Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Síða 44

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Síða 44
flakaði og frysti ásamt starfsfólki sínu, var verðlagður á markaði. Því er við að bæta, að útgerðarmenn eru ekki aðeins „skrifaðir fyrir skipum“, eins og Þor- steinn Gylfason orðar það. Þeir bera ábyrgð á atvinnurekstri, sem krefst ár- vekni, forsjálni og dugnaðar. Það er ekki vinnan, sem skapar verðmætin, eins og Karl Marx taldi, heldur það, að í atvinnurekstri fari saman hugvit einstakl- inga og skynsamleg lög.14 Islendingar höfðu unnið hörðum höndum í þúsund ár, en alltaf verið jafnfátækir. 5. „Hvers vegna var ekkert skilið eftir handa nýrri kynslóð metnaðarfullra ungra manna og kvenna, sem hafa hug á útgerð?“ - spyr Þorsteinn Gylfason. „Dreymir ekki ungt fólk í hverju sjávarplássi um eigin skip?“15 í því sambandi verður að minna á það, hver vandinn var, að sextán bátar voru að landa afla, sem átta bátar gátu hæglega séð um. Við þau skilyrði er vissulega ekki for- gangsatriði að auðvelda fleira fólki að kaupa báta og sækja með honum afla á fiskimið! En almenna svarið við spurningu Þorsteins er tvíþætt. I fyrsta lagi horfir hann alveg fram hjá því, að þeir, sem bundið höfðu fjármagn sitt í veið- um, hafa vitaskuld miklu meiri hagsmuni af því að fá að nota þetta fjármagn áfram til veiða en aðrir hafa af því að fá að hefja veiðar. Þegar löggjafinn úthlutaði réttindum til að leysa úr árekstrum manna, sem kepptu um hin knöppu gæði, sem fiskistofnar á íslandsmiðum voru, hlaut hann að spyrja, hvað hag- kvæmast væri fyrir heildina og skerti síst viðurkennda og raunverulega hags- muni einstaklinga.16 Þá blasir við, að það kostar miklu minna fyrir ungan mann að velja sér annan starfsvettvang en sjávarútveg en það kostar útgerðarmann, er stundað hefur veiðar um árabil og hefur komið sér upp bát, veiðarfærum og veiðikunnáttu, að færa sig í aðra atvinnugrein. I öðru lagi er ekkert það í sjálfri hugmyndinni um kvótakerfi til lausnar of- nýtingarvandanum, sem krefst þess, að framsal veiðiheimilda sé takmarkað, til dæmis við skipaeign. Og ef framsalið er frjálst, þá er nýju fólki vitaskuld ekki meinaður aðgangur að fiskimiðum. Því er aðeins gert að kaupa sér veiðiheim- ildir. Öðru máli gegnir, ef veiðiheimildir eru ekki framseljanlegar eða bundnar einhvers konar sérleyfum. Með lögunum frá 1990 um stjórn fiskveiða var það skilyrði að vísu sett fyrir kaupum á veiðiheimildum, að kaupandinn ætti skip til að flytja heimildirnar á. Þetta virðist óþörf takmörkun. Hvers vegna mega menn ekki kaupa og selja veiðiheimildir að vild eins og margvísleg önnur réttindi? Frá hagfræðilegu sjónarmiði séð skiptir þessi takmörkun framsalsins raunar litlu máli, því að menn kaupa að sjálfsögðu aðallega veiðiheimildir til að nýta 14 Sbr. Israel Kirzner: Competition and Entrepreneurship. University of Chicago Press, 1973 og Perception, Opportunity, and Profit. University of Chicago Press 1979. 15 Þorsteinn gerir þessa spumingu að aðalatriði í gagnrýni sinni á kvótakerfið í greininni „Skiptir réttlæti máli?“ í Tilraun um heiminn. Mál og menning, Reykjavík 1992, 131.-135. bls. Raunar vísar Þorsteinn í þessa ritgerð í Réttlœti og ranglœti. 16 Sbr. Richard Posner: Economic Analysis ofLaw. 2. útg.; Little, Brown, Boston 1977. 38

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.