Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.1996, Side 53

Ægir - 01.07.1996, Side 53
Einfaldar staðreyndir um ÓSÚNLAGID Eftir um það bil áratug af stríösfyrirsögnum og dómsdagsspám um eyðingu ósónlagsins virðist lausn vandans í sjónmáli. Montreal-sátt- málinn, sem skyldar aðildarþjóðir til að draga úr notkun og framleiðslu ósóneyðandi efna, hefur orðið til þess að hámarki eyðingar ósónlag- sins verður náð um næstu aldamót. Árið 2000 ætti ósónlagið af byrja að þykkna á ný og hlífa okkur þá betur fyrir útfjólubláu geislum sól- arinnar. Vísindamenn halda að vandinn muni leysast áður en staðfest verður að skemmdir hafi orðið eða séu að verða á ósónlaginu. Hér kveður við annan tón en í þeim dómsdagsspám sem tíðum heyrðust eftir að vísindamenn upp- götvuðu stórt gat á ósónlaginu yfir Suðurskautslandinu á níunda ára- tugnum. Þessi skoðun nýtur þó vax- andi fylgis meðal vísindamanna hvort sem þeir eru umhverfisvernd- arsinnar eða ekki. „Núverandi staða ósónlagsins og spár um ástandið gefa ekki tilefni til svartsýni," segir Michael Oppen- heimer vísindamaður við Environ- mental Defense Fund. „Ég er hinsvegar hneykslaður á því að ekki skyldi gripið til aðgerða fyrr því ástandið var mjög hættu- legt." Richard Stolarski starfsbróðir Oppenheimers, sem starfar við Goddard geimferðastöð NASA, tek- ur í sama streng og segir: „Ég tel ástandið ekki vera hættu- legt. Vissulega er ástæða til að fara varlega en það er ekki hægt að sýna fram á neinar alvarlegar afleiðingar enn og ekki sýnt að þær eigi eftir að koma fram. Tilraunir til að sýna fram á aukin áhrif útfjólublárrar geislunar vegna skaða á óssónlaginu hafa ekki borið árangur. Ekki er hægt að sýna fram á aukna geislun utan Suðurskauts- landsins þegar gatið á ósónlaginu er opið. Hafi útfjólublá útgeislun aukist er það of lítið til þess að greina megi það frá náttúrlegum sveiflum sem eru bæði miklar og tíðar. Miðað við gefnar forsendur ætti gatið á ósónlaginu yfir Suðurskaut- inu að hætta að opnast og viss merki benda til þess að það sé hætt að stækka. Þegar ástandið verður hvað verst árið 2000 og eyðing ósónlagsins nær hámarki telja vísindamenn að ósónmagnið yfir tempruðum belt- um verði um 6% minna en það ætti að vera yfir sumarmánuðina. Rýrn- un ósónlagsins verður þá tvöföld miðað við ástandið í dag. Hvert pró- sentustig í eyðingu ósóns er talið í útreikningum leiða til 1.3% aukn- ingar útfjólublárrar geislunar þann- ig að hugsanleg aukning slíkrar geislunar fram til aldamóta er 8%. Þetta þýðir að árið 2000 fær íbúi í tempruðu belti meira af útfjólu- blárri geislun, sem svarar til þess að hann hefði flutt sig um 300 kíló- metra í suðurátt. Samanburð vantar Breiddargráður skipta miklu máli því ferð sólargeislanna gegnum gufuhvolfið liggur gegnum misjafn- lega þykkt lag af ósóni. Þegar sólin er beint yfir höfðum okkar fara geislarnir gegnum gufuhvolfið, sem er tiltekin lengd, en þegar sólin er lágt á lofti lýsa þeir skáhallt gegnum andrúmsloftið og getur vernd gufu- hvolfsins orðið fertugföld við slíkar aðstæður. Þetta skýrir hvers vegna útfjólu- blá geislun er minni síðla vetrar þó ósónlagið sé þynnst á þeim árstíma. Þá kemst minna af útfjólubláum geislum gegnum gufuhvolfið en yfir hásumarið þegar ósónlagið er þykk- Það birtir yfir íslensku atvinnulífi, við leggjum okkar af mörkum. HF. KÆLiSMIÐJAN ■FROSTB REYKJAVÍK SÍMI: 551-5200 - AKUREYRI SÍMI: 461-1700 ÆGIR 53

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.