Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Síða 64

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Síða 64
2. Skrifstofa, framkvæmdastjórn og tölvumál Engar breytingar voru gerðar á skrifstofuaðstöðu og framkvæmdastjóm fé- lagsins á liðnu starfsári. Skrifstofa félagsins er að Alftamýri 9, Reykjavík og leigir félagið húsnæðið af Lögmannafélagi Islands. Þá hefur félagið einnig aðgang að ljósritunarvél og öðrum tækjum lögmannafélagsins. Lögfræðingafé- lagið hefur starfsmann í hlutastarfi til að sjá um hin ýmsu framkvæmdaatriði auk þess sem einn stjórnarmaður er framkvæmdastjóri Tímarits lögfræðinga svo sem fram hefur komið. Starfssvið framkvæmdastjóra félagsins er t.d. um- sjón með útgáfu fréttabréfs félagsins, umsjón með innheimtu félagsgjalda og áskriftargjalda Tímarits lögfræðinga, auglýsingasöfnun o.m.fl. Framkvæmda- stjóri félagsins er á skrifstofu félagsins einn morgun í viku. Brynhildur Flóvenz lögfræðingur hefur verið framkvæmastjóri félagsins frá byrjun árs 1995 og þakkar stjórnin henni gott samstarf á árinu. Á árinu var keypt nýtt tölvukerfi fyrir félagið sem m.a. hefur opnað möguleika til að senda félaginu tölvupóst auk þess sem til stendur að hanna heimasíðu fyrir félagið og Tímarit lögfræðinga. Þá er einnig unnið að því að safna tölvupóst- föngum félagsmanna þannig að hægt sé að minna á fræðafundi og aðrar uppá- komur á vegum félagsins með því að senda upplýsingamar með tölvupósti. 3. Fræðafundir, málstofur og málþing Starfsemi félagsins hefur á árinu verið með hefðbundnu sniði. Þannig hefur félagið haldið fræðafundi og málstofur í samvinnu við Lagadeild Háskólans að jafnaði einu sinni í mánuði yfir vetrartímann, auk þess sem árlegt málþing fé- lagsins var haldið í haust. Fræðafundir hafa ýmist verið haldnir sem morg- unverðarfundir, hádegisfundir eða kvöldfundir. Svo virðist sem mæting á morgun- eða hádegisverðarfundi sé betri en á kvöldfundina. 1. Þann 30. október 1997 var haldinn fundur á Hótel Sögu, Skála, um tjáningar- frelsið. Fyrirlesari var Hörður Einarsson hrl. Fundargestir vom 14 talsins. 2. Miðvikudaginn 26. nóvember 1997 var haldinn félagsfundur í Kornhlöð- unni. Fundarefni: Megindrættir kvótakerfisins. Fyrirlesari var Ari Edwald, aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra. Fundarmenn voru 29 talsins. 3. Fimmtudaginn 11. desember 1997 var haldinn sameiginlegur jólafundur lög- fræðingafélagsins og lögmannafélagsins á Hótel Loftleiðum. Gestur fundar- ins var Friðrik Sophusson fjármálaráðherra og flutti hann ávarp. Fundarmenn voru 70 talsins. 4. Fimmtudaginn 29. janúar 1998 var að Hótel Sögu, Skála, haldinn félags- fundur. Fyrirlesari á fundinum var Eiríkur Tómasson prófessor og formaður úrskurðarnefndar um upplýsingamál og fjallaði hann um reynsluna sem fengist hefur af upplýsingalögunum og úrskurði nefndarinnar. Fundarmenn voru 42. 5. Fimmtudaginn 12. mars var haldin málstofa í samvinnu við Lagastofnun Há- skólans. Fundurinn var haldinn í Lögbergi. Fyrirlesari var Páll Hreinsson dósent og fjallaði hann um þá óskráðu reglu stjórnsýsluréttarins sem nefnd 58

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.