Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1996, Blaðsíða 11

Ægir - 01.07.1996, Blaðsíða 11
Fiskkaup norðlenskra fiskverk- enda í Norður-Noregi vekja úlfúð í Noregi og norsk blöð fullyrða að lúsarlaun í íslenskum fiskiðnaði geri þetta kleift. Allt útlit er fyrir að framhald verði á þessum kaupum. íslensk skip hætta karfaveið- um á Reykjaneshrygg enda 145 þúsund tonna kvóti íslendinga fullveiddur. Margir verða til að gagn- rýna áframhaldandi veiðar erlendra skipa á svæðinu sem sagt er að hirði lítt um veiðieftirlit og alþjóðlegar samþykktir. Guðbjörg ÍS er toppnum í togaraskýrslu LÍÚ fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins. Aflaverðmæti Guðbjargarinnar var 205,2 milljónir á þessum tíma. Aflinn var alls 1.115 tonn, aðallega rækja. Með þessu má segja að Guðbjörgin endurheimti forystusætið eftir stutt hlé en þess ber þó að geta að Samherji á Akur- eyri hefur hætt að gefa upp aflaverð- mæti skipa sinna á einstökum tíma- bilum ársins. Fagranesið strandar við Æðey á ísafjarðardjúpi með 235 manns innanborðs. Engin slasaðist eða varð meint af en skip- ið skemmdist nokkuð á botn- stykki. Farþegafjöldi var nokkuð fram yfir skráðan leyfilegan fjölda en björgunarbúnaður var um borð fyrir alla. Þróunarsjóður ákveður að selja Vopnafjarðarhreppi 33% hlut sjóðsins í útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækinu Tanga á Vopna- firði. Þessi sala tengist fyrirhugaðri sölu Tangamanna á 20-30% hlut í fyrirtækinu til Útgerðarfélags Akur- eyringa sem hyggst með þessu styrkja stöðu sína. Mýrafell ÍS sekkur í mynni Dýrafjarðar þar sem skipið var við togveiðar. Fjögurra manna áhöfn auk skipstjóra bjargast naum- lega, þegar skipinu hvolfir mjög snögglega, og lenda þeir allir undir því. HVERNIG ER VEÐRIÐ? Veðrið hefur lengi verið íslenskum sjómönnum hugleikið og hvar sem tveir sjó- menn hittast ber veðrið óhjákvæmilega á góma. Af því leiðir að margir hafa vald á fjölbreyttu og margslungnu orðfæri um veðurfar og veðrabrigði. Svo hefur verið um aldirog gaman að skyggnast í höfuðritið íslenska sjávarhætti um þetta efni. Nú verða rakin nokkur lýsingarorð um veður á sjó samkvæmt bókinni góðu og byrjað á orðum um logn og stillur og talið þaðan með auknum vindstyrk: Dúnalogn, guðsbarnaveður, koppalogn, rjómalogn, svartalogn. Gráði, gráðablær, sláttur, amrandi, slampandi, slompandahægð, dólpungsveður. Fúðviðrisgjúga, vindgjúga, kisuvindur, gúlpgarri, goltringur, gjóla, brunagjóla, skerp- ingsgjóla, sperrugjóla, tíkargjóla, þungagjóla, keltringur, eljari. Kaldi, hafkaldi, gjóður, kylja, frassi, sperra, sperringur, útgjóstsvindsperringur. Drifavindur, þaulvindur, þráslagavindur, skorpuvindur, belgingur, þræsingur. Bræla, geljandi, gerra, hrjóstrungur, renningur, strekkingur, þéttingsvindur. Drifhvasst, drifrok, steytingsdrif, slarkveður, rysjuveður, garri. Rokstormur, vindsveljandi, skafningsrok, sallarok, kæfurok, rokveður, strókarok, bál, bálveður, stólpaveður, stórgarður. Bæjarpósturinn á Dalvík birti á dögunum afar skemmtilegan lista yfir veðurheiti af ýmsu tagi sem sýnist að ýmsu leyti nútímalegri og birtum við hann hér í heild sinni. Hlandsperringur-Kýrhausarok-Bláfjallablástur-Rauðmagarenningur-Fræsingur-Grá- sleppuglamrandi-Gjóludjöfull-Bræla-Mannskaðamoldviðri-Farfuglafárviðri-Fjallaþeyr- Flugdrekafárviðri-Sumarmálagarður-Hrafnahret-Graðhestagola-Páskagarður-Páska- hret-Hundslappadrífa-Fardagaflanið-Hnúkaþeyr-Kónsbænadagshret-Manndrápsveð- ur-Koppalogn-Kirkjurokið(mikla)-Kaupfélagshret-Maríuveður-Rekkjabælingarrosti. Heimildir: íslenskir sjávarhættir eftir Lúðvík Kristjánsson. Bæjarpósturínn á Dalvik í maí 1996. ORÐ í HITA LEIKSINS „Hægt er að skrifa heila doktorsritgerð um skapferli fólks úti á sjó en þar lærir mað- ur svo sannarlega að umgangast fólk." Jónína Snorradóttir nýstúdent segir Fréttum í Vestmannaeyjum frá reynslu sinni úr Smugunni. „Kollan og Júlíus eru eins og árabátar við hliðina á þessum ósköpum." Kristján Ásgeirsson útgerðarstjóri á Húsavík lýsir stærsta gámaskipi heims fyrir lesendum Víkurbtaðsins. „Það eru forréttindi að fá að vera trillukarl." Unnsteinn Guðmundsson trillukarl á Höfn í viðtali við Eystrahorn. „Maður reynir að nota stærstu og grófustu nálarnar og tvinna sem finnast, Það er engin miskunn með það." Friðþjófur Jónsson stýrimaður á Sigurbjörgu ÓFlýsir læknisstörfum skipstjórnarmanna fyrir Múla. „Þetta mál er tóm vitleysa. Þorsteinn Pálsson skýtur alltaf í löppina á sér ef hann tekur sjálfstæðar ákvarðanir." Aðalsteinn Jónsson útgerðarmaður á Eskifirði lýs- ir skoðun sinni á smábátafrumvarpinu í viðtali við Utveg. ÆGIR 1 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.