1. Þeim vanda, sem kvótakerfinu var ætlað að leysa, má lýsa á einfaldan hátt.4 Þegar ótakmarkaður aðgangur er að takmarkaðri auðlind, verður afleiðingin ofnýting hennar, hvort sem hún er graslendi, sem menn beita sauðum sínum á, olíulind. sem menn dæla upp úr, eða fiskistofn, sem menn veiða úr. Þá hefst kostnaðarsamt kapphlaup um nýtingu auðlindarinnar, þar sem menn hamast við að taka sem mest af henni á sem skemmstum tíma, áður en aðrir hrifsi það frá þeim. Þannig leggja þeir í raun kostnað hver á annan, valda hver öðrum tjóni. (Þetta er svipaður vandi og heimspekingar hafa talsvert rætt um undir heitinu „valþröng fanganna“: Við tiltekin skilyrði vinna einstaklingar í hópi í keppni sinni að eigin hag gegn hag hópsins, hegðun þeirra er sjálfskæð, sem kalla má).5 Hugsum okkur til dæmis gjöful fiskimið undan landi. Heildaraflinn af þessum miðum eykst í fyrstu með fleiri bátum, nær síðan hámarki og tekur loks að minnka þrátt fyrir enn fleiri báta. Setjum svo, að sextán bátar landi sama heild- arafla og átta hefðu getað gert. Þá er átta bátum ofaukið. En ekkert varð til að stöðva fjölgun bátanna, því að aðgangur að miðunum var ótakmarkaður. Bátun- um fjölgaði því, þangað til enginn gróði var lengur af veiðunum. Hefði fjölg- unin hins vegar stöðvast við átta báta, hefði heildaraflinn verið hinn sami og við 4 Tvær undirstöðuritgerðir fiskihagfræðinnar um þetta eru H. Scott Gordon: „The Economic Theory of a Common Property Resource: The Fishery" í Journal of Political Economy, 62. árg. 1954, 124.-142. bls., og A. Scott: „The Fishery: The Objectives of Sole Ownership" í Journal of Political Economy, 63. árg. 1955, 116.-124. bls. Sigfús Jónsson lýsir vandanum í Sjávarútvegi íslendinga á tuttugustu öld. Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 1984. Sérstaklega er grafið á 42. bls. skilmerkilegt. Aður hafði danskur hagfræðingur, Jens Warming. birt athyglisverðar rit- gerðir um ofnýtingarvandann í fiskveiðum, „Om „Grundrente“ og Fiskgrunde" í Nationaldko- nomisk Tidskrift, 19. árg. 1911, 499.-505. bls., og „Aalegaardsretten" í Nationaldkonomisk Tidskrift, 39. árg. 1931, 151.-162. bls., sbr. Gylfa Þ. Gíslason: „Jens Warming og ftskihagfræðin" í Klemensarbók, Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga, Reykjavík 1985, 121.-140. bls. 5 Sbr. Atla Harðarson: „Hobbes og samfélagssáttmálinn" í Vafamálum. Hið íslenska bókmennta- félag, Reykjavík 1998, 116.-120. bls. Eg nefni líka nokkur dæmi um valþröng fanganna (eða ógöngur, eins og ég kallaði það) í bókinni Hádegisverðurinn er aldrei ókeypis. Hið íslenska bók- menntafélag, Reykjavík 1994, sérstaklega á 338.-343. bls. 32
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.