Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.1996, Side 21

Ægir - 01.07.1996, Side 21
að borga 45 krónur fyrir kílóið og það hefur komið fyrir að menn hafa verið að selja hann slægðan úr landi í gámum og fá gott verð í fyrstu en svo hrapar verðið ef framboðið er of mikið og þá standa þeir eftir með minna en það sem við hefðum borgað þeim. Þá missa menn á- hugann á veiðunum og hætta þeim. Betra væri að stýra þessu jafnt og þétt inn á markaðinn." Um þetta leyti í fyrra var háfavinnsla í gangi hjá Fiskeyri en nú hefur háfurinn brugðist og ekkert komið á land enn. Stefán og Þórður eru samt rólegir og segja að enn sé nægur tími og segjast búa að því að hafa fryst dálitla loðnu í vetur. En hver hefur aðstoð hins opinbera verið við þetta þróunarstarf? „Aðstoðin hefur einkum verið í formi hvatningar og ráðlegginga. Við höfum engan styrk fengið en Hafrannsókna- stofnun hefur veitt okkur ráðgjöf og upp- lýsingar en þar er ekki nægilega mikið vitað um lífshætti háfsins. Aflakaupa- bankinn var okkur mikil stoð. Bankinn keypti háf af bátum meðan hann var og hét og Halldór Þorsteinsson hvatti okkur til dáða." Háfurinn sem er á gmnninu er sérstak- ur stofn en úti á dýpra vatni finnast margar fleiri tegundir háfa og er svartháf- ur þeirra þekktastur en í lifur hans er eft- irsótt efni, squalen sem þykir afar gott til snyrtivöru- og lyfjagerðar. Alls hafa 11 tegundir af gaddháfaætt fundist við ís- land. Skotar, Norðmenn og írar veiða háfinn á línu og ná allt að 100 tonnum á viku. Háfsaflinn í Norður-Atlantshafi hef- ur farið í um 50 þúsund tonn á ári. „Markaðurinn er traustur fyrir þennan venjulega háf en svartháfurinn er neyslu- vara líka. Hann er hinsvegar ólíkur hin- um og því þarf að finna nýjan markað fyrir hann sem við þekkjum ekki. Við höfum prófað að vinna svartháf og þetta sýnist vera ágætur fiskur en við þekkjum ekki markaði fyrir hann." En hvernig myndu Fiskeyrarmenn vilja sjá aðstoð við starf eins og það sem þeir hafa unnið? „Best væri auðvitað ef einhver sæi sér fært að styrkja þróunarstarf af þessu tagi. Við höfum ekki bolmagn til að standa í eigin útgerð og kannski væri skynsamlegt að Hafró væri gert kleift að gera út skip til tilraunaveiða. Bæði gaddaskata og háf- ur eru utankvótategundir og hrein viðbót við afurðir okkar." Væri ekki ráð að fá Hafró til þess að rannsaka háfinn sérstaklega? „Það er ekki gott að segja. Þegar Hafró fer að rannsaka hlutina þá komast þeir alltaf að því að stofninn sé ofveiddur og síðan er settur kvóti á allt saman." □ Enginn bátur stundar beinlínis háfaveiðar eins og er en helst virð- ist von að hann veiðist grunnt við árósa við suðurströndina seinni hluta sumars í/ftKK/MKHKVV VÉLSTJÓRAtt Sem aðilar að alþjóðlegu þjónustuneti TURBONED B/V, bjóðum við varahluti og þjónustu fyrir BROWN BOVERI afgastúrbínur. Eigum á lager eða útvegum fljótt helstu slithluti í flestar gerðir BBC og NAPIER túrbína. Tökum notaðar legur upp í nýjar. Útvegum skiptihluti, s.s. uppgerða rótora o.fl. Allir uppgerðir hlutir eru viðurkenndir af Lloyds. Gerið verðsamanburð! MDvélashf. r“»B 0 °*ieo FISKISLÓÐ 135-B, POSTHOLF 1562, 121 REYKJAVIK SÍMI561 0020, FAX 561 0023 {fpSJÓDÆLUR Með eða án rafmótors eða segulkúplingu Grandagarði 5, 101 Reykjavík, s: 562 2950, fax: 562 3760 ÆGIR 21

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.