Ægir - 01.07.1996, Page 54
ara. Þetta er vegna lágrar sólarhæð-
ar. Engrar ósóneyðingar hefur orðið
vart við miðbaug þar sem sólin er
hátt á lofti allt árið um kring.
„Ástæða þess að við höfum litla
aukningu séð í útfjólublárri geislun
er sú að góðar mælingar hófust of
seint og því skortir allan saman-
burð," segir Stolarski sem var í hópi
þeirra vísindamanna sem fyrir 20
árum settu fram þá kenningu að til-
tekin efnasambönd, sérstaklega
klórsameindir, gætu eytt ósóni úr
andrúmsloftinu ef efnin kæmust
nógu hátt upp í gufuhvolfið.
Vegna þess að útfjólublá geislun
sveiflast mjög mikið til af náttúrleg-
um aðstæðum er ómögulegt að
greina marktækar breytingar á stutt-
um tíma. Þótt margt bendi tii þess
að ósónlagið hafi minnkað benda
engar marktækar mælingar til aukn-
ingar útfjólublárrar geislunar á
jörðu niðri.
„Sú breyting sem ósónaukningin
ætti að leiða til er minni er minnsta
frávik í mælingum," segir John E.
Frederick lofteðlisfræðingur við
Chicago-háskóla.
„Fólk hefur áhyggjur ef útfjólublá
geislun mælist fáeinum prósentum
hærri en staðreyndin er sú að 20%
aukning þykir ekki tiltökumál og
það eru sveiflur af náttúrlegum
völdurn."
Fredericks segir að væri 20%
aukning útfjólublárra geisla skaðleg
lífi væri ekkert líf sunnan Florida.
Mengunin hjálpar
Stolarski, Frederick og fleiri vís-
indamenn sem rannsaka mengun
andrúmsloftsins staðhæfa að þó til
væru góðar mælingar á útfjólublárri
útgeislun á jörðu niðri mörg ár aftur
í tímann væri ekki víst að nein
aukning kæmi í ljós. Tvennt vinnur
gegn aukinni geislun. Annarsvegar
aukin skýjamyndun sem stafar af
hærri hita á jörðinni vegna gróður-
húsaáhrifa og hinsvegar aukin
mengun í neðri loftlögum af völd-
um mannsins. Þetta tvennt telja
þeir geti vegið upp hugsanlegar
skemmdir á ósónlaginu og hlíft íbú-
um jarðar við vaxandi útfjólublárri
geislun.
Þetta er reyndar sú niðurstaða
sem 150 vísindamenn frá 28 lönd-
um komust að í einni viðamestu
rannsókn á áhrifum ósóneyðingar
sem hingað til hefur farið fram. í
skýrslu rannsóknarinnar: Scientific
Assessment of Ozone Depletion
1991 segir : „ Minni geislun af völd-
um UV-B geisla, sem rekja má til
aukinnar loftmengunar, upphafi
iðnbyltingar, vegur trúlega upp á
móti aukningu sömu geisla vegna
ósóneyðingar."
í stórborgum er umtalsverð ósón-
mengun í neðri loftlögum vegna út-
blásturs bíla og á venjulegum degi í
Los Angeles dregur þetta úr útfjólu-
blárri geislun um 6-9% prósent og
allt að 20% sé skýjað.
Ef ósónlagið væri ekki jörðinni til
hlífðar væri hún óbyggileg. Þeir út-
fjólubláu geislar sem sólin stafar frá
sér væru banvænir öllu lífi næðu
þeir til yfirborðsins. Mannkynið
hefur brugðist hart við þeirri hættu
sem steðjaði að. Klórflúorkolefni
notuð í kælimiðla, einangrun og
eitt sinn í úðabrúsa hafa verið
bönnuð og framleiðslu þeirra hætt.
Hraðar hefur dregið úr framleiðslu
og sölu en upphaflega var gert ráð
fyrir í umræddum Montreal-sátt-
mála.
Ósón er náttúrleg auðlind
Eyðing ósóns í andrúmsloftinu er
ekkert nýtt fyrirbæri heldur hefur
Suva
Umhverfisvæn
kæliefni sem veita
heildarlausn
í stað R-12:
—*■ Suva®MP39 (R-401A)
—► Suva®MP66 (R-401B)
—*■ Suva® 134a (R-134a)
í stað R-502:
—*■ Suva® HP80 (R-402A)
—* Suva® HP81 (R-402B)
—*• Suva® HP62 (R-404A)
í stað R-22:
—* Suva®HP62 (R-404A)
—* Suva®9000 (R-407C)
—* Suva®9100 (R-410A)
Lekaleit:
Fluoro-Dyr búnaður til
lekaleitar, byggður á
sporefnum.
Sími 552 0000
® Skrásett vörumerki DuPont
Ózón er svo fágætt efni að ef andrúmslofti jarðar væri pressað
saman uns þaö væri 8 kílómetra
þykkt væri ózónlagið aðeins tæplega hálfur sentimetri.
54 ÆGIR