Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Side 47

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Side 47
tilskildu, að þeir útgerðarmenn, sem skyndilega væru sviptir aðgangi að fiski- miðunum, fengju bætt allt tjón sitt af þeirri sviptingu, hefði opinbert uppboð á veiðiheimildum í árslok 1983 ekki beinlínis verið óréttlátt. En spyrja má, hvor kosturinn hefði þá verið líklegri til þess að stuðla að sæmilegu samkomulagi löggjafans við útgerðarmenn um þá miklu breytingu, sem varð í íslenskum sjávarútvegi með kvótakerfinu, - að ríkið hrekti helming útgerðarmanna út úr sjávarútvegi á einum degi og greiddi honum síðan bætur eða að það setti reglur til að auðvelda öðrum helmingnum að kaupa hinn smám saman út, eins og gert var. 7. Þorsteinn Gylfason telur, að kvótakerfinu verði að breyta eða bylta, af því að það sé óréttlátt, og það sé óréttlátt, af því að upphafleg úthlutun veiðiheimild- anna samkvæmt veiðireynslu hafi verið óréttlát. Ég hef hins vegar leitt hér að því rök, að hin upphaflega úthlutun hafi verið eðlileg og réttlát. Taka hafi þurft tillit til ríkra hagsmuna þeirra, sem fulla atvinnu hefðu haft af veiðum og bundið í þeim mikið fjármagn, og hagsmunir hinna, sem ekki fengu veiðiheimildir, hafi ekki verið skertir við úthlutunina. (í því sambandi tel ég litlu máli skipta, hvort miða hefði átt úthlutunina við veiðireynslu í eitt ár, þrjú, fimm, tíu eða tuttugu og fimm, og leiði hjá mér spurningu Þorsteins um það atriði. Hvenær ber að telja mann fullveðja? Sextán ára, þegar hann verður sjálfstæður skattgreiðandi? Átján ára, þegar hann öðlast kosningarrétt? Tuttugu ára, þegar hann má kaupa sér áfengi í búðum? Slík mörk eru ætíð matsatriði). En þótt það komi ekki skýrt fram í máli Þorsteins Gylfasonar, hefur annað atriði tengt kvótakerfinu vafa- laust sært réttlætiskennd margra. Með því var gæðum, sem áður voru talin ókeypis eða verðlaus, smám saman breytt í verðmæti, og sá hópur, sem fékk fyrstu veiðiheimildirnar, öðlaðist yfirráð yfir þessum verðmætum, hvort sem menn úr honum nýttu síðan heimildirnar eða seldu. Eftir hæfilega aðlögun og hagræðingu í sjávarútvegi verða tekjur þar svipaðar og í öðrum atvinnugrein- um, en eftir stendur, að fjöldi útgerðarmanna hefur öðlast yfirráð yfir talsverð- um og jafnvel mjög miklum verðmætum.21 Getur það talist réttlátt? Verðskuldar þessi hópur verðmætin? Er löggjafinn með þessu ekki að mismuna borgurunum óeðlilega og þá um leið að beita þá ranglæti? 21 Sbr. R. Q. Grafton: „Performance of and Prospects for Rights-based Fisheries Management in Atlantic Canada“ í Taking Ownership. Atlantic Institute for Market Studies, Halifax, Nova Scotia 1996, 145.-182. bls. Grafton hefur verið helsti formælandi veiðigjalds í hópi hagfræðinga. En Ronald Johnson hefur fært rök á móti honum og slíku gjaldi, sjá t. d. „Implications of Taxing Quota Value in an Individual Transferable Quota Fishery" í Marine Resource Economics, 10. árg. 1995, 327.-340. bls., og framlag Johnsons á ráðstefnu um „Individual Transferable Quotas in Theory and Practice" í Reykjavík 20. nóvember 1998. Sbr. líka R. Q. Grafton: „Implications of Taxing Quota Value in an Individual Transferable Quota Fishery: Comment“ í Marine Resource Economics, 11. árg. 1996, 125.-127. bls. og R. Johnson: „Implications of Taxing Quota Value in an Individual Transferable Quota Fishery: Reply“ í Marine Resource Economics, 11. árg. 1996, 129.-130. bls. 41

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.