Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1996, Page 26

Ægir - 01.01.1996, Page 26
Viljum breytt hlutaskipti Helgi Laxdal formaður Vélstjórafélags íslands Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags íslands, hefur áratuga reynslu af því að berjast fyrir réttindum félaga sinna ■ vélstjórastétt enda sjálf- ur skólaður í vélarrúminu. Hann hefur unnið undanfarin ár að því að þjappa vélstjórum saman í heilsteypta fylkingu eftir að Vélstjórafélag- ið sagði sig úr lögum við Farmanna- og fiskimannasamband íslands 1991 og stendur nú á eigin fótum. Hann átti þátt í að koma á fót sam- ráðsnefnd sjómanna og útvegsmanna um fiskverð og hefur veitt henni forstöðu en stofnun nefndarinnar átti einna stærstan þátt í lausn síð- ustu kjarasamninga. Hver voru tildrög þess að nefnd þessi var sett á laggirnar? „Samkvæmt kjarasamningum fiski- manna, eins og þeir litu út fyrir síöasta verkfall, þá var það útgerðarmaðurinn sem réð sölu aflans. Þess vegna er í raun tómt mál að tala um frjálst fiskverð þó slíkt hafi verið að forminu til um nokkurt skeið. í samningum 1994 var sett upp nefnd sem átti að koma í veg fyrir kvótabrask. Þeirri nefnd var settur rúmur vinnurammi og hún gerði í raun lítið annað en aö rífast á sínum fundum en náði litlum árangri. í framhaldinu gerbu menn sér ljóst að kvótabraskið verður ekki til vegna þess ab heimilt er ab framselja kvóta frá einu skipi til annars, heldur vegna þess ófullkomna verbmyndunarkerfis sem vib búum vib í sjávarútvegi," segir Helgi þegar hann í samtali við Ægi rifjar upp tilurð nefndarinnar. „Ef allur afli færi í gegnum markað þá væri þetta aldrei vandamál. í síðustu samningum sátum við uppi meb þetta vandamál og sjómannasamtökin voru ekki alveg einhuga í afstöðu sinni til þessa máls en vildu helst krefjast þess að allur afli færi á markab. Við höfðum kynnt okkur nokkuð afstöbu sjómanna og ég tel að ekki hafi verið meirihluti meöal þeirra til þessa. Málið er ekki eins einfalt og það virðist við fyrstu sýn." Myndu versla við sjálfa sig „Víða úti á landi eru engir fiskkaupendur nema þeir sem jafnframt eru í útgerð og þeir myndu þá einfaldlega versla vib sjálfa sig í það minnsta fyrst í stað. Ég er sannfærður um að ef slíkri breytingu yrði komiö á myndi hún leiða til þess að fiskverð myndi fyrst í stað lækka í stað þess að hækka eins og margir 26 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.