Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1996, Síða 31

Ægir - 01.07.1996, Síða 31
Skólameistari gerði síðan grein fyrir starfsemi skólans á liðnu skólaári. í hefðbundnu námi fyrir skipstjórnar- próf 1., 2. og 3. stigs voru þegar flest var 64 nemendur í skólanum. Átta vikna kvöldnámskeið fyrir 30 rúmlesta réttindanám eru haldin á hverju skólaári, vor og haust, og auk þess eitt dagnámskeið í desember, sérstaklega ætlað triliusjómönnum, sem eru þá flest- ir í róðrarbanni. Skv. gildandi reglugerð er skylt að kenna a.m.k. um 130 kennslu- stundir fyrir 30 rúmlesta réttindi. Stýri- mannaskólinn veitti faglega aðstoð við 30 rúmlesta námskeið á Siglufirði, þar sem 17 luku prófinu og við Farskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki, þar sem 8 luku prófi. Aðalkennari á Siglufirði var Sigurður H. Sigurðsson, en á Sauðár- króki Gísli Eymarsson. Frá Framhalds- skóla Vestfjarða luku 6 nemendur skip- stjórnarprófi 1. stigs og tóku þeir sömu próf í siglingafræði, stöðugleika og sigl- ingareglum og nemendur Stýrimanna- skólans og komu til Reykjavíkur á tveggja vikna námskeið í siglinga- og fiskleitar- tækjum ásamt námskeiði í fjarskiptatækj- um í lok febrúar. Aðalkennari í siglinga- fræði vestra var Theódór Theódórsson. Ágætt samstarf var við fyrrnefnda skóla. í samræmi við alþjóðakröfur og samn- inga sem ísland er aðili að hefur skóla- starfið s.l. tvö ár einkennst af umtalsverð- um umsvifum í sambandi við sérstök námskeið fyrir starfandi skipstjórnar- menn, bæði farmenn og fiskimenn, vegna alþjóðlegra skírteina sem krafist er auk skipstjórnarskírteinis. Á skólaárinu voru haldin 10 námskeið í nýja öryggis- og neyðarfjarskiptakerfinu GMDSS, en hvert námskeið tekur níu daga. Samtals lauk 61 þátttakandi próf- um á skólaárinu og fékk alþjóðlegt GMDSS- skírteini en Fjarskiptaeftirlit Rík- isins prófar og gefur skírteinin út. Samtals hafa yfir 200 skipstjórnar- menn lokið GMDSS-námi síðan það hófst við Stýrimannaskólann fyrir 2 árum síðan. Nemendur Stýrimannaskólans sem ljúka skipstjórnarprófi 2. stigs fá að loknu námi og prófi GMDSS- skírteini, en bók- lega og verklega þjálfun fá þeir í vikuleg- um tímum yfir veturinn. Nemendur 1. stigs ljúka prófi fyrir svonefnt Takmarkað skírteini fjarskipta- manns, ROC (Restricted Operators' Certificate ), skv. reglugerð um fjarskipti frá 11. maí 1994. Átta þriggja daga ratsjárnámskeið - ARPA - voru haldin og luku þeim 34 starfandi skipstjórnarmenn. Námskeið í meðferð á hættulegum farmi, svonefnd IMDG-námskeið (IMO Code of Dangerous Goods), eru tvenns konar: Þriggja daga grunnnámskeið og eins dags upprifjunarnámskeið, sem er m.a. haldið vegna hertra krafna banda- rísku strandgæslunnar, sem viðurkennir ekki IMDG-skírteini eldra en tveggja ára. Samtals luku 54 IMDG-námskeiðum. Á skólaárinu fékk Stýrimannaskólinn forrit til notkunar við sérstakar uppflettitöflur sem eru notaðar í sambandi við flutninga á hættulegum varningi með þurrflutn- ingaskipum. Sams konar forrit verða í framtíðinni notuð í skipum Eimskipafé- lag íslands. Nýjar tölvur sem skólinn hef- ur brotist í að kaupa og voru settar upp s.l. haust, komu nú að góðum notum, en tölvurnar eru nettengdar. Stýrimanna- skólinn í Reykjavík getur því veitt skipa- flotanum fullkomna þjónustu og kennslu í notkun tölva um borð í skip- um, hleðslu, stöðugleikaútreikningum og fleiru. Skólameistari gat þess að mikið átak hefði verið að ná þessum tækjum til skól- ans og væri ekki vansalaust við hvern skilning Stýrimannaskólinn og skólar sjávarútvegsins mega búa af hálfu fjár- veitingavaldsins. Nemendur 1. stigs fóru í æfingasigl- ingu með björgunarskipi Slysavarnafé- lags íslands, Henry A. Hálfdánssyni, en togaraskipstjórarnir Guðmundur Jóns- son og Páll Breiðfjörð Eyjólfsson kenndu nemendum 2. stigs í fiskveiði- samlíki (hermi) Stýrimannaskólans. Nemendur 3. stigs fóru í páskafríinu í 14 daga siglingu með m/s Dettifossi til meginlands Evrópu og Norðurlandanna en farmannadeildin hefur farið þannig ferðir á undanförnum árum og notið þar velvilja skipafélaganna. Sú þjálfun og æfing sem nemendur fá með siglingunni í lok námstímans er mjög mikilvæg og flutti skólameistari Eimskipafélaginu sérstakar þakkir, en ferðin er skólanum alveg að kostnaðar- lausu. Einnig var skiparekstrarstjóra og starfsfólki Eimskipafélags íslands þakkað fyrir ágætt og gefandi samstarf í sam- bandi við endurmenntunarnámskeið Stýrimannaskólans. Hæstu einkunnir við skipstjórnarpróf- in hlutu: Á skipstjómarprófi 1. stigs: Þór- hallur Óskarsson Keflavík 9,37 - ágætiseinkunn, Sigurbjörn Þorgeirsson Reykjavík 8,89 -1. einkunn, Einar Ólafur Ágústsson Reykjavík 8,74 - 1. einkunn. Á skipstjórnarprófi 2. stig: Magnús Rafn Magnússon Hafnarfirði 8,84 - 1. eink- unn. Ólafur Ægisson Ólafsfirði 8,44 - 1. einkunn, Einar Valur Einarsson Vogum 8,31 - 1. einkunn. Á skipstjórnarprófi 3. stigs: Heiðar Guðjónsson Kópavogi 8,43 - 1. einkunn. Friðrik Höskuldsson Tálknafirði 7,48 - 1. einkunn. Að venju voru veitt mörg glæsileg 50 ára prófsveinar, farmenn og fiskimenn ásamt skólameistara Stýrimannaskólans. Fyrir fram- an hópinn er lágmynd á bas- alti með mynd af Sjómanna- skólanum sem var vígður 13. október 1946, en þetta voru fyrstu nemendurnir sem út- skrifuðust frá nýja skóla- húsinu. ÆGIR 31

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.