Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1996, Blaðsíða 18

Ægir - 01.08.1996, Blaðsíða 18
„ Við munum því sjá á næstu tíu árum að íslendingar sœki á ný mið og leiti erlendis. Það verða gerð mistök en annað mun heppnast og þetta mun gerast hratt á nœstu árum." um fisktegundum sem eru bæði innan og utan landhelginnar. Þetta getur kall- að á sjálfstæðar hafrannsóknir fyrirtækja og þær eru stundaðar. Þessi leit til vaxtar beinist einnig að vannýttum tegundum. Rækjan hefur t.d. augljóslega verið van- nýtt tegund, eins og aukning úr 20 þús- und tonnum í 60 þúsund tonn á stutt- um tíma sýnir. Maður veit ekki hvert leitin leiðir menn, en ég gef mér að með auknum úthafsveiðum hafi íslendingar öðlast það mikla þörf fyrir þessa leit að hún haldi áfram. Ég hef mikla trú á því að sjávarút- vegur á íslandi, sem ekki hefur verið ríkisstyrktur, beri gott skynbragð á kostnað og verð og tel að fiskveiðar Is- lendinga með okkar sjómönnum séu með aflamestu og duglegustu útgerð- um sem maöur sér í heiminum. Við munum því sjá á næstu tíu árum að Is- lendingar sæki á ný mið og leiti erlend- is. Það verða gerð mistök en annað mun heppnast og þetta mun gerast hratt á næstu árum. Við eigum gífur- lega mikil og ónotuð tækifæri á þess- um vettvangi." Nýsmíði skiptir ekki máli Grandi hefur endurnýjað sinn togara- flota á síðustu árum. Tvö ný skip, Örfirisey og Þerney, voru keypt fyrir fáum árum, en nú síðustu tvö ár hafa tveir eldri togarar, Snorri Sturluson og Engey, verið endursmíðaðir og endur- nýjaðir. Er ekki grundvöllur fyrir ný- smíðum í atvinugreininni? „Jú, það er grundvöllur fyrir því, en miðað við verkefnin sem skipin áttu að fást við og þann efnivið sem fólst í þeim var þetta mun hagstæðari kostur í stöð- unni. Nýsmíði eða ekki nýsmíði skiptir ekki öllu máli. Við höfum séð í okkar útgerðarsögu stór stökk, eins og þegar skuttogaraöldin gekk í garð, og eflaust var stundum farið offari í þeirri uppbyggingu og koma margir þættir þar við sögu. í dag er mun meiri kostnaðarvitund í gangi í sjávarút- veginum og áætlanagerð stunduð mun meira." Settum ekki fótinn fyrir sameiningu Sameiningarhugmyndir í sjávarútveg- inum eru mikið ræddar um þessar mundir og einkum horft til fyrirhugaðr- ar sameiningar HB á Akranesi við Kross- vík á Akranesi, Þormóð ramma á Siglu- firði.og Miðnes í Sandgerði og slíkar hugmyndir heyrast víðar að. Hefur Grandi áhuga á að sameinast öðmm fyr- irtækjum? „Við byrjuðum á þessu, því fyrir nokkrum árum gerðum við tilboð í hlut Byggðasjóðs í Hraðfrystihúsi Stokkseyr- ar. Okkar hugmynd var og er sú að slík eignaleg tengsl stuðli að aukinni hag- ræðingu, samnýtingu og skapi ný tæki- færi. Þessari hugmynd var hafnað og nokkur fyrirtæki sameinuð í það sem í dag heitir Árnes sem við keyptum seinna hlut í. Ég tel að það hafi sýnt sig að þátttaka milli fyrirtækja með sam- runa eða eignatengslum sé oft mjög góður kostur. Ég tel þetta mjög eðlilega þróun. Það hefur orðið á undanförnum árum mikil uppstokkun í þessari at- vinnugrein og við munum á næstu árum sjá þessa þróun halda áfram og það munu myndast samsteypur eða fyr- irtækjanet." Þegar ljóst varð að Þormóður rammi á Siglufirði myndi ekki verða með í um- ræddri sameiningu fullyrtu sumir að Grandi, sem er stór hluthafi í Þormóði, hefði lagst gegn því. Er það rétt? „Það er alrangt. Við vorum hlynntir þessum hugmyndum og hvöttum til þeirra viðræðna sem fram fóru. Þetta gerðist ekki núna, en það koma tímar og koma ráð." Kolkrabbi og smokkfiskur Margir sjá í einmitt þessum samruna- hugmyndum endurspeglast átök blokk- anna í viðskiptalífinu sem í sjávarútveg- inum eru kenndar við SH og ÍS eða kol- krabba og smokkfisk eftir atvikum. Em þessi átök drifkraftur í þessum samruna- eða sameiningarhugmyndum að þínu mati? „Það er ekki vafi á því að þegar það sem kallað var „Vinnslustöðvarmálið" í Vestmannaeyjum kom upp þá skerptust línurnar milli þessara fylkinga. Hins veg- ar finnst mér oft hafa verið gert meira úr þessari blokkamyndun en efni standa til frá sjónarhóli þeirra sem vinna í grein- inni. Ég held að í þessu ferli þá ráði það ekki úrslitum gegnum hvaða sölusam- tök menn ráðstafa sínum afurðum. Við munum á næstu árum sjá samstarf þvert á þessa blokkamyndun. Þessi sam- tök eru í miklum breytingum sjálf eins og sést glöggt hjá ÍS sem var breytt í hlutafé- lag og hefur tekiö þátt í verkefnum er- lendis. Sama hefur gerst hjá SIF og hver veit nema SH verði gert að hlutafélagi." Ert þú fylgismaður þess að Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna, SH, verði breytt í hlutafélag? „Já, mér finnst að það ætti að gerast. Núverandi félagsform hentaði afar vel á sínum tíma en það heyrir sögunni til. í samkeppninni hentar hlutafélagaform- ið betur." Hlutafé er ekki gjafafé Grandi er í hópi nokkurra sjávarút- vegsfyrirtækja sem eru skráð á Verð- bréfaþingi og sumir hafa líkt þessu við hljóðláta byltingu sem felst í því að nú sé runnin upp valdatíð hluthafanna. Nú séu horfin pólitísk völd og skyldur fyrir- tækjanna við atvinnulífið og búsetuþró- un, nú ráði fjármagnið og hluthafarnir. Finnst þér þetta rétt? „Veröbréfaþingið er mjög harður hús- bóndi og á að vera það. Hluthafarnir, eig- endur fjármagnsins, verða aö fá ávöxtun á sitt fé og það er hlutverk okkar að vinna þannig að málum. Hlutaféð er lánsfé í mínum huga og verður að fara með það sem slíkt. Sumir hafa dottið í þá gryfju að líta á þetta sem gjafafé en það er airangt. Hlutaféð gerir oft kröfu um meiri ávöxt- 1 8 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.