Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Blaðsíða 43

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Blaðsíða 43
blanda veiðireynslu inn í málið,“ spyr Þorsteinn. En mikill munur er á starfs- skilyrðum útgerðarmanna og sjómanna. Fyrir daga kvótakerfisins höfðu útgerð- armenn nýtt takmarkaða auðlind, sem ótakmarkaður aðgangur var að, svo að hún var ofnýtt. Þeir höfðu með öðrum orðum lagt kostnað hver á annan, bundið of mikið fjármagn í sjávarútvegi. Með úthlutun veiðiheimildanna var þessi sóun stöðvuð. Með nýjum lögum mynduðust skilyrði fyrir því, að þeir hættu að valda hver öðrum tjóni. Löggjafinn hafði gegnt hinni viðurkenndu skyldu sinni að setja lög til að koma í veg fyrir árekstra manna í keppni þeirra um knöpp gæði. Sjómenn höfðu starfað við annars konar skilyrði. Þeir höfðu selt vinnuafl sitt, og laun þeirra höfðu væntanlega miðast við það, sem tíðkaðist á vinnumarkaðn- um, þótt þau réðust að nokkru leyti af aflabrögðum vegna hlutaskiptareglna. En þeir höfðu ekki nema að litlu leyti borið þann kostnað, sem fólst í ofnýtingunni. (Þeir höfðu raunar líka grætt eitthvað á því, að flotinn var tvöfalt stærri en hann þurfti að vera, svo að eftirspum eftir sjómönnum var tvöföld það, sem hún hefði getað verið.) Þegar aðgangur var síðan takmarkaður að fiskimiðum, vom engin þau réttindi tekin af sjómönnum, sem þeir hefðu áður notið eða nýtt sér: Þeir höfðu eftir sem áður full réttindi til þess að selja vinnuafl sitt, annaðhvort á sjó eða landi. Hitt er annað mál, hefði fækkun báta gerst skyndilega, en ekki í hægri þróun, svo að störfum um borð í bátum hefði í einu vetfangi snarfækkað, að þá hefði löggjafínn hugsanlega viljað gera sérstakar ráðstafanir til að aðstoða sjómenn umfram það að greiða þeim atvinnuleysisbætur.13 íslenskir dómstólar myndu því væntanlega vísa á bug hugsanlegri kröfu sjó- mannsins, lærisveins Þorsteins Gylfasonar, um veiðiheimildir. Þeir myndu með svipuðum rökum vísa á bug hugsanlegri kröfu fiskvinnslustöðva um slíkar heimildir. Hin mikla breyting, þegar aðgangur að fiskimiðunum var takmark- aður, raskaði ekki beint högum eða starfsskilyrðum sjómanna eða fiskvinnslu- stöðva eins og útgerðarmanna, sem áttu alla afkomu sína undir áframhaldandi aðgangi að fiskimiðunum. Ólíkt útgerðarfyrirtækjum fyrir daga kvótakerfisins störfuðu fiskvinnslustöðvar þá sem nú á markaði, þar sem verð var á öllum aðföngum. Þessar stöðvar bjuggu að því leyti við eðlileg rekstrarskilyrði, svo að löggjafinn varð ekki að bæta þeim það upp, að aðgangur að fiskimiðum var takmarkaður. Það snerti ekki hagsmuni þeirra beint. Þær gátu eftir sem áður stundað framleiðslu sína ótruflaðar. Þorsteinn Gylfason spyr: „Hver er sérstaða þeirra, sem eru skrifaðir fyrir skipum á ákveðnu árabili, miðað við þá, sem eiga og reka fiskvinnslustöðvar? Lifa ekki báðir og hrærast í fiski?“ Sérstaðan var sú, að fiskurinn, sem útgerðarmaðurinn veiddi ásamt starfsliði sínu úr sjó, var ekki verðlagður í samræmi við skortinn á honum, svo að of miklu var kostað til að landa honum, en fiskurinn, sem eigandi fiskvinnslustöðvarinnar bræddi eða 13 Ég er því ekki alls kostar sammála Atla Harðarsyni í annars mjög vel rökstuddri og at- hyglisverðri grein, „Hverjir eiga fiskinn? Nokkrar hugleiðingar um siðfræði eignarréttarins" í Skími, 166. árg. 1992, 407.-417. bls., þar sem hann telur, að útgerðarmenn og sjómenn hafi öðlast einhvers konar tilkall til veiðiheimildanna, enda hafi aðrir ekki orðið fyrir neinu tjóni við það. Notar Atli m.a. rök frá John Locke. 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.