Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Blaðsíða 59
friðinn en aðrir þeir kostir, sem komu til álita. Með því var búið í haginn fyrir
friðsamlega þróun í stað snöggrar breytingar eða jafnvel byltingar í sjávarút-
vegi.
14.
Margar hliðar eru á kvótakerfinu. Lögfræðingar velta því fyrir sér, hvaða
reglur um fiskveiðar eru í samræmi við íslenskan rétt, eins og hann hefur þróast.
Hagfræðingar spyrja, við hvers konar skilyrði mestur arður fáist af fiskveiðum
á íslandsmiðum. Heimspekingar hafa áhuga á því, hvort skráðar og óskráðar
reglur um stjóm fiskveiða séu réttlátar eða ekki. En fræðimenn mega ekki loka
sig inni hver á sínu sviði, heldur verða þeir að læra hver af öðrum. Þeir Sigurður
Líndal og Þorgeir Örlygsson hafa til dæmis getað kennt mér margt um kvóta-
kerfið. Og það skiptir að mínum dómi miklu máli, að þeir tveir íslendingar, sem
lagt hafa fyrir sig fiskihagfræði, prófessoramir Ragnar Ámason og Rögnvaldur
Hannesson, em sammála um það með góðum og tiltölulega auðskiljanlegum
rökum, að kvótakerfið íslenska sé í meginatriðum hagkvæmt.58 Ekkert annað
kerfi hafi fundist, sem nái betur yfirlýstum markmiðum laga um vemdun fiski-
stofna og hámarksarð af fiskveiðum. Menn mega síðan alls ekki álykta það af
andmælum Þorsteins Gylfasonar við kvótakerfinu, að heimspekingar séu
almennt sömu skoðunar og hann. John Locke, sem þegar hefur verið nefndur til
sögu, er til dæmis einn áhrifamesti heimspekingur sögunnar.59 Hann setti það
skilyrði fyrir myndun einkaafnotaréttar eða eignarréttar einstaklinga á náttúra-
gæðum, að aðrir yrðu ekki verr settir fyrir vikið.60 Ég fæ ekki betur séð en þessu
skilyrði sé fullnægt um kvótakerfið, eins og ég hef þegar leitt að nokkur rök.
Eitt geta heimspekingar og raunar lögfræðingar líka lært af Adam Smith og
öðram merkum hagfræðingum. Það er, að þau ráð, sem liggja beinast við, gefast
ekki alltaf best. Hyggjum til dæmis að því, hvemig best sé að dreifa arðinum af
veiðum úr nytjastofnum á íslandsmiðum, eftir að við höfum orðið sammála um,
að hann verði mestur við skipulag einstaklingsbundinna, varanlegra og fram-
58 Ragnar Árnason: „Minimum Information Management in Fisheries" í Canadian Journal of
Economics, 23. árg. 1990, 630.-653. bls., „Efficient Management of Ocean Fisheries" í European
Economic Review, 35. árg. 1991, 408.-417. bls., og (ásamt Birgi Þór Runólfssyni) Er kvótakerfið
hagkvœmt? Stofnun Jóns Þorlákssonar, Reykjavfk 1991; Rögnvaldur Hannesson: „The Political
Economy of ITQs“ í Global Trends: Fisheries Management, ritstj. E. K. Pikitch, D. H. Huppert og
M. P. Sissenwine. American Fisheries Society, Bethesda, Maryland 1997 og „Hæstiréttur og fisk-
veiðar“ í Morgunblaðinu 9. desember 1998.
59 Þorsteinn Gylfason segir í athugasemdum neðanmáls í Samræðum um trúarbrögðin eftir Davíð
Hume (Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 1972), 209. bls., að John Locke hafi verið „einn
áhrifamesti rithöfundur allra tíma, svo að helst er við þá Pál postula og Karl Marx að jafna“.
Þorsteinn segir síðan, að Locke hafi verið „hin hversdagslega skynsemi holdi klædd“. Má allt þetta
til sanns vegar færa.
60 John Locke: Ritgerð um ríkisvald, 33. gr„ 72. bls. Sbr. Robert Nozick: Anarchy, State, and
Utopia, 176.-177. bls. Eg ræði þetta mál líka í óprentaðri ritgerð, „Rökin fyrir veiðigjaldi. Greining
og gagnrýni," sem samin var upphaflega til birtingar í riti Sjávarútvegsstofnunar Háskóla Islands.
53