Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1996, Blaðsíða 33

Ægir - 01.08.1996, Blaðsíða 33
jólafrí þá var hann alltaf meö jólaeplin og appelsínurnar fyr- ir kaupfélagið meðferðis. Þetta var sjaldséður varningur hér áður fyrr en hann skildi alltaf kassa af hvoru eftir um borð til glaðnings fyrir áhöfnina." Fylgst með neyðarsendingum „Við þurfum stórt skip til þess að fylgjast meö djúpsjávar- miðunum þó minni skip geti sinnt eftirliti á grunnmiðum," segir Helgi. „Það er hægt að fylgjast með staðsetningu skipa gegnum gervitungl og við höfum verið að gera tilraunir með slíkt í samvinnu við skipin sem eru að veiðum á Flæmingjagrunni og hefur gengið vel. Með aukinni tækni hefur samstarf okkar við aðrar þjóðir um leit og björgun stóraukist. Gervihnettir nema hverja ein- ustu neyðarsendingu. Það heyrast þúsundir slíkra sendinga í hverjum mánuði en sem betur fer er 98% þeirra vegna bilun- ar í tækjabúnaði eða vankunnáttu. Það hefur samt komið fyrir að við sendum flugvél djúpt út á Reykjaneshrygg vegna slíkrar sendingar sem síðan kom í Ijós að var vegna bilunar í tækjum." Bættur flugfloti þýðir ekki meiri gæslu Má segja að flugfloti Gæslunnar sé í góðu horfi eftir til- komu nýju þyrlunnar? „Já, það er óhætt að segja það. Hitt er svo annað mál að þyrlurnar eru einkum notaðar við leit og björgun. Notkun þeirra við björgun á landi hefur aukist gífurlega, einkum á sumrin með auknum ferðamannastraumi. Þetta er þarft starf en þetta er ekki landhelgisgæsla. Þetta eru góð og örugg tæki en mjög dýr í rekstri og því eðlilegt að greiðsla komi fyrir að sækja slasaða ferðamenn upp um fjöll og firnindi, svo slíkar ferðir komi ekki niður á annarri starfsemi Gæslunnar. Engin greiðsla er innheimt ef um líf og dauða er að tefla." Nýtt varðskip kostar tvo milljarða En hvaö kostar nýtt varðskip eins og það sem Landhelgis- gæslan lætur sig dreyma um? „Við höfum mikiö horft á dönsk eftirlitsskip sem við telj- um að myndu henta afar vel. Þetta eru stór og öflug skip sem eru hönnuð til að sigla sama sjó og við, með jafnvægis- tönkum svo þyrlan geti lent á þeim í slæmu veðri og búin til siglinga í ís. Slíkt skip kostar um tvo milljarða, sem er vissu- lega mikið fé, en rétt er aö hafa í huga að slíkt skip mætti hugsanlega samnýta með fleiri stofnunum, s.s. Hafrann- sóknastofnuninni og Veðurstofu. Mér er ekki kunnugt um hvort fýsilegt sé að kaupa notað skip enda hefur það ekki verið kannað. Þetta nýja skip kostar rúmlega eins og einn frystitogari. Okkar skipakostur er úreltur og gamail og ef við viljum svara kröfum tímans verðum við að fara að huga að þessum máium. □ Sendum stjórn og starfsfólki Landhelgisgœslu íslands drnaöaróskir í tilefni 70 ára afmœlisins um leiö og viö þökkum samstarfiö á liönum árum. JOKLAR HF. AÐALSTRÆTI 8 P.O. BOX1351 121 REYKJAVÍK SÍMI 561 6200 WORKING ABROAD Are you looking for a different and better life? Now the book is here which gives you detailed information about work permits, wages, working and lodging conditions, visas, travel expenses, etc. abroad. You will also find addresses to companies in Europe, U.S., Canada, West Indies, Australia and the Far East, looking for employees within most professions. Interested? If yes, ask for our free brochure, which will give you further information about the book, by sending us an envelope with your name and address on it. For a more rapid delivery send us an international coupon that can be bought in all postoffices. You can also buy the book direcly from us by paying N-KR 200,- through an international moneyorder to: G.IMPORT, GUNHILD GR0NVOLD, 2436 VÁLER, NORWAY. Note. We're no employment agency! ÆGIR 33

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.