Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Page 63
lögmannafélagsins ætti að sameina starfsemi Lögfræðingafélagsins og mynda
þannig eitt öflugt félag.
Fundarstjóri þakkaði að lokum fundarsókn og sleit fundi.
Kristján Gunnar Valdimarsson,
fundarritari
SKÝRSLA STJÓRNAR LÖGFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLANDS
Á AÐALFUNDI 29. OKTÓBER 1998
1. Inngangur
Aðalfundur Lögfræðingafélags Islands var haldinn á Hótel Sögu, Skála,
fimmtudaginn 30. október 1997 kl. 20.00. Fundinn sóttu 13 félagsmenn.
Fundarstjóri var Brynhildur Flóvenz.
Á dagskrá fundarins voru venjuleg aðalfundarstörf. Kosið var í stjórn félags-
ins og var Helgi Jóhannesson hrl. kosinn formaður og Ragnhildur Arnljótsdóttir
deildarstjóri var kosin varaformaður. Aðrir stjórnarmenn voru kosnir þau
Steinunn Guðbjartsdóttir hdl., Benedikt Bogason skrifstofustjóri, Helgi I. Jóns-
son héraðsdómari, Davíð Þór Björgvinsson prófessor og Kristján G. Valdimars-
son skrifstofustjóri. Dögg Pálsdóttir hrl., fyrrverandi formaður félagsins, gekk
úr stjórninni.
í varastjóm voru kosnir Amljótur Björnsson, Eiríkur Tómasson, Hallvarður
Einvarðsson, Hrafn Bragason, Jón Steinar Gunnlaugsson, Stefán Már Stefáns-
son og Þór Vilhjálmsson.
Endurskoðendur félagsins vom kosnir þau Helgi V. Jónsson og Kristín
Briem og Allan V. Magnússon og Skúli Guðmundsson til vara.
Á fyrsta fundi nýkjörinnar stjómar sem haldinn var þann 11. nóvember 1997
skipti stjómin þannig með sér verkum: Helgi I. Jónsson gjaldkeri, Steinunn
Guðbjartsdóttir, framkvæmdastjóri Tímarits lögfræðinga, Kristján Gunnar
Valdimarsson ritari, Benedikt Bogason meðstjórnandi og Davíð Þór Björgvins-
son meðstjórnandi.
Á starfsárinu hafa verið haldnir 12 stjórnarfundir auk þess sem stjómarmenn
hafa milli funda sinnt ýmsum málefnum félagsins. Ragnhildur Arnljótsdóttir
var formaður málþingsnefndar, en með henni í nefndinni vom Steinunn Guð-
bjartsdóttir og Davíð Þór Björgvinsson. Davíð Þór Björgvinsson hefur sinnt
samskiptum við lagadeild Háskólans varðandi málstofur og aðrir stjómarmenn
hafa sinnt þeim störfum sem þeim var úthlutað á fyrsta stjómarfundi. Öll fram-
kvæmdaatriði hafa síðan verið á herðum framkvæmdastjóra félagsins Bryn-
hildar Flóvenz.
Félagsmenn í Lögfræðingafélagi Islands eru nú um 930 talsins.
57