Ægir

Volume

Ægir - 01.07.1996, Page 10

Ægir - 01.07.1996, Page 10
VIÐ NANARI ATHUGUN Mikil endurnýjun í fiskmjölsverksmiðjum Mikil endurnýjun hefur að undanförnu átt sér stað í íslenskum fiskmjölsverksmiðj- um og auk þess hafa tvær nýjar verksmiðjur, á Fáskrúðsfirði og í Helguvík, tekið til starfa. I farvatninu er stækkun á verksmiðju Faxamjöls í Reykjavík og verksmiðja Har- aldar Böðvarssonar hf. á Akranesi verður endurnýjuð og stækkuð. A báðum þessum stöðum verður beitt loftþurrkun til þess að framleiða fiskmjöl í hæsta gæðaflokki en fimm aðrar verksmiðjur ráða við slíka framleiðslu nú þegar. Það eru verksmiðjurnar í Krossanesi, SR á Seyðisfirði, Fiskmjöl og Lýsi í Grindavík, Hraðfrystihús Eskifjarðar á Eskifirði og Síldarvinnslan í Neskaupstað. Loftþurrkun er forsenda þess að fram- leiða mjöl af svokölluðum LT-gæðum sem er þurrkað við lægra hitastig en kleift er við hefðbundna eld- eða gufuþurrkun. Þessi endurnýjun var að flestra mati löngu tímabær því til skamms tíma voru margar verksmiðjanna að stofni til lítið breyttar frá síldarárunum. Þessi þróun helst og í hendur við þá endurnýjun sem nú er í gangi í loðnu- flotanum og mikið hefur verið um- rædd. Segja má að verksmiðjurnar hafi þrýst á þá breytingu sem þar er í gangi því það kemur fyrir lítið að hafa tök á að framleiða hágæðamjöl ef hráefnið sem kemur að landi er ekki fyrsta flokks. Þess vegna er sú kælitankavæðing, sem nú fer fram í íslenska nótaflotanum, bein afleiðing af tækniframförum í verksmiðjunum. Þegar þetta er ritað er sumarvertíð á loðnu farin af stað með fljúgandi starti þar sem allur flotinn fyllti sig á fyrsta sólarhring. Þarna er enn ein forsendan fyrir aukinni endurnýjun í nótaflotanum og verksmiðjunum. Fyrir tiltölulega fáum árum voru nóta- veiðar árstíðabundið verkefni sem bátar sinntu um takmarkaðan tíma. Sumarloðnu- veiðar úr loðnustofninum, sem er mjög sterkur um þessar mundir, eru einn þáttur, haustveiðar á síld annar, vetrarloðnuveiðar sá þriðji og vorveiði úr norsk-íslenska síld- arstofninum sá fjórði. Við þetta má svo bæta vangaveltum um kolmunnaveiðar og til- raunaveiðar Jóns Sigurðssonar GK á laxsíld suður á Reykjaneshrygg sem að vísu gengu ekki vel í þetta sinn. Allt ber þetta að sama brunni. Nótaveiðar eru orðnar heilsársverkefni fyrir vel búin skip og allt bendir til þess að verksmiðjur með gott geymslurými geti nú starfað margfalt lengri tíma af árinu en áður þótti raunhæft. Faxamjöl í Reykjavík er ein þeirra verksmiðja sem hyggja á stækkun. ÖFramherji hf., sem er útgerð- arfélag í eigu Samherja á Ak- ureyri og færeyskra samstarfsaðila, leitar verðtilboða í smíði stórs og öfl- ugs fjölveiðiskips. Skipið er hannað af Skipatækni og skal vera 73 metra langt og 14.5 metra breitt með 6.000 hestafla vél. Það á að geta veitt í flottroll, botntroll og nót og burðar- geta þess verður 2.400 tonn af ókældu hráefni til bræðslu. OVélasalan hf. kaupir 40% eignarhlut í þeim hluta Nauta-skipasmíðastöðvarinnar í Póllandi sem annast endurbygg- ingar og nýsmíði skipa. Þetta ger- ist í tengslum við endurskipulagn- ingu stöðvarinnar í kjölfar einka- væðingar. Á fjórða tug íslenskra fiskiskipa hefur verðið breytt í Nauta-stöðinni á undanförnum árum og fimm nótaskip fara þang- að í breytingar í haust. Vélasalan hf. hefur um árabil verið umboðs- aðili Nauta hér á landi. DÁkveðið að breyta Bergi VE fyrir 150 milljónir í Nauta- skipasmíðastöðinni í Póllandi. Breyt- ingarnar verða áþekkar þeim sem gerðar eru á Erni KE. Skipt verður um framskipið svo allt fyrir framan brú verður nýtt. ESæborg GK frá Grindavík ferst 165 sjómílur norðaustur af Norðfjarðarhorni á heimleið af síldveiðum með um 60 tonna farm. Skipið sökk mjög skyndilega en áhöfnin komst öll í báta og var bjargað um borð í Jónu Edvalds SF. Nótaskipið Jón Sigurðsson GK fer á tilraunaveiðar á laxsíld á Reykjaneshrygg. Flottroll er notað við veiðarnar og ef vel gengur er búist við að Antares VE fari einnig til slíkra veiða. Laxsíld- in er smár fiskur sem talin er henta vel til bræðslu en jafnframt er talið að mikið magn af henni sé innan og utan íslenskrar lögsögu. Ekki er vitað til þess að íslenskt skip hafi áður reynt veiðar á laxsíld. 1 0 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.