Ægir - 01.01.1996, Síða 33
þar sem krafist er tækniþekkingar og
alhliða fagmenntunar. Þeir sem ekki
vinna á sjó eru víða á verkstæðum,
frystihúsum, í virkjunum, hjá vélasöl-
um og allskyns umboðsmönnum fyrir
tæki og vélar og fjöldi þeirra starfar hjá
olíufélögunum. Við þurfum að kynna
betur hlutverk vélstjóra og vélfræðinga
og starfsvettvang þeirra."
Varla við hæfi nema sterkra
kvenna
Nú skiptast félagar í Vélstjóra-
félaginu þannig að 933 starfa á fiski-
skipum, 168 á farskipum þar sem mest
fækkun hefur orðið á undanförnum
árum og 530 vélstjórar eru við önnur
störf í landi. En hvernig er kynskipting
innan stéttarinnar? Er þetta alfarið
karlastarf?
„Það munu þrjár konur hafa lokið
námi úr Vélskólanum en í dag er ein
kona í Vélstjórafélaginu. Það er Rann-
veig Rist starfsmaður ÍSAL."
Er þetta ekki kvennastarf að þinu
mati?
„Mörg störf sem vélstjórar og vél-
fræðingar gegna eru auðvitað ekkert
síður fyrir konur en karla en að vinna
sem vélstjóri á fiskiskipi og sinna öllum
þeim verkum sem krafist er þar held ég
að sé varla við hæfi nema þá sterkra
kvenna."
Réði sig á kvenfélagsballi
Helgi er að sjálfsögðu sjálfur mennt-
aður vélstjóri og lauk minna mótor-
námskeiði á ísafirði 1962 og 4. stigs
prófi frá Vélskólanum 1970 og sveins-
prófi og vélfræðiprófi 1973. Um svipað
leyti lauk sjómennskuferli sem hófst
þegar hann réðist sem kokkur á bátinn
Vörð frá Grenivík.
„Ég hitti skipstjórann á kvenfélags-
balli og réði mig sem kokk á staðnum.
Daginn eftir var ekki laust við að ég sæi
eftir því en lét slag standa þó ég væri
hrikalega sjóveikur en sjóveikin fylgdi
mér ávallt nokkuð."
Heigi stundaði sjó um árabil, sem
kokkur fyrstu þrjú árin en síðar vélstjóri
á bátum sem Gjögur á Grenivík gerði út
og hétu Vöröur, Áskeli og Oddgeir.
Seinast var hann á loðnuskipinu Hákoni.
Af sjónum lá leiðin til tæknideildar
Fiskifélags íslands en þar starfaði Helgi
frá 1975 til 1983.
„Það var mjög lærdómsríkur tími
og í mínum augum er tæknideild
Fiskifélagsins hreinasti fjársjóður.
Þegar ég var aö vinna þarna var m.a.
verið að mæla olíueyðslu fiskiskipa.
Þessar mælingar leiddu til þess að
olíueyðslumælar eru nú í vel flestum
fiskiskipum en á grundvelli upp-
lýsinga frá þeim á að vera hægt að
draga verulega úr brennsluolíu-
notkun skipanna, fyrst og fremst á
siglingu.
Það er illt til þess að vita hvernig
starfsemi deildarinnar hefur verið skert
vegna lækkandi framlaga hins opinbera
en þarna eru unnin stórmerk vísinda-
störf sem eru þjóðfélaginu öllu til
mikilla hagsbóta. Þessi rannsóknarstörf
eru ómetanleg og ég er ekki viss um aö
menn viti hvað mikil verðmæti leynast
hjá deildinni en hún er eini vísirinn að
rannsóknastofnun fyrir útgerðin. Ráða-
menn sýna þessari starfsemi því miður
lítinn skilning." □
Núfer
hver að verða
síðastur!
•ÓMalaus" ®viminni
H,""*«onarse.dis * °S
a._- .., st °anast
fynr jol. TryggiQ ykk .
siðustu G,tt
~-J^!^ökunUmi
ÆGIR 33