Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Page 40

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Page 40
armenn, sem best kæmust af, ótvíræðan hag af því að kaupa veiðiheimildir af hinum átta, sem verr væru staddir, og flytja yfir á báta sína. Þannig myndu bát- unum smám saman fækka í frjálsum viðskiptum í milli útgerðarmannanna úr sextán í átta eða að því marki, sem hagkvæmast væri. Kunnara er en frá þurfi að segja, að seinni aðferðin varð fyrir valinu, meðal annars að frumkvæði út- gerðarmanna.9 Úthlutaði ríkið þeirn veiðiheimildum í botnfiski í samræmi við hlutfall afla þeirra í heildarafla frá hausti 1980 til jafnlengdar 1983.10 2. Um það er lítill ágreiningur, að kvótakerfi það, sem myndaðist hér á níunda áratug, er hagkvæmt. Annars væri hér varla deilt af jafnmiklu kappi og raun ber vitni um það, hvernig skipta skuli gróðanum af fiskveiðum, á sama tíma og útgerðarmenn erlendis reka víðast fyrirtæki sín með tapi og eru háðir fjár- framlögum frá hinu opinbera. Skýringin á því, að kerfið er hagkvæmt, liggur í eðli veiðiheimildanna.* 11 Þær eru í fyrsta lagi einstaklingsbundnar. Útgerðar- menn vita fyrir, hversu mikið þeir mega veiða á vertíðinni, og geta miðað ákvarðanir sínar og áætlanir við það, í stað þess að áður neyddust þeir til að taka þátt í kostnaðarsömu kapphlaupi um að landa sem mestum afla á sem skemmst- um tíma. Þeir geta einbeitt sér að því að lækka kostnað. Veiðiheimildimar eru í öðru lagi framseljanlegar, svo að þær geta færst í frjálsum viðskiptum til þeirra útgerðarmanna, sem best komast af, best kunna til útgerðar. Tilfærsla veiðiheimildanna segir í senn til um, hverjum best gengur, og knýr menn til frekari dáða. Veiðiheimildirnar eru í þriðja lagi varanlegar, svo að útgerð- armenn taka að horfa til miklu lengri tíma en einnar vertíðar, þeir skipuleggja veiðarnar betur og vandlegar. í fjórða lagi skiptir það máli, að heimildirnar eru til að veiða tiltekið hlutfall af leyfilegum heildarafla. Þetta merkir, að útgerðar- menn hugsa ekki aðeins um að landa þeim afla, sem þeir hafa heimildir fyrir, á sem ódýrastan hátt, heldur líka um hitt, að leyfilegur heildarafli sé ákveðinn varlega eða skynsamlega hverju sinni. Þeir vilja vitaskuld hámarka lang- tímaarðinn af þeirri heild, sem þeir eiga hver og einn hlut í, ef svo má að orði komast. í fæstum orðum fer hagur þeirra hvers og eins saman við hag þeirra allra ólíkt því, sem var við ótakmarkaðan aðgang. En er kvótakerfið réttlátt? Þorsteinn Gylfason svarar neitandi. Að sögn hans var upphafleg úthlutun veiðiheimilda eða kvóta ranglát. Þorsteinn tekur dæmi til að skýra mál sitt:12 9 Sbr. Halldór Jónsson: „Ákvarðanataka í sjávarútvegi og stjóm fiskveiða“ t' Samfélagstíðindum, 10. árg. 1990, 99.-141.bls. 10 Tryggvi Gunnarsson tók til rannsóknar, hvort kvótakerfið í fiskveiðum stæðist ákvæði stjómarskrárinnar um atvinnufrelsi, og komst að þeirri niðurstöðu, að svo væri, „Stjórnarskráin og stjórnun fiskveiða og búvöruframleiðslu" í Tímariti lögfrœðinga, 39. árg. 1989, 109.-125. bls. 11 Ragnar Árnason: „Minimum Information Management in Fisheries" í Canadian Journal of Economics, 23. árg. 1990, 630.-653. bls. 12 Þorsteinn Gylfason: „Fiskur, eignir og ranglæti" í Réttlœti og ranglœti, 124.-125. bls. 34

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.