Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1996, Side 10

Ægir - 01.01.1996, Side 10
A sýningu í Suður—Afríku Atli Jósafatsson hjá J. Hinriksson fjarri heimaslóð Þórir Ólafsson skip- stjóri á Zenica, sem er gerö út frá Wal- vis Bay í Namibíu, ásamt stýrimanni sínum Derek Wed- nesday. Þeir skarta báðir eyrnalokkum úr Poly-Ice lykla- kippum en þœr hafa notið mikila vinsælda meðal innfceddra. Atli á faraldsfæti Nýlega fór Atli Jósafatsson fyrir J. Hinriksson á fyrstu alþjóðlegu sjávar- útvegssýninguna sem haldin hefur verið í Höfðaborg (Cape Town) í Suð- ur-Afríku. Þar og í nágrannalandinu Namibíu hefur verið mikill uppgang- ur í sjávarútvegi að undanförnu. í Namibíu hafa íslendingar komið all- mikið við sögu þar sem heimamenn hafa verið að byggja upp eigin útveg eftir að landið fékk sjálfstæði en það var áður hluti Suður-Afríku. Atli not- aði tækifærið og fór í kynnisferð um Namibíu ásamt Vilhjálmi Ólafssyni frá Sæplasti hf. og kynnti þarlendum út- gerðum framleiðsluvörur fyrirtækj- anna og nú þegar eru farnir tugir tonna af hlerum og öðrum vörum J. J. Hinriksson er vélsmiðja við Súðarvog sem framleiðir toghlera og sitthvað fleira til togveiða þó hlerarnir séu þeirra aðalsmerki. Poly-lce hlerarnir eru leiðandi á íslenska markaðnum og fáir Is- lendingar sem ekki þekkja Jósa- fat Hinriksson frumkvöðul og upphafsmann J. Hinriksson. J. Hinriksson er eitt þeirra íslensku fyrirtækja sem fyrir mörgum árum sleit af sér hlekki heimamarkaðarins og hef- ur um áratuga skeið selt meirihluta framleiðslu sinnar á erlendan markað og einkum sótt fram á markaði við norðanvert Atlantshaf í nágrenni ís- lands. Fyrirtækið hefur verið óragt að sækja á framandi slóðir og þær skipta tugum sjávarútvegssýningarnar þar sem J. Hinriksson hefur átt fulltrúa og sýnis- Zenica er norsk smtði, upphaflega kanadískur togari í eigu Fishery Products á Nýfundnalandi. Daemigert namibískt fiskiskip í dag. Mynd- ir með greininni á Atli Jósafatsson. horn af framleiðslu sinni. Hleramir hafa nú náð fótfestu á mörkuðum í öllum álfum heimsins þar sem menn stunda fiskveiðar til sjós og í vötnum og eru seldir til meira en 20 landa. Hlerarnir eru meðal annars í notkun á Viktoríu- vatni og Malavívatni í Afríku. íslenskir sjómenn fara einnig víða um heiminn og þeir hafa verið iðnir sölu- menn fyrir íslenskar framleiðsluvörur sem tengjast sjávarútvegi því þeir vita af fenginni reynslu að það sem dugar vel á íslandi er það besta sem völ er á. 10 ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.