Ægir

Volume

Ægir - 01.07.1996, Page 20

Ægir - 01.07.1996, Page 20
Háfamál á Stokkseyri Vildum gjarnan meira, segja Fiskeyrarmenn Austur á Stokkseyri búa menn sem hafa mikinn áhuga á „háfamálum". Samt eru þeir ekki skáld heidur fiskverkendur og þeir einu á íslandi sem hafa keypt og verkað þennan fáséna fisk. Þetta eru þeir Þórður Guðmundsson og Stefán Muggur Jónsson sem saman reka fisk- vinnsluhúsið Fiskeyri á Stokkseyri og verka börð af tindabykkju og háf sér til framfæris. Þegar best lætur vinna 20 manns hjá Fiskeyri en það brautryðjendastarf sem þarna hefur verið og er unnið hefur stund- um verið erfitt og skilningur stjórnvalda oft og á tíðum minni en frum- herjarnir hefðu kosið. Stefán Muggur Gíslason og Þórður Guð- mundsson hafa unnið merkt brautryðjenda- starfvið vinnslu og markaðssetningu á háfi á Stokkseyri. Skilningur stjómvalda og við- urkenning er létt í vasa. „Þetta var stofnað fyrir þremur árum og tildrögin má segja að hafi verið þau að Árnes flutti megnið af starfsemi sinni héðan til Þorlákshafnar. Ekki höfðu allir tök á því að fara og vinna þar svo þetta var spurning um að finna sér eitthvað að gera," sagði Stefán M. Jónsson í samtali við Ægi. Hann og Þórður skipta þannig með sér verkum að Stefán er verkstjóri og annast vinnsluna en Þórður sér um papp- írsvinnu og innkaup á mörkuðum. Atvinnuástand á Stokkseyri hefur gjör- breyst frá því þegar þar var starfrækt frystihús og nokkrir vertíðarbátar voru gerðir þaðan út. Nú er unninn humar í bækistöðvum Árness á staðnum og fryst loðna en þess utan er ekki starfsemi þar. Fiskeyri starfar þegar hráefni gefst en á framboði þess eru miklar sveiflur. Hvar er háfurinn? Lítið eða ekkert er vitað um göngur háfsins og lífsvenjur. Enginn bátur stund- ar beinlínis háfaveiðar eins og er en helst virðist von að hann veiðist grunnt við ár- ósa við suðurströndina seinnihluta sum- ars. Á þeim tíma eru útgerðarmenn viljugri að reyna fyrir sér við veiðarnar enda ef til vill lítið annað að gera vegna kvótaskorts. „Fyrsta sumarið vorum við svolítið í saltfiskvinnslu og frystingu á humar- hausum og fleiru en tókum á móti svolitlu af háf sem við roðdrógum, hausuðum og frystum bökin heil og seld- um til Bretlands. Markaðurinn reyndist ekki vera sá besti því besta verðið fæst fyrir hann ferskan. Fiskurinn þykir síðra hráefni eftir að hann hefur frosið. Sumarið 1994 fórum við að auglýsa af krafti eftir tindabykkju sem fram til þess hafði ekki verið seld af neinu viti. Þetta sama sumar leigðum við bát til að veiða háf en það kom ekki neitt af viti út úr því. Tindabykkjuvinnslan gekk þolan- lega. Það er ágætur markaður fyrir hana. Hún er börðuð og seld fryst og íshúðuð til Frakklands og þar er nægur markaður sem gæti tekið við miklu meira magni." Höfum lagt mikið í að ryðja brautina Það má segja að brautryðjendastarf þeirra Þórðar og Stefáns einskorðist ekki við veiðar og vinnslu því þegar viðtalið fór fram var Þórður nýbúinn að elda háf ofan í hóp gesta á veitingahúsi á Stokks- eyri en hann segir að háfurinn sé herra- mannsmatur. „Við höfum lagt óhemju fé og vinnu í þessi háfamál. Allt það fjármagn sem við höfum lagt í þetta höfum við tekið út úr rekstrinum, af okkar eignum. Svo heyr- um við frá fyrirtækjum sem eru að skila tugmilljóna hagnaði en veigra sér við að leggja í tilraunir af ótta við að tapa á því," segir Stefán. „Við erum komnir með góðan markað sem er tilbúinn fyrir miklu meira en við getum útvegað. Við höfum þróað vinnslubúnaðinn og tjasl- að honum saman úr gömlum flæðilín- um." Háfurinn fer hausaður og roðdreginn en ferskur til Belgíu, sporður og uggar eru seldir til Taiwan og þunnildin eru reykt og seld til Þýskalands og dálítið af þeim hefur verið selt innanlands. Vandi Fiskeyrarmanna felst fyrst og fremst í óstöðugu hráefnisframboði. Aflakaupabankinn mikil stoð „Það er mjög góð nýting á þessum fiski. Það mesta sem við höfum fengið eru 40 tonn á einni viku í haust. Það fór vandræðalaust úr landi. Við höfum verið 20 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.