Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1996, Síða 11

Ægir - 01.07.1996, Síða 11
Fiskkaup norðlenskra fiskverk- enda í Norður-Noregi vekja úlfúð í Noregi og norsk blöð fullyrða að lúsarlaun í íslenskum fiskiðnaði geri þetta kleift. Allt útlit er fyrir að framhald verði á þessum kaupum. íslensk skip hætta karfaveið- um á Reykjaneshrygg enda 145 þúsund tonna kvóti íslendinga fullveiddur. Margir verða til að gagn- rýna áframhaldandi veiðar erlendra skipa á svæðinu sem sagt er að hirði lítt um veiðieftirlit og alþjóðlegar samþykktir. Guðbjörg ÍS er toppnum í togaraskýrslu LÍÚ fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins. Aflaverðmæti Guðbjargarinnar var 205,2 milljónir á þessum tíma. Aflinn var alls 1.115 tonn, aðallega rækja. Með þessu má segja að Guðbjörgin endurheimti forystusætið eftir stutt hlé en þess ber þó að geta að Samherji á Akur- eyri hefur hætt að gefa upp aflaverð- mæti skipa sinna á einstökum tíma- bilum ársins. Fagranesið strandar við Æðey á ísafjarðardjúpi með 235 manns innanborðs. Engin slasaðist eða varð meint af en skip- ið skemmdist nokkuð á botn- stykki. Farþegafjöldi var nokkuð fram yfir skráðan leyfilegan fjölda en björgunarbúnaður var um borð fyrir alla. Þróunarsjóður ákveður að selja Vopnafjarðarhreppi 33% hlut sjóðsins í útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækinu Tanga á Vopna- firði. Þessi sala tengist fyrirhugaðri sölu Tangamanna á 20-30% hlut í fyrirtækinu til Útgerðarfélags Akur- eyringa sem hyggst með þessu styrkja stöðu sína. Mýrafell ÍS sekkur í mynni Dýrafjarðar þar sem skipið var við togveiðar. Fjögurra manna áhöfn auk skipstjóra bjargast naum- lega, þegar skipinu hvolfir mjög snögglega, og lenda þeir allir undir því. HVERNIG ER VEÐRIÐ? Veðrið hefur lengi verið íslenskum sjómönnum hugleikið og hvar sem tveir sjó- menn hittast ber veðrið óhjákvæmilega á góma. Af því leiðir að margir hafa vald á fjölbreyttu og margslungnu orðfæri um veðurfar og veðrabrigði. Svo hefur verið um aldirog gaman að skyggnast í höfuðritið íslenska sjávarhætti um þetta efni. Nú verða rakin nokkur lýsingarorð um veður á sjó samkvæmt bókinni góðu og byrjað á orðum um logn og stillur og talið þaðan með auknum vindstyrk: Dúnalogn, guðsbarnaveður, koppalogn, rjómalogn, svartalogn. Gráði, gráðablær, sláttur, amrandi, slampandi, slompandahægð, dólpungsveður. Fúðviðrisgjúga, vindgjúga, kisuvindur, gúlpgarri, goltringur, gjóla, brunagjóla, skerp- ingsgjóla, sperrugjóla, tíkargjóla, þungagjóla, keltringur, eljari. Kaldi, hafkaldi, gjóður, kylja, frassi, sperra, sperringur, útgjóstsvindsperringur. Drifavindur, þaulvindur, þráslagavindur, skorpuvindur, belgingur, þræsingur. Bræla, geljandi, gerra, hrjóstrungur, renningur, strekkingur, þéttingsvindur. Drifhvasst, drifrok, steytingsdrif, slarkveður, rysjuveður, garri. Rokstormur, vindsveljandi, skafningsrok, sallarok, kæfurok, rokveður, strókarok, bál, bálveður, stólpaveður, stórgarður. Bæjarpósturinn á Dalvík birti á dögunum afar skemmtilegan lista yfir veðurheiti af ýmsu tagi sem sýnist að ýmsu leyti nútímalegri og birtum við hann hér í heild sinni. Hlandsperringur-Kýrhausarok-Bláfjallablástur-Rauðmagarenningur-Fræsingur-Grá- sleppuglamrandi-Gjóludjöfull-Bræla-Mannskaðamoldviðri-Farfuglafárviðri-Fjallaþeyr- Flugdrekafárviðri-Sumarmálagarður-Hrafnahret-Graðhestagola-Páskagarður-Páska- hret-Hundslappadrífa-Fardagaflanið-Hnúkaþeyr-Kónsbænadagshret-Manndrápsveð- ur-Koppalogn-Kirkjurokið(mikla)-Kaupfélagshret-Maríuveður-Rekkjabælingarrosti. Heimildir: íslenskir sjávarhættir eftir Lúðvík Kristjánsson. Bæjarpósturínn á Dalvik í maí 1996. ORÐ í HITA LEIKSINS „Hægt er að skrifa heila doktorsritgerð um skapferli fólks úti á sjó en þar lærir mað- ur svo sannarlega að umgangast fólk." Jónína Snorradóttir nýstúdent segir Fréttum í Vestmannaeyjum frá reynslu sinni úr Smugunni. „Kollan og Júlíus eru eins og árabátar við hliðina á þessum ósköpum." Kristján Ásgeirsson útgerðarstjóri á Húsavík lýsir stærsta gámaskipi heims fyrir lesendum Víkurbtaðsins. „Það eru forréttindi að fá að vera trillukarl." Unnsteinn Guðmundsson trillukarl á Höfn í viðtali við Eystrahorn. „Maður reynir að nota stærstu og grófustu nálarnar og tvinna sem finnast, Það er engin miskunn með það." Friðþjófur Jónsson stýrimaður á Sigurbjörgu ÓFlýsir læknisstörfum skipstjórnarmanna fyrir Múla. „Þetta mál er tóm vitleysa. Þorsteinn Pálsson skýtur alltaf í löppina á sér ef hann tekur sjálfstæðar ákvarðanir." Aðalsteinn Jónsson útgerðarmaður á Eskifirði lýs- ir skoðun sinni á smábátafrumvarpinu í viðtali við Utveg. ÆGIR 1 1

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.