Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1996, Blaðsíða 16

Ægir - 01.08.1996, Blaðsíða 16
greinamar eru að sýna árangur og fram- leiðniaukningu í samkeppni við aðra. Ég hef trú á því að í ár og næstu ár, ef allt fer sem horfir, þá geti fyrirtæki greitt hærri laun. En ég vona að það skiljist ab það er framleiöniaukning sem skiptir þarna höfuðmáli. Kaupmáttaraukning hlýtur að vera það sem allir stefna að. Til þess þarf að halda verðlagi stöðugu, helst svo það sé undir verðlagi samkeppnislanda okkar sem styrkir raungengi okkar og sam- keppnisstöðu. Ég vona að það verbi hægt að bæta almenn lífskjör í landinu og þab held ég að sé reyndar að gerast en við skulum forðast stóru stökkin í þeim efnum því þau þýba kollsteypur." Verkalýðsféiög afsali sér verkfalls- rétti Nú er Grandi rekinn með viðunandi hagnaði meðan tap er á greininni í heild. í ljósi þessa, værir þú hlynntur því að leysa sundur breiðfylkingar at- vinnurekenda og verkafólks og taka upp vinnustaðasamninga þar sem hvert fyr- irtæki semdi fyrir sig? „Já, ég er mjög skotinn í þeirra hug- mynd og finnst að það ætti að vera möguleiki og mér finnst að verkalýðs- hreyfingin ætti að hafa áhuga á því líka. Hitt er svo annaö mál að mér vitanlega hafa menn hér í verkalýðsfélögum ekki viljað afsala sér verkfallsréttinum, en það er að mínu viti forsenda þess ab vinnustaðasamninga megi gera. Við getum tekib sem dæmi að ef Grandi gerbi svona samninga við t.d. átta verkalýðsfélög hér innanhúss og t.d. rafvirkjarnir ákvæðu svo að fara í verk- fall. Það kemur aldrei til greina." Þarna ertu að tala um að slátra heil- agri kú, er ekki svo? „Jú, ég býst við því. Við höfum á undanförnum árum séð í atvinnulífinu ab þab hefur verið mikil hagræðing í gangi, ekki síst með sameiningu. Þetta hefur gerst á vettvangi samtaka at- vinnurekenda og þó eitthvað hafi sést af slíku í lífeyrissjóðum þá er ég sannfærð- ur um að verkalýðsfélögin þurfa að taka á í þessum efnum, hagræða og samein- ast rétt eins og gerð er krafa um hjá fyr- irtækjum. Þannig geta þau sýnt að þau beiti hagræðingu og hagkvæmni við sinn rekstur og nútímavinnubrögðum." Telur þú að þessar hugmyndir um vinnustaðasamninga eigi víðtækan hljómgrunn meöal atvinnurekenda? „Það er áreiðanlega misjafnt og fer eftir aðstæðum. Stærð fyrirtækja á sinn þátt í því og ég hygg að atvinnurekend- ur margra stærri fyrirtækja hefðu áhuga á að gera vinnustaðasamninga en fram- sal verkfallsréttar til vinnustaðar er for- senda þess." Toppsætið ekki mikilvægt Grandi hafði 6,12% í botnfiskkvótan- um og hafði aukið hlutdeild sína jafnt og þétt milli ára úr 4,34% frá 1991/92. Ætlið þið að halda þessu toppsæti? „Þetta svokallaða toppsæti skiptir mig afskaplega litlu máli. Stór hluti af þess- ari breytingu sem þú nefnir felst í því að sjávarútvegsráðuneytið ákvebur ab breyta reiknistuðlunum milli ára. Út- reikningur ráðuneytis á þorskígildum milli tegunda kemur hvergi inn í rekst- ur, breytir ekki tekjum Granda né fjölgar fiskum. Það sem skiptir máli fyrir Granda er að hafa nægar aflaheimildir til þess að geta nýtt okkar tæki og fjárfestingar og það verður áfram mikilvægasta málið. Þegar þetta er talað er ekki komin hin formlega úthlutun frá ráðuneytinu um úthlutun kvóta næsta fiskveiðiárs en við erurn þegar búnir að reikna það út mið- aö við tillögur Hafrannsóknastofnunar eins og þær hafa birst. Við vitum því nokkurn veginn hvað stendur í bréfinu þegar það kemur en ég veit ekkert hvar í röðinni viö verðum. Þetta verbur svipað og í fyrra en þab verður svolítil aukning í þorski. Ufsi, ýsa og grálúða lækka en karfinn er óbreyttur þannig að í tonnum talið verður þetta eitthvað minna. Ab mínu mati hefur tekist vel til með aflaregluna sem nú hefur verið sett á þorskinn og hefur lengi verið beitt á síld og loðnu. Þar eru langtímamarkmiðin sett og verba ekki bitbein hvers árs fyrir sig." Eina breytingin sem stjórnvöld gera nú milli fiskveiðiára er yfirlýst afnám línutvöföldunar og þab snertir trúlega ekki rekstur Granda? „Nei það gerir það ekki, en hins vegar ber að fagna því. Það hefur verið keppi- kefli þeirra sem stybja þetta fiskveiði- kerfi að allir sitji við sama borb og þetta er skref í þá átt." íslenska kvótakerfið það besta í heimi Ber ab skilja þetta sem svo að þú sért sáttur við kvótakerfið? „Mér finnst íslenska fiskiveibistjórn- unarkerfið vera hið besta í heiminum og byggi það á samanburði við slík kerfi í öðrum löndum. Það má segja ab kvótakerfið hafi ver- ið í aölögun frá því lögin um stjóm fisk- veiða voru sett 1990 og síðan hafi verið stöðugur bardagi. Frá þeim bardaga hafa menn nú gengið misjafnlega sárir. Sum- ir með glóöarauga aðrir með minni skrámur. Þetta hefur verið sex ára aðlög- unartími og ég myndi segja í dag, þó ég sé langt frá því ánægbur með allt sem hefur verið gert á þessum tíma, að nú höfum við aflamarkskerfi sem gerir okk- ur kleift að nýta okkar auðlind á sem hagkvæmastan hátt. Þetta kerfi mun leita eftir hagkvæmni og mun skila best- um árangri í hagnaði og afkomu og notkun á auðlindinni gagnvart framtíð- inni. Þetta tel ég ab hafi að hluta til þeg- ar komiö fram og muni koma betur fram á næstu árum. Það verður áfram leitað eftir sem mestri hagkvæmni í veiðum og sókn og það mun skila sér í bættri afkomu allra." Eitt af því sem mjög hefur verið gagn- rýnt í kerfinu eru reglurnar um framsal, kaup og leigu á kvóta. Finnst þér ástæða til að breyta þeim? „Nei, alls ekki. Þær eru skilyrði fyrir því að fiskveiðistjórnunarkerfið virki og leiti hagkvæmustu leiða við ab afla fiskjar." Grandi leigir ekki frá sér kvóta Margir hafa haldið því fram að þeir sem hafi mestan hag af núverandi regl- um um framsal og leigu á kvóta séu einmitt stór fyrirtæki sem sendi skip sín í úthafið og leigi frá sér kvóta innan landhelginnar í stabinn. Hefur Grandi leigt frá sér kvóta einhvern tímann á undanförnum árum? 16 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.