Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Síða 55

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Síða 55
fór eftir veiðireynslu þeirra. (Þar sem menn geta varla veitt fisk á íslandsmiðum án þess að hafa skip til umráða, leiddi að vísu beint af því, að þeir einir fengu veiðiheimildir, sem áttu skip, en það var ekki úthlutunarreglan sjálf.) Hér hafa verið færð rök að því, að réttlátt hafi verið að gera mun á mönnum eftir því, hvort þeir hefðu stundað veiðar eða ekki, þegar heimildum til að veiða var fyrst úthlutað, þar sem þannig var þeim starfsskilyrðum, sem menn höfðu búist við, síst raskað, en þeim tilgangi um leið náð að tryggja hagkvæmar veiðar. Rökin, sem Hæstiréttur færði fyrir dómi sínum um veiðileyfi, gilda vissulega þar, en þau gilda alls ekki um veiðiheimildirnar. Til þess eru þrjár ástæður. I fyrsta lagi voru veiðileyfin sérleyfi, sem voru í raun óþörf, en veiðiheimildirnar eru nauðsynlegar takmarkanir á umgengni við takmarkaða auðlind. I öðru lagi var veiðiheimildunum úthlutað eftir veiðireynslu, en með því var mönnum aðeins mismunað eftir því, sem eðlilegt mátti teljast. í þriðja lagi eru veiði- heimildirnar að mestu leyti framseljanlegar, svo að kerfið er að mestu leyti opið. En hvemig væri eðlilegt að breyta lögum um stjórn fiskveiða vegna dóms Hæstaréttar? Hvemig væri eðlilegast að tryggja enn betur en nú jafnræðis- sjónarmið og atvinnufrelsi í fiskveiðum? Sú mynd, sem hér var dregin upp af kvótakerfinu íslenska, þar sem sextán bátum fækkaði í átta við frjálst framsal varanlegra veiðiheimilda, var talsverð einföldun. Nokkrir gallar em á núverandi kerfi, sem bæta mætti úr. Fyrsta skrefið er auðvitað að hætta að binda veiðar á íslandsmiðum sérstökum leyfum. Veiðiheimildimar nægja til takmörkunar sóknar við það, sem hagkvæmast er. Mér sýnist ekki betur en löggjafinn sé að stíga þetta fyrsta skref með því að rýmka stórlega skilyrði fyrir veiðileyfum, þótt eðlilegra sé að fella alveg niður kröfuna um þau. Síðan er engin sérstök ástæða til að binda veiðiheimildir við skip, svo að menn megi ekki kaupa sér slíkar heimildir án þess að eiga skip. í þriðja lagi þarf enn að auðvelda framsal veiðiheimildanna, svo að tryggt sé, að þær færist jafnan greiðlega á hendur þeirra, sem best kunna með þær að fara, og að allir hafi aðgang að fiskveiðum. Enn eru nokkrar hömlur á framsali veiðiheimildanna, þótt ekki skipti þær miklu máli. Kerfið verður að vera opið. í fjórða lagi er auðvitað langheppilegast, að öll skip, hvort sem þau eru stórir frystitogarar eða smábátar, lúti sömu reglum, en smábátar hafa haft tækifæri til að komast undan þessum reglum við tiltekin skilyrði.43 En fimmta og mikilvægasta breytinpin er að eyða allri óvissu um eðli þeirra reglna, sem veiðum úr nytjastofnum á Islandsmiðum eru settar. 43 Þróun kvótakerfisins er um margt mjög athyglisverð og virðist renna stoðum undir ýmsar setn- ingar þeirra fræða, sem fást við það, hvenær einstaklingar ná samkomulagi sín í milli (e. bargaining theory). Fyrst var kvótum úthlutað í uppsjávarfiski (á miðjum áttunda áratug). Það gekk árekstralaust fyrir sig, enda voru þeir bátar, sem stunduðu síld- og loðnuveiðar, svipaðir að stærð og gerð. Síðan var kvótum úthlutað í botnfiski í árslok 1983. Það kostaði mikil átök, og enn veiða ekki öll þau skip, sem stunda botnfiskveiðar, við aflamark eða veiðiheimildir, eins og hér er rætt um. Sumir smábátar mega enn veiða við svonefndar sóknartakmarkanir. Þetta á sér þá skýringu, að skip í botnfiskveiðum eru mjög ólík að stærð og gerð, allt frá risastórum frystitogurum niður í smákænur. Samkomulag var því miklu torveldara þar en í veiðum uppsjávarfiska. Sbr. G. Libecap: Contracting for Property Rights. Cambridge University Press, 1989. 49

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.