Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.1996, Side 52

Ægir - 01.07.1996, Side 52
Lögskráð í aldarfjórðung Þór Þorsteinsson tekur breytingum með gleði og jákvæðu hugarfari „Mér hefur fundist óskaplega gaman að enda starfsferilinn á því að fylgjast með og taka þátt í tölvuvæðingunni. Ef maður er jákvæður fyr- ir breytingum þá er dásamlega gaman að taka þátt í þeim,“ segir Þór Þorsteinsson starfsmaður Tollstjóraembættisins sem í aldarfjórðung hefur séð um lögskráningu sjómanna fyrir embættið. Hann lætur af störfum í sumar og fer á eftirlaun. „Ég mætti vera hættur en ákvað að vinna fram á mitt þetta ár svo það væri sól og sumar þegar ég færi í frí." Fyrir 25 árum var Þór kaupmaður í Þórskjöri á Langholtsvegi og hann segir að þar hafi hann selt allt nema matvör- ur en var orðinn þreyttur á kaup- mennskunni og seldi pípulagninga- manni búðina. Sjómennirnir skrifuðu sjálfir undir „Svo hitti ég kunningja minn sem benti mér á þetta starf og hér hef ég ver- ið síðan og líkað alveg afskaplega vel. Þetta-var reyndar allt öðruvísi hér áður. Þá varð hver einstakur sjómaður að skrifa nafnið sitt í skráningarbókina. Við vorum lengst af tveir sem unnum í þessu og og höfðum aðstöðu á jarðhæð- inni. Það var oft glatt á hjalla þegar heil- ar togaraáhafnir mættu á staðinn og voru ekki allir alltaf allsgáðir. Margir þeirra urðu vinir mínir og komu inn til að spjalla þegar þeir áttu leið um og voru í landi. Stundum þurftu þeir að afla sér vottorða um sjóferðir og skrán- ingar vegna réttindamála og þá reyndum við eins og við gátum að hjálpa þeim. í gegnum þetta starf hefur ég því kynnst mjög mörgum sérstaklega skemmtilegum mönnum og miklum fiskimönnum. Ég sakna þess að sjá ekki lengur framan í sjómennina." I lífshættu á klakabrynjuðum skipum Nú er þetta breytt og skipstjóri eða stýrimaður sá eini sem Þór sér í tengsl- um við lögskráninguna og hefur nú fengið nýjar bækistöðvar á efstu hæð í Tollstöðinni. Nú er ekki lengur flett upp í þykkum bókum þegar menn vantar vottorð um sjómennskuferilinn heldur slegið á rétta lykla á tölvunni og hún sækir á augabragði réttar upplýsingar. Þór Þorsteinsson hefur lögskráð á skip í ald- arfjórðung og saknar þess að hitta ekki sjó- mennina fyrir hverja veiðiferð. „En þetta var ekki bara pappírsvinna. Árum saman fórum við í upphafi hvers árs um borð í skipin og skráðum þar. Maður var oft í hálfgerðri lífshættu við að klöngrast yfir klakabrynjuð skip með þykka doðranta undir hendinni. En ég datt aldrei í sjóinn og nú er þessu hætt. Ætli þetta þyki ekki of hættulegt." Samkvæmt lögum má skip ekki fara í veiðiferð nema lögskrá áhöfnina og við þá skráningu þarf að leggja fram haffær- isskírteini, vottorð um starfshæfi yfir- manna og vottorð tryggingafélaga. Sé þessu ekki fylgt eftir er t.d. áhöfnin ekki tryggð ef til óhappa kemur. „Þetta er gert fyrst og fremst með hagsmuni sjómannanna í huga," segir Þór. „Svo má ekki gleyma því að sé báts saknað eða hann týnist þá skiptir auð- vitað gífurlega miklu máli að vita hverj- ir eru um borð svo óyggjandi sé." Sérstök sjóferðabók skal vera til fyrir hvern sjómann og þar skal færast inn hans sjómennskuferill. Þessar skráning- ar geta síðar orðið mikilvægt gagn þurfi sjómaður t.d. að sanna að hann hafi verið á sjó tilskilinn tíma til að njóta líf- eyrisréttinda o. s.frv. „Þetta muna margir ekki fyrr en of seint og það getur verið erfitt að finna gögn sem menn vantar." Þór segir að þegar ákvæði um að sjó- menn fengju lífeyrisréttindi eftir 25 ára starf hafi margir leitað til þeirra. Garðrækt, skíði og jákvætt hugarfar Þór segir að á neðstu hæð Tollstöðv- arinnar sé heilt herbergi af skjölum og skráningarbókum, sem geymdar séu, en mikið af upplýsingum er komið inn í tölvu. Bækurnar fara síðan upp á Þjóð- skjalasafn og eru geymdar fyrir sagn- fræðinga og grúskara komandi kyn- slóða. Þór segist ekki kvíða starfslokunum því áhugamálin eru tímafrek og heilsan góð. „Ég hef gaman af garðrækt og ræktun veitir mér mikia ánægju. Svo fer ég á skíði. Ég hef verið á skíðum frá því ég var krakki og unglingur og byrjaði að renna mér hérna í Öskjuhlíðinni. Ég hef farið áratugum saman til útlanda á skíði, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, og það er dásamlega gaman. Ég kom fyrst til St. Moritz í Sviss 1948 með kunningja mín- um og það var ógleymanlegt ferðalag. Ég hef alltaf tekið breytingum með gleði og jákvæðu hugarfari því þannig nýtur maður lífsins." □ 52 ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.