Ægir

Volume

Ægir - 01.07.1996, Page 30

Ægir - 01.07.1996, Page 30
 Skólaslit Stýrimannaskólans í Reykjavík Stýrimannaskólanum í Reykjavík var slitið í 105. sinn frá stofnun skólans árið 1891 hinn 24. maí s.l. Á liðnu skólaári luku 94 lögboðnum skipstjórnarprófum til atvinnuréttinda: Skipstjórnarprófi til 30 rúmlesta réttinda luku 33. Skipstjórnarprófi til 1. stigs, sem veitir 200 rúml. réttindi, luku 27. Skip- stjórnarprófi til 2. stigs, ótakm. réttindi f. fiskimenn, luku 25. Skipstjórnarprófi til 3. stigs, farmannaprófi, luku 9. Samtals 94 einstaklingar. Skólaslitin hófust með píanóleik Bimu Helgadóttur, sem lék sinfónísk tilbrigði eftir Róbert Schumann. í upphafi skólaslitaræðu minntist skólameistari Sverris Guðjónssonar stýri- manns, sem lauk skipstjórnarprófi 3. stigs s.l. vor og drukknaði við strendur Namibíu hinn 13. september s.l., Kristins Jónssonar sem útskrifaðist af 1. stigi 1990 og Haralds Eggertssonar, sem lauk 2. stigi 1986, en þeir fórust báðir í snjóflóðinu á Flateyri hinn 26. október s.l.; og fórst Haraldur með allri fjölskyldu sinni. Þá var sérstaklega minnst Ólafs Jóhannsson- ar læknis, sem andaðist s.l. vetur, og Kristjáns Aðalsteinssonar skipstjóra á Gullfossi, sem lést hinn 23. mars s.l. Ólafur kenndi heilsufræði og meðferð slasaðra við Stýrimannaskólann og Vél- skólann í 22 ár, en Kristján Aðalsteinsson var formaður fyrstu skólanefndar Stýri- mannaskólans og færði Bókasafni Sjó- mannaskólans stórgjafir nokkru áður en hann andaðist. 30 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.