Ægir - 01.07.1996, Qupperneq 19
yfirburði stærri skipin hafa en Jón var
mjög öflugt skip.
Við höfum ekki enn siglt Elliða
fulllestuðum en á heimleiðinni dældum
við sjó í alla tankana til að sjá hvernig
hann lægi og vorum mjög ánægðir."
Lítið atvinnuleysi
í áhöfn Elliða eru 14 menn. Er eftir-
sótt að komast um borð í loðnuskip?
„Það er alltaf mjög eftirsótt og mikið
spurt. Við erum ekki með kerfi um frí
með reglulegu millibili. Ef menn vilja
vera um borð alla vertíðina, þá er það
þeirra mál. Við eigum fjóra frídaga í
mánuði hið minnsta."
Er atvinnuleysi meðal skipstjórnar-
manna?
„Við verðum ekki varir við það í fé-
lögunum. Menn ráða sig frekar sem há-
seta. Það er þó algengara á togumm en
nótabátum held ég að margir á dekkinu
séu með full réttindi."
Guðlaugur er formaður Skipstjóra- og
stýrimannafélagsins Öldunnar í Reykja-
vík og hefur verið í þrjú ár. Hvert er
hans álit á þeirri þróun sem orðið hefur
innan Farmanna- og fiskimannasam-
bandsins með því að vélstjórar sögðu
sig úr sambandinu?
„Félögin eiga að vera færri og stærri.
Samstaða stórra félaga er öflugra vopn
en mörg smærri. Ef grundvöllur er fyrir
sameiningu á ný ætti að stefna að
henni. Það verður engum einum kennt
„Okkur finnst verðið
auðvitað alltaf of lágt.
Við viljum helst sjá
tengingu við
heimsmarkaðsverð, að
minnsta kosti einhverja
markaðstengingu hér
innan lands."
um hvernig fór. Stjórnir beggja félag-
anna tóku rangt á málum og því fór
sem fór."
Versta reynslan
Kannski má segja að fall sé fararheill
því 1978 kviknaði í Dagfara út af Pat-
reksfirði. Áhöfnin yfirgaf skipið og var
bjargað um borð í Runólf SH en Dagfari
var síðan dreginn logandi inn á Patreks-
fjörð þar sem var slökkt í honum. Skipið
var mjög bmnnið en það var síðan end-
urbyggt og bætt og Guðlaugur var síð-
an skipstjóri á Dagfara til 1984 og þetta
er í eina skiptið sem skipi undir hans
stjórn hefur hlekkst á.
„Þetta var versta reynsla sem ég hef
upplifað til sjós og eldur er martröð
margra sjómanna. Mér finnst ég, að
þessu frátöldu, hafa verið heppinn."
Næsta skip var Jón Finnsson eldri
sem margir muna eftir og var seldur til
Chile. Guðlaugur stýrði honum og
einnig Jóni Finnssyni yngri sem kom í
stað hins. í millitíðinni leysti hann af á
ýmsum skipum og segir það hafa verið
mjög skemmtilega reynslu.
„Mér fannst afar skemmtilegt að
kynnast sjómönnum frá ýmsum stöð-
um og viðhorfum þeirra. Ég var með
Þórshamar GK um tíma og svo ísleif VE
og kunni afar vel við þá hressu Vest-
manneyinga sem þar voru um borð."
Ekkert eins spennandi og nóta-
veiðin
1987 kom nýr Jón Finnsson (nú
Hersir ÁR) og Guðlaugur stýrði honum
á loðnu og rækju þar til hann tók við
Keflvíkingi fyrir þremur árum. Þannig
hefur hann reynslu af mörgum skipum
og margskonar veiðiskap en segist alltaf
hafa mest gaman af nótaveiði.
„Það er ekkert eins spennandi og
nótaveiðin. Henni fylgir ákveðin spenna
sem maður sækir alltaf í aftur og aftur."
En hvert er leyndarmálið á bakvið að
vera góður og aflasæll skipstjóri. Eru
þetta yfirnáttúrlegir hæfileikar?
„Maður þarf að kunna vel á tækin
sem maður hefur í höndunum. Góð
áhöfn, sem er tilbúin að taka á með
ÚTGERÐARMENIM • SJÓMENN
AÐSTANDENDUR SJÓMANNA
Nýtið ykkur þjónustu strandarstöðvanna.
Hringið og pantið samtal um eftirtaldar stöðvar:
Reykjavík Radíó (Gufunes) Sími: 551 1030/551 6030 skip Auk símtalaafgreiðslu hlusta strandarstöðvarnar ó
Sími: 567 2062 bifreiðar kall- og neyðartíðnum skipa og bifreiða, rós ló,
ísafjöröur Radíó Simi: 456 3065 2182 KHz og 2790 KHz, allan sólarhringinn, alla
Siglufjörður Radió Simi: 467 1108 daga órsins og annast fjarskipti við leit og björgun.
Nes Radíó Sími: 477 1200
Hornafjörður Radíó Sími: 478 1212 SJÓMENN! MUNIB
Vestmannaeyjar Radíó Sími: 481 1021 1 TILKYNNINGASKYLDUNA
ÆGIR 19