Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Side 62

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Side 62
Á VÍÐ OG DREIF AÐALFUNDUR LÖGFRÆÐINGAFÉLGS ÍSLANDS 1998 Aðalfundur Lögfræðingafélags Islands var haldinn fimmtudaginn 29. októ- ber 1998 að Hótel Loftleiðum og hófst hann kl. 19.45. A dagskránni voru venjuleg aðalfundarstörf. A fundinum lágu frammi skýrsla stjómar, reikningar félagsins og reikningar Tímarits lögfræðinga. Fundur var settur af Helga Jóhannessyni hrl., formanni félagsins. Fundar- stjóri var kjörinn Jakob Möller hrl. en fundarritari Kristján Gunnar Valdimars- son skrifstofustjóri. Helgi Jóhannesson formaður flutti skýrslu stjórnar. I umræðum um skýrslu stjórnar var bent á að dómarafélagið hefði, ásamt lögfræðingafélaginu og lögmannafélaginu, haldið hinn sameiginlega jólafund hinn 11. desember 1997, en það kæmi ekki fram í skýrslu stjórnar. Leiðrétti for- maður þetta og kvað vera mistök. Reikningar félagsins og Tímarits lögfræðinga voru samþykktir samhljóða á fundinum. Þá fór fram stjórnarkjör. Helgi Jóhannesson hrl. var kosinn formaður og Ragnhildur Arnljótsdóttir deildarstjóri varaformaður. Meðstjórnendur voru kosnir Steinunn Guðbjartsdóttir hdl., Kristján Gunnar Valdimarsson skrifstofustjóri, Benedikt Bogason skrifstofustjóri og Davíð Þór Björgvinsson prófessor. I varastjóm voru kosnir Arnljótur Björnsson, Eiríkur Tómasson, Hallvarður Einvarðsson, Hrafn Bragason, Jón Steinar Gunnlaugsson, Stefán Már Stefáns- son og Þór Vilhjálmsson. Endurskoðendur voru kosnir Helgi V. Jónsson og Kristín Briem. Til vara voru kosnir Allan V. Magnússon og Skúli Guðmundsson. Tillaga fráfarandi stjómar um að árgjald væri óbreytt 3.000 kr. var samþykkt samhljóða. I lok fundarins þakkaði Helgi Jóhannesson formaður það traust sem félags- menn sýndu nýkjörinni stjórn. Hann fjallaði um breytingar á Lögmannafélagi Islands, þ.á m. um hina frjálsu deild. Taldi hann að starfsemi hinnar nýju deildar 56

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.