Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Síða 48

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Síða 48
Hér má beita lögmálinu um tvennar afleiðingar, sem alþekkt er í heimspeki og raunar líka í íslenskum rétti.22 Samkvæmt því getur verknaður, sem unninn er í réttmætum og nauðsynlegum tilgangi, verið heimill, þótt hann hafi líka aðrar afleiðingar, sem einar sér eru ekki réttlátar.23 Tilgangur íslenska löggjaf- ans var að koma í veg fyrir ofnýtingu fiskistofnanna með því að takmarka aðganginn að fiskimiðunum. Þetta tókst. En jafnframt höfðu lögin um stjórn fiskveiða þær afleiðingar, að hópur manna fékk smám saman mikil verðmæti upp í hendur. Þetta var vafalaust ekki ætlun löggjafans, heldur óhjákvæmilegar og fyrirsjáanlegar afleiðingar hinnar réttmætu og nauðsynlegu löggjafar. Þótt einhverjum kunni að gremjast, eru þessar afleiðingar heimilar samkvæmt lög- málinu um tvennar afleiðingar. En líklega þarf þessa lögmáls ekki einu sinni við. Nálgast má málið úr annarri átt. Réttlæti hefur oftast verið talið, að ekki væri brotið á neinum.24 Var brotið á einhverjum við upphaflega úthlutun veiði- heimilda? Síður en svo, eins og hér hafa verið leidd rök að. Ekkert var af öðrum tekið. Þetta voru ný verðmæti, viðbót við þjóðarauðinn, ekki millifærsla. Islenska þjóðin hefði líklega ekki komist langt fram veginn, hefði hún átt að neita sér um allar viðbætur við þjóðarauðinn fyrir tilstilli laga, nema þær skiptust alltaf jafnt á milli borgaranna. Það er síðan rétt, að fyrstu handhafar veiðiheimildanna á Islandsmiðum verðskulduðu líklega ekki þau verðmæti, sem féllu þeim í hendur við það, að aðgangur að takmarkaðri auðlind var takmarkaður. En í lífinu fá menn margt, sem þeir verðskulda ekki, án þess að það sé óréttlæti. Við Islendingar erum til dæmis svo heppnir að vera ríkisborg- arar í landi, sem býr við einhverja mestu og almennustu velmegun í heimi. Enginn okkar hefur hins vegar valið sér fæðingarstað eða foreldra. Þetta varðar þó allt ef til vill ekki eins miklu og hitt, að mikið ranglæti hlytist af því að taka nú upp veiðigjald eða uppboð á veiðiheimildum. Liðin eru nær 22 Sbr. Gauk Jörundsson: „Stjórnskipuleg vemd aflahæfis, atvinnuréttinda og atvinnufrelsis" í Úlfljóti, 21. árg. 1968, 161.-189. bls. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu, sem fyrr segir, að áfengiskaupmönnum bæru ekki skaðabætur vegna banns við áfengissölu með lögum nr. 44/1909, því að tilgangur laganna hefði ekki verið að svipta þá atvinnuréttindum, heldur að koma f veg fyrir sölu skaðsamlegs drykks. Þetta væri almenn regla, sem skerti ekki atvinnufrelsi umfram það, sem almannahagsmunir krefðust. Hér notaði Hæstiréttur lögmálið um tvennar afleiðingar: Lögin höfðu tilgang, og þau náðu þeim tilgangi sfnum, höfðu þær afleiðingar, sem að var stefnt. En þau höfðu líka aðrar afleiðingar, en þar sem ekki var beinlínis að þeim stefnt, þótt þær væm fyrirsjáanlegar, var ekki við löggjafann að sakast um þær. 23 Kaþólskir heimspekingar taka dæmi um það, þegar fóstur hættir að lifa vegna aðgerðar, sem ráðist var í til að bjarga lífi móður þess. Þar sem alls ekki var ætlunin að eyða fóstrinu, þótt sú væri fyrirsjáanleg afleiðing aðgerðarinnar, var verknaðurinn heimill og réttlætanlegur, þótt fóstureyð- ingar séu samkvæmt skoðun kaþólskra manna óréttlátar. Þorsteinn Gylfason víkur að lögmálinu um tvennar afleiðingar í „Siðfræðispjalli" í Réttlœti og ranglœti, 147. bls. o.áfr. 24 Sbr. t. d. Aristóteles: Siðfræði Níkomakkosar, 1134a, þýð. Svavar Hrafn Svavarsson. Hið ís- lenska bókmenntafélag, Reykjavfk 1995, þar sem segir, að lögin séu „þar sem ranglæti er til“ (síð- ara bindi í ísl. þýð., 39. bls.); Adam Smith: A Theory ofMoral Sentiments, ritstj. D. D. Raphael og A. L. Macfie. Oxford University Press, 1979; fyrst útg. 1759, II., ii., I. ; H. L. A. Hart: The Concept of Law, Clarendon Press. Oxford 1961, 190. bls.; Lon Fuller: The Morality ofthe Law. Yale University Press, 1964, 42. bls. 42

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.