Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Blaðsíða 45
þær, og það geta þeir ekki, nema þeir geti flutt þær á skip. Frá lagalegu sjón-
armiði kann þessi takmörkun hins vegar að vera mikilvægari: Hún lokar kerfinu
fyrir öðrum en eigendum skipa. Jafnræðisreglan í íslenskum rétti krefst hugs-
anlega greiðs og almenns aðgangs að fiskimiðunum, þegar til langs tíma er litið,
og í því sambandi vík ég hér síðar að dómi Hæstaréttar í árslok 1998 um veiði-
leyfi. Það er síðan mikill misskilningur, ef Þorsteinn Gylfason heldur, að hagur
ungs fólks, sem hyggur á útgerð, hafi versnað við kvótakerfið. Fyrir daga þess
þurfti fólk að eyða fé sínu í allt of marga báta, því að þá veiddu menn hver frá
öðrum. Eftir að kvótakerfið kom til sögu, þarf það hins vegar ekki að nota meira
fé til að kaupa veiðiheimildir en það eyddi áður í allt of marga báta.'7 Það er því
síst verr komið kerfisins vegna. Ekkert í eðli kvótakerfisins krefst þess, að
íslenskur sjávarútvegur sé eða verði lokaðri en aðrar atvinnugreinar. Til þess að
hefja búskap á íslandi þurfa menn að kaupa sér jörð, tækjakost og bústofn. Til
þess að hefja útgerð á íslandi þurfa menn að kaupa sér bát með öllum búnaði
og veiðiheimildir. Með kvótakerfinu voru starfsskilyrði í sjávarútvegi í raun
löguð að því, sem annars staðar gerðist: Verð var sett á fiskistofna, svo að þeir,
sem þá nýttu, tóku að líta á þá sem fjármagn, sem þyrfti að ávaxta, eins og
nauðsynlegt var til hagkvæmrar nýtingar.18
6.
„Hvers vegna var ekki happdrætti um heimildirnar? Eða haldið uppboð á
þeim?“ - spyr Þorsteinn Gylfason enn. „Eða hverju mannsbami í landinu send-
ur hlutur í þeim til að versla með, ef það treysti sér ekki til að nota heimildirnar
til veiða?“ Hér hefur þeirri spurningu í raun verið svarað: Þeim, sem höfðu af
því ríka hagsmuni að hafa áframhaldandi aðgang að fiskimiðunum, var bætt það
upp, að aðgangur var af brýnni nauðsyn bundinn við veiðiheimildir, með því að
úthluta heimildunum fyrst til þeirra, en leyfa síðan frjálst framsal heimildanna,
svo að kerfið væri opið og markaðsöflin gætu gegnt hlutverki sínu. En
rökræðunnar vegna skulum við hugsa okkur, að þess í stað hefði íslenska ríkið
í árslok 1983 tekið þann kost, sem sumir íslenskir hagfræðingar mæltu þá með,
að fækka bátum á miðunum í dæmi okkar úr sextán í átta með því að bjóða upp
veiðiheimildirnar. Hvað hefði þá gerst? Hagur þeirra átta bátseigenda, sem efni
hefðu haft á að greiða fyrir veiðiheimildimar, hefði lítt breyst: Það fé, sem þeir
hefðu áður eytt í of marga báta, myndu þeir nú nota til að greiða ríkinu fyrir
veiðiheimildir. Hagur ríkisins - eða öllu heldur þeirra einstaklinga, sem hefðu
17 Summan af verðmæti veiðiheimildanna, að óbreyttri tækni og óbreyttum kostum auðlindarinnar,
getur væntanlega ekki orðið hærri en sú sóun, sem áður fólst í of mörgum bátum, of miklum
kostnaði við að sækja fisk í sjó.
18 Þetta er kjaminn í frekari betrumbótum á hinni upphaflegu greiningu þeirra Gordons og Scotts:
Líta verður á fiskistofna sem fjármagn, og þetta fjármagn verður að gefa af sér sama arð og fjár-
magn annars staðar. Scott gerir sér þetta vel ljóst, eins og fram kemur í ritgerð hans. Sbr. líka C. W.
Clark: „Renewable Resources" í The New Palgrave Dictionary of Economics, ritstj. J. Eatwell, M.
Milgate og P. Newman, 4. b. (Macmillan, London 1987), 138.-141. bls.
39