Ægir

Volume

Ægir - 01.07.1996, Page 14

Ægir - 01.07.1996, Page 14
Ekkert eins spennandi og nótaveiðar Guðlaugur Jónsson skipstjóri á Elliða Guðlaugur Jónsson fór 10 ára gamall að vinna á síld- arplani ísbjarnarins austur á Seyðisfirði og 15 ára gamall var hann orðinn háseti á síldarbátnum Ás- berg. Hann velktist aldrei í vafa um hvaða lífsstarf hann vildi stunda. Guðlaugur er í dag skipstjóri á Elliða GK 445 sem er í hópi nýtískulegri nótaskipa flotans með kælitönkum og flottrollsbúnaði og er gerður út af Miðnesi í Sandgerði. Guðlaugur var lengi með Jón Finnsson GK og margir tengja hann því skipi og Keflvíkingi. Guðlaugur spjallaði við blaðamann Ægis um borð í Elliða í Sandgerðishöfn þremur dögum áður en haldið skyldi til móts við norsk-íslenska síldarstofninn austur í Síldarsmuguna svokölluðu. Skipið var allt á rúi og stúi og fátt sýnd- ist sjóklárt en Guðlaugur sagði stefnt að brottför á sunnudagskvöld og það mætti ekki dragast því ekki mætti láta úr höfn á nýju skipi á mánudegi. Því lá beint við að spyrja hvort hann væri hjátrúarfullur. 1 4 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.