Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1996, Side 16

Ægir - 01.01.1996, Side 16
Stærstir á sínu sviði Marel hf. Marel hf. er tólf ára gamalt fyrirtæki sem framleiðir vogir, flokkara, skurðarvélar og fjölþættan búnað fyrir fiskvinnslu og matvælaiðnað. Vöxtur þess og viðgangur hefur verið með ólíkindum sem sést kannski best á því að árið 1995 jókst velta Marels úr tæpum 770 milljónum í um 1.100 milljónir og með því skipar fyrirtækið sér í hóp 10 stærstu iðn- fyrirtækja á íslandi. Með þessari aukingu er Marel komið í sama stærðarflokk og rúmlega 20 stærstu fyrirtæki í sjávarútvegi og fiskvinnslu á landinu ef miðað er við atvinnugreinina sem Marel þjónar einna helst. Lárus Ásgeirs- son markaðs- stjóri Marel. I;ramsókn Marel hf. á erlendum vettvangi hefur jafnan ver- ið mikil og nú eru búnaður frá fyrirtækinu í 40 þjóðlöndum um allan heim og umboðsmenn og dreifingaraðilar í 20 lönd- um. Alþjóðamarkaður er undirstaða framleiðslunnar og 1994 voru 14% framleiöslunnar seld á íslandi en Evrópa er með 37% og Noröur-Ameríka meö 31% hlutdeild í framleiðslunni þaö ár. Þrjú dótturfyrirtæki vestanhafs Marel hf. starfrækir þrjú dótturfyrirtæki, Marel Equipment Inc. í Nova Scotia, Kanada, Marel Seattle Inc. í Seattle í Bandaríkjunum og Marel USA Inc. í Kansas City í Bandaríkj- unum. 370 hluthafar eiga Marel sem er skráö á íslenska hluta- bréfamarkaðnum. Nú starfa 115 starfsmenn hjá móðurfyrirtækinu en af þeim eru 40 meö háskólagráðu í verkfræði eða tölvufræði, 37 iðn- lærðir og 4 iðnnemar. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á vöm- þróun og hönnun til þess að fylgja eftir þeirra stöðugu þróun sem verður í fiskvinnslu og matvælaiðnaði og setur um 15% af veltu fyrirtækisins árlega til vöruþróunar og rannsókna. Vélmenni tekur fisk af færibandi Nýjasta afsprengi þeirra rannsókna er vélmenni sem getur tekið upp fisk af færibandi og sett t.d. í hausunarvél. Með því að vélmennið getur leyst þetta verkefni, þ.e. að taka blautan og afsleppan fisk upp, er stærsti hjallinn yfirstiginn. Frum- gerö (prótótýpa) þessa vélmennis verður sett upp í Granda hf. seinnihluta þessa árs. „Þetta er merkilegt verkefni en tilheyrir framtíðinni og með því erum við að gefa til kynna hvert við viljum stefna," sagði Lárus Ásgeirsson markaðsstjóri Marel í samtali við Ægi. „Það eru hins vegar fjöldi verkefna og úrlausna í núinu sem við vinnum aö sem eru ekki síður athyglisverð og þýð- ingarmikil fyrir fiskvinnsluna." Vaxandi kröfur fiskvinnslu um aukna sérhæfni en jafn- framt sveigjanleika sjást vel í verkefni sem Marel er að vinna að í Venusi HF sem nýlega kom úr gagngerum endurbótum í Póllandi. Marel hannar alla vinnslulínu skipsins, frá móttöku að frysti, og sérsníður línurnar að kröfum útgerðarinnar. „Þaö sem vinnsluskipin vilja gjarna fá er möguleiki til auk- innar fullvinnslu um borð," sagði Friðrik Guðmundsson sölu- stjóri og minnir á að færeyski úthafstogarinn Vesturvon, sem fullvinnur flök í bita fyrir Marks & Spencer um borð og marg- ir horfa aðdáunaraugum til, hefur um árabil verið með tækja- búnað frá Marel eins og mörg aflaskip íslendinga í fremstu röð, svo sem Guðbjörg ÍS. Fullkomin vinnslulína Um borð í Venusi verður hægt ab meðhöndla karfa, þorsk, ufsa, ýsu, grálúðu og síld. Hægt verður ab vinna tvær fiskteg- undir eða tvo gæöaflokka samtímis án þess að flutningsleiðir eða vinnsluþrep skarist. Hönnun vinnslurásarinnar gerir ráð fyrir að minnka vinnu eða leysa af hólmi verkþætti sem nema nokkrum starfsígildum í sambærilegum frystitogara. Þetta gerir mönnum kleift að fullvinna ákveðnar tegundir þegar þær veiðast en hafa grófari vinnslu á öðrum tegundum. Hvert gramm skiptir máli Að sögn Lárusar eru helstu sóknarfærin á sviði aukinnar nákvæmni. Á tímum takmarkaðs afla sé eðlilegt ab horfa á verðmætin og hvert gramm skipti máli. Hægt sé að bæta nýt- ingu með aukinni nákvæmni í skurði, bættri flokkun, ná- kvæmari vigtun og víða séu tækifæri á þessum sviðum. Að sögn þeirra Friðriks og Lárusar er meira svigrúm fyrir bætta nýtingu um borð í vinnsluskipunum frekar en í vinnsl- unni í landi þar sem þróunin hafi orðið meiri undanfarin ár. Skurðarvélin frá Marel sem þegar hefur vakið mikla athygli er gott dæmi um þetta. 25 vélar eru þegar seldar en abeins þrjár hafa veriö settar upp í íslenskum frystihúsum og engin enn sem komið er í frystitogara en slíkt er tæknilega vel mögulegt. „Það verður að horfa á heildarmyndina," sagði Lárus. „Skurðarvélin ein og sér veldur engri byltingu en með rétt- um flokkunartækjum og pökkunarlínum skiptir hún sköp- um." □ 16 ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.