Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.07.1996, Qupperneq 31

Ægir - 01.07.1996, Qupperneq 31
Skólameistari gerði síðan grein fyrir starfsemi skólans á liðnu skólaári. í hefðbundnu námi fyrir skipstjórnar- próf 1., 2. og 3. stigs voru þegar flest var 64 nemendur í skólanum. Átta vikna kvöldnámskeið fyrir 30 rúmlesta réttindanám eru haldin á hverju skólaári, vor og haust, og auk þess eitt dagnámskeið í desember, sérstaklega ætlað triliusjómönnum, sem eru þá flest- ir í róðrarbanni. Skv. gildandi reglugerð er skylt að kenna a.m.k. um 130 kennslu- stundir fyrir 30 rúmlesta réttindi. Stýri- mannaskólinn veitti faglega aðstoð við 30 rúmlesta námskeið á Siglufirði, þar sem 17 luku prófinu og við Farskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki, þar sem 8 luku prófi. Aðalkennari á Siglufirði var Sigurður H. Sigurðsson, en á Sauðár- króki Gísli Eymarsson. Frá Framhalds- skóla Vestfjarða luku 6 nemendur skip- stjórnarprófi 1. stigs og tóku þeir sömu próf í siglingafræði, stöðugleika og sigl- ingareglum og nemendur Stýrimanna- skólans og komu til Reykjavíkur á tveggja vikna námskeið í siglinga- og fiskleitar- tækjum ásamt námskeiði í fjarskiptatækj- um í lok febrúar. Aðalkennari í siglinga- fræði vestra var Theódór Theódórsson. Ágætt samstarf var við fyrrnefnda skóla. í samræmi við alþjóðakröfur og samn- inga sem ísland er aðili að hefur skóla- starfið s.l. tvö ár einkennst af umtalsverð- um umsvifum í sambandi við sérstök námskeið fyrir starfandi skipstjórnar- menn, bæði farmenn og fiskimenn, vegna alþjóðlegra skírteina sem krafist er auk skipstjórnarskírteinis. Á skólaárinu voru haldin 10 námskeið í nýja öryggis- og neyðarfjarskiptakerfinu GMDSS, en hvert námskeið tekur níu daga. Samtals lauk 61 þátttakandi próf- um á skólaárinu og fékk alþjóðlegt GMDSS- skírteini en Fjarskiptaeftirlit Rík- isins prófar og gefur skírteinin út. Samtals hafa yfir 200 skipstjórnar- menn lokið GMDSS-námi síðan það hófst við Stýrimannaskólann fyrir 2 árum síðan. Nemendur Stýrimannaskólans sem ljúka skipstjórnarprófi 2. stigs fá að loknu námi og prófi GMDSS- skírteini, en bók- lega og verklega þjálfun fá þeir í vikuleg- um tímum yfir veturinn. Nemendur 1. stigs ljúka prófi fyrir svonefnt Takmarkað skírteini fjarskipta- manns, ROC (Restricted Operators' Certificate ), skv. reglugerð um fjarskipti frá 11. maí 1994. Átta þriggja daga ratsjárnámskeið - ARPA - voru haldin og luku þeim 34 starfandi skipstjórnarmenn. Námskeið í meðferð á hættulegum farmi, svonefnd IMDG-námskeið (IMO Code of Dangerous Goods), eru tvenns konar: Þriggja daga grunnnámskeið og eins dags upprifjunarnámskeið, sem er m.a. haldið vegna hertra krafna banda- rísku strandgæslunnar, sem viðurkennir ekki IMDG-skírteini eldra en tveggja ára. Samtals luku 54 IMDG-námskeiðum. Á skólaárinu fékk Stýrimannaskólinn forrit til notkunar við sérstakar uppflettitöflur sem eru notaðar í sambandi við flutninga á hættulegum varningi með þurrflutn- ingaskipum. Sams konar forrit verða í framtíðinni notuð í skipum Eimskipafé- lag íslands. Nýjar tölvur sem skólinn hef- ur brotist í að kaupa og voru settar upp s.l. haust, komu nú að góðum notum, en tölvurnar eru nettengdar. Stýrimanna- skólinn í Reykjavík getur því veitt skipa- flotanum fullkomna þjónustu og kennslu í notkun tölva um borð í skip- um, hleðslu, stöðugleikaútreikningum og fleiru. Skólameistari gat þess að mikið átak hefði verið að ná þessum tækjum til skól- ans og væri ekki vansalaust við hvern skilning Stýrimannaskólinn og skólar sjávarútvegsins mega búa af hálfu fjár- veitingavaldsins. Nemendur 1. stigs fóru í æfingasigl- ingu með björgunarskipi Slysavarnafé- lags íslands, Henry A. Hálfdánssyni, en togaraskipstjórarnir Guðmundur Jóns- son og Páll Breiðfjörð Eyjólfsson kenndu nemendum 2. stigs í fiskveiði- samlíki (hermi) Stýrimannaskólans. Nemendur 3. stigs fóru í páskafríinu í 14 daga siglingu með m/s Dettifossi til meginlands Evrópu og Norðurlandanna en farmannadeildin hefur farið þannig ferðir á undanförnum árum og notið þar velvilja skipafélaganna. Sú þjálfun og æfing sem nemendur fá með siglingunni í lok námstímans er mjög mikilvæg og flutti skólameistari Eimskipafélaginu sérstakar þakkir, en ferðin er skólanum alveg að kostnaðar- lausu. Einnig var skiparekstrarstjóra og starfsfólki Eimskipafélags íslands þakkað fyrir ágætt og gefandi samstarf í sam- bandi við endurmenntunarnámskeið Stýrimannaskólans. Hæstu einkunnir við skipstjórnarpróf- in hlutu: Á skipstjómarprófi 1. stigs: Þór- hallur Óskarsson Keflavík 9,37 - ágætiseinkunn, Sigurbjörn Þorgeirsson Reykjavík 8,89 -1. einkunn, Einar Ólafur Ágústsson Reykjavík 8,74 - 1. einkunn. Á skipstjórnarprófi 2. stig: Magnús Rafn Magnússon Hafnarfirði 8,84 - 1. eink- unn. Ólafur Ægisson Ólafsfirði 8,44 - 1. einkunn, Einar Valur Einarsson Vogum 8,31 - 1. einkunn. Á skipstjórnarprófi 3. stigs: Heiðar Guðjónsson Kópavogi 8,43 - 1. einkunn. Friðrik Höskuldsson Tálknafirði 7,48 - 1. einkunn. Að venju voru veitt mörg glæsileg 50 ára prófsveinar, farmenn og fiskimenn ásamt skólameistara Stýrimannaskólans. Fyrir fram- an hópinn er lágmynd á bas- alti með mynd af Sjómanna- skólanum sem var vígður 13. október 1946, en þetta voru fyrstu nemendurnir sem út- skrifuðust frá nýja skóla- húsinu. ÆGIR 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.