Ægir - 01.07.1996, Side 58
Upphaf fiskveiða við ísland
Jón Þ. Þór
Aðstæður allar ollu því að fisk-
veiðar urðu mikilvægur bjargræð-
isvegur Islendinga þegar á land-
náms- og þjóðveldisöld. Land-
námsmenn, sem frá Noregi
komu, voru flestir vanir fiskveið-
um af heimaslóðum, þar sem fisk-
Á meðan urðu menn að bjargast
sem best af landsins gæðum og þar
hlutu fiskveiðar og aðrar sjávarnytjar
að vega þungt. Veiðidýr voru hér eng-
in er landnámsmenn bar að garði,
önnur en fuglar, og þótt fugla- og
eggjatekja hafi vafalítið verið drjúg
búbót þegar á fyrstu árum íslands-
byggðar er einsætt að hún gat aldrei
dugað fólki til lífsbjargar allan ársins
hring. Sama máli gegndi um fisk í ám
og vötnum, enda varð hann ekki
veiddur nema að sumarlagi.
Engu að síður er ljóst, að sjávar-
nytjar hljóta að hafa verið mikilvægur
bjargræðisvegur þegar f upphafi ís-
landsbyggðar og nánast undirstaða
mannlífs í einstökum landshlutum.
Verður nú hugað nánar að nokkrum
frásögnum um sjávarútveg í íslensk-
um miðaldaheimildum.
Sjávarútvegur á landnáms- og
þjóðveldisöld
í fornum ritum íslenskum eru
nokkrar frásagnir, er benda til umtals-
verðra fiskveiða á fyrstu öldum ís-
landsbyggðar. Flestar eru þær harla
stuttorðar, en varla tilviljun að þær
vísa flestar til þeirra landshluta, sem
frá alda öðli hafa verið mestu útgerð-
arsvæði landsins: Vestfjarða, Snæfells-
ness, Suðurnesja og Vestmannaeyja.
Engin ástæða er til að draga trú-
verðugleika þessara frásagna í efa, en
við þær, sem eru í íslendinga sögum,
verður þó að viðhafa sömu aðgát og
jafnan, er sögurnar eru notaðar sem
ur var gildur þáttur í mataræði
fólks. Þeir fluttu að sönnu með
sér búfénað hingað til lands,
sauðfé, geitur, nautgripi og
hross, en sá bústofn var lítill í
upphafi og nokkur tími hlýtur að
hafa liðið áður en hann náði að
tímgast svo að fólk gæti lifað af
afurðum hans að verulegu leyti.
heimildir. Þær eru flestar ritaðar tveim
til þrem öldum eftir að atburðirnir,
sem þær skýra frá, áttu sér stað. Þar
með er ekki sagt, að aldarfarslýsingar
og frásagnir af atvinnuháttum séu
ótraustar eða beinlínis rangar, en á
hinn bóginn er oft erfitt að meta,
hvort þær eiga við sögutímann eða
ritunartíma sagnanna, þ.e.a.s. 9., 10.
og 11. öld, eða 13. og jafnvel 14. öld.
f mörgum tilvikum skiptir þetta þó
litlu máli. Atvinnuhættir breyttust lítt
frá einni öld til annarrar og líklegt má
telja, að söguritari, sem í upphafi
færði í letur frásagnir af útræði og sjó-
sókn öðru hvoru megin við aldamót-
in 1000, hafi getað lýst því, sem hann
sjálfur þekkti, án þess að víkja um of
frá því sem tíðkaðist á sögutímanum.
Elsta heimild um fiskveiðar hér á
landi mun vera hin kunna frásögn
Landnámabókar af vetursetu Hrafna-
Flóka og förunauta hans í Vatnsfirði á
Barðaströnd: "Þá var fjörðrinn fullr af
veiðiskap, ok gáðu þeir eigi fyrir veið-
um at fá heyjanna, ok dó allt kvikfé
þeira um veturinn."
Þessi frásögn hefur oft verið höfð
til marks um fyrirhyggjuleysi land-
könnuðarins Flóka Vilgerðarsonar,
enda lítt búmannlegt að gleyma því
að heyja handa kvikfénu vegna áhuga
á veiðiskap. En Flóka var nokkur vor-
kunn. Hann hafði áttað sig á því, að
erfitt yrði að lifa af veturinn án þess
að afla matarbirgða og þær var ekki að
hafa nema með því að veiða fisk. Því
miður greinir höfundur Landnámu
Jón Þ. Þór sagnfrœðingur.
hins vegar ekki frá því, hvort ferða-
langarnir reru til fiskjar eða reyndu
fyrir sér í Vatnsfjarðará.
En víkjum nú að því, sem fornrit
greina frá fiskveiðum á Vestfjörðum á
landnáms- og þjóðveldisöld. Einna
þekktust frásagna úr Vestfirðinga-
fjórðungi mun vera sagan í Landnámu
af Þuríði sundafylli og Völu-Steini,
syni hennar. Þau námu land í Bolung-
arvík og setti Þuríður Kvíarmið yst í
ísafjarðardjúpi. Meira segir ekki af út-
vegi þeirra mæðgina, en sú athöfn
Þuríðar að setja, þ.e. ákvarða, miðið,
og taka til þess „á kollótta af hverjum
bónda í ísafirði", þ.e. ísafjarðardjúpi,
getur bent til þess að allmikið hafi þá
þegar verið róið í Djúpið og það verið
orðið bændum sú gullkista, sem það
var allt fram á þessa öld. Ber þá og að
hafa í huga, að ísafjarðardjúp mun
hafa verið numið fremur seint, og
sennilega ekki fyrr en árunum
915-920. Má þá vænta þess, að Þuríð-
ur hafi ekki sett Kvíarmið fyrr en eftir
þann tíma, jafnvel ekki fyrr en um
miðja 10. öld.
58 ÆGIR