Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1996, Blaðsíða 27

Ægir - 01.08.1996, Blaðsíða 27
Feginn ao vera lifandi Jón Eðvarð Helgason sem var háseti á Röðli segir frá reynslu sinni Ég er feginn að vera lifandi. Ég hef ekki fulla starfsorku en maður má aldrei gefast upp og hætta að berjast," segir Jón Eðvarð Helgason greiðabílstjóri í samtali við Ægi. Jón Eðvarð var tvítugur að aldri í janúar 1963 þegar hann réðist sem háseti á Röb- ul GK og þetta var í fyrsta sinn sem hann steig um borð í togara en hann hafbi áður siglt á fragtskipum í tvö ár. „Þab var auðvelt að komast um borð og þetta var talið gott siglingapláss en skipiö fiskaði oft vel og sigldi með aflann á Þýskaland," segir Jón þegar hann rifjar upp þessa daga. Lágu ælandi í ofskynjunum „Ég fór á eina vakt en vaknabi á næstu frívakt með ofbobslegan höfuðverk og uppköst. Vib vorum allir orðnir veikir og fórum upp á dekk til að æia milli þess sem við skriðum í kojumar aftur. Við gát- um svo ekkert unnið þegar kom að okkar vakt. Fyrsti stýrimaður kom fram í og ætl- aði ab reka okkar af stað en sá að við vor- um óvinnufærir og fór aftur í og sagði Jens skipstjóra að við væmm þunnir og óvinnufærir og sennilega að éta einhverja ólyfjan. Við urðum stöbugt veikari en það datt engum í hug lekinn frá kælivélinni þó vélstjórinn sem fór niöur að kanna málið kæmi veikur til baka. Það var engin lykt af þessu gasi og við sem lágum veikir þama fram í vomm svo kolruglaðir að við gátum ekkert áttað okkur á þessu. Þarna lágu menn bara ælandi í ofskynjunum og botnlausu rugli. Þegar einn úr hópnum dó var siglt til Vestmannaeyja og tveimur skutlað í land þar og þeir settir á spítala. Þeir voru orðn- ir svo ruglaðir og veikir að þeir ætluðu að labba fyrir borð." Missti sjónina Röðli var síöan haldið til Reykjavíkur þar sem læknar og yfirvöld komu um borð og þeir veikustu vom fluttir á Heilsu- verndarstöbina til greiningar. Flestir gengu hins vegar beint frá borði og heim til sín. Jón Eðvarð fór og heimsótti stúlku sem hann var kunnugur en hélt skömmu síðar heim. „Þetta bráði dálítið af manni þegar við komum í land. Þegar ég kom heim spurði mamma mig hvort ég væri strax farinn að drekka. Þá var ég kominn í vímuástand, rús, en ógleðin að mestu horfin. Síðan fór ég niður í bæ og fannst ég vera í góðu stuði en fljótlega fannst mér eins og ég væri að verða blindur, líkt og af snjó- blindu. Ég hringdi heim og þá segir móð- ir mín að lögreglan sé að leita að mér. Áhöfninni var smalaö saman og ég fór meb hinum upp á Heilsuverndarstöð og þar varð ég alveg blindur, sá ekki neitt, sveið í augun og sá bara hvítt. Það tók mig tvo sólarhringa að fá sjónina aftur og síðan lá ég í tæpa þrjá mánuöi á Heilsu- verndarstöðinni með flestum þeirra sem höfðu veikst. Við vorum fótafærir en töiuvert mikið veikir." Næstu fjögur árin martröð Jón Eðvarð segist hafa verið undir vímuáhrifum og þjábst af martröbum, svefnleysi og innilokunarkennd samfleytt næstu fjögur árin eða til 1967. „Við vorum settir á alls konar lyf, að- allega róandi og geölyf einhvers konar. Ég fór fljótlega aftur út á sjó, eins og við gerbum flestir, en þessi næstu ár voru hrein martröð. Ég var eins og hengdur upp á þráð, var með stöðugar ofskynjanir, ofboðslega trekktur og ofbeldishneigður og hreinlega stórhættulegur, enda bein- braut ég menn hvað eftir annað í áflog- um á þessum árum. Ég var svo heppinn að vera oft með góðum félögum mínum til sjós sem vissu hvað hafði hent mig og komu í veg fyrir aö ég færi mér að voða. Tvisvar sinnum fékk ég stjórnlausan del- eríum tremens og þurfti að sprauta mig niður en það var samt án þess að ég smakkaði vín." Steinrotaði geðlækninn Þegar Jón og félagar hans dvöldu á Borgarspítalanum samdi þeim ekki sér- lega vel vib yfirlækninn og gekk á ýmsu í samskiptum þeirra. Þab ósamkomulag leiddi síðan til þess að Jón vildi ekkert við læknana tala og tók t.d. ekki þátt í eftir- fylgnirannsókninni sem gerð var 1976. Sem dæmi um samskipti Jóns við lækn- ana má segja litla sögu. Geðlæknir á sjúkrahúsinu var aö gera einhver próf á Jóni og lét hann raða upp kubbum sem togarajaxlinum líkaði ekki sérlega vel. Þegar Jón var ab leggja síðustu hönd á bygginguna ýtti læknirinn við boröinu svo kubbahúsið hrundi. Jón snöggreidd- ist og steinrotaði doktorinn í einu höggi að sjómannasið. „Hann sat á stól sem var á hjólum og húrraði út í vegg við höggið og ég talaði ekkert meira við hann. Hann hefur sjálf- sagt ætlað kanna hvort ég væri mjög skapstyggur eftir þetta. Hann komst að því." Ofskynjanir, svimaköst og sjónskemmdir 1967 eftir fjögur erfið ár leitaði Jón Eð- varð aftur á náðir læknavísindanna og dvaldist á Borgarspítalanum í rúman mánuð. Þegar hann útskrifaði sig þaðan neitaði hann að taka öll lyf og hefur síðan engin lyf tekið inn nema aspirín. Upp úr því fór honum að batna og dró úr vímu- áhrifum og ofskynjunum. Þegar Jón smakkaði vín fór það yfirleitt mjög illa í ÆGIR 27

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.