Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1996, Blaðsíða 8

Ægir - 01.08.1996, Blaðsíða 8
A fljúgandi ferð Borgarplast eykur framleiðslugetuna „Ég get ekki annað en verið bjartsýnn enda er fyrirtækið á fljúgandi ferð. Við höfum verið að auka veltu okkar stórlega milli síðustu ára og erum nú að taka inn nýja og fullkomna vél til þess að framleiða ker og aðrar afurðir sem gerir okkur kleift að anna enn betur stöðugt vax- andi eftirspurn," sagði Guðni Þórðarson framkvæmdastjóri Borg- arplasts í samtali við Ægi. Borgarplast er 25 ára gamalt fyrir- tæki sem hefur fengist vib plastfram- leiðslu af ýmsu tagi á löngum ferli en hefur undanfarin 13 ár lagt höfub- áherslu á fiskikör og bretti og ýmsa hluti úr plasti fyrir sjávarútveg og fisk- vinnslu. Fyrirtækib er starfrækt á tveimur stöbum, annars vegar vib Sef- garba á Seltjarnarnesi, þar sem lung- inn af framleibslunni verbur til, og hins vegar í Borgarnesi þar sem fyrir- tækib sleit barnsskónum og heldur jafnan tengslum vib stabinn. Mjög mikil þróunarvinna hefur farib fram innan fyrirtækisins síðustu ár og ab sögn Guðna hafa undanfarin ár í kringum 10% af veltu runnib til þróun- ar og rannsókna sem hefur leitt til þess ab margir nýr vöruflokkar hafa litið dagsins ljós. Eitt stærsta verkefnib af þessu tagi er þróunarstarf sem Borgarplast hefur unnib meb rannsóknastofu danskra svínasláturhúsa. Markmibib er ab fram- leiba endurvinnaleg ker sem uppfylla þær ströngu kröfur sem danskur og evr- ópskur kjötiðnaður gerir. Afraksturinn er í þann veginn ab líta dagsins ljós og fari sem horfir getur þetta opnab Borg- arplasti leib inn á mjög stóra markaði sem hingab til hafa verib lokabir ab mestu. Mikill vöxtur hefur verið í fram- leibslu á fiskikerum og voru alls fram- leidd 13.000 ker á árinu 1995. Þetta er undirstaba framleibslunnar en í krón- um talib voru kerin 65% framleibslunn- ar á síbasta ári. Á yfirstandandi ári er reiknab meb ab framleibslan nái 16.000 kerum og nemi um 75% af framleibslu- verbmæti. Ab sögn Guðna er áætlab ab í kring- um 100 þúsund fiskiker séu í notkun á Guöiii Þóröarson, framkvœmdastjóri Borgarplasts. íslandi í dag í útgerb, fiskvinnslu og matvælaibnabi. Reikna má meb að í kringum 15-16 þúsund ker þurfi til þess eins ab halda í horfinu og endurnýja þau ker sem ganga úr sér af eblilegum orsökum en markaðshlutdeild Borg- arplasts á þessum markabi hefur vaxib jafnt og þétt frá því ab vera 25% í byrj- un þessa áratugar í þab ab vera um 60% á árinu 1995 og fer enn vaxandi. Borgarplast hefur einnig selt fram- leibsluvörur sínar til útlanda og fer út- flutningur stöðugt vaxandi. Ekki er langt síban fyrirtækib gerbi stærsta sölu- samning sem þab hefur gert til útflutn- ings þegar samib var um sölu á 3.000 kerjum til Mótunar-Canada en kerin verða notub um borb í smábátum sem þab fyrirtæki hyggst smíba á næstu tveimur árum. Um síbustu áramót var lokib vib ab móta stefnu fyrirtækisins og markmið til næstu átta ára, eba til ársins 2004. Áætlab útflutningsverbmæti á árinu 1996 er 120 milljónir. „Vib unnum þetta í samvinnu vib Rábgarb, sem er ráðgjafarfyrirtæki, og erum byrjabir ab vinna eftir áætlun og gengur vel," sagði Gubni. Mark- miðin snúast, eins og búast má vib, um framsókn á innlendum og erlend- um mörkubum og markmibib er ab velta fyrirtækisins verbi komin yfir 500 milljónir 1997 og yfir milljarb árib 2001. Borgarplast hefur þá sérstöbu meb- al íslenskra ibnfyrirtækja ab vera meb gæbavottun samkvæmt ISO. Fyrirtæk- ib hefur svokallaba ISO 9001 vottun og var vottorbib gefib út sumarib 1993. Er þab annab hverfisteypufyrir- tækib í heiminum sem fær slíka vott- un en ISO staballinn er mjög strangur og fyrirtækið er háð eftirliti á sex mánaba fresti. „Árangurinn er ótvíræbur og ég tel hiklaust ab þessi ákvörbun hafi skipt sköpum fyrir fyrirtækið. Gæðavottun eins og þessi tryggir jöfn og stöðug gæbi og eflir mjög traust vibskiptamanna á framleibslunni," sagbi Gubni. Þó framleibsla fyrir sjávarútveginn sé undirstaðan sem Borgarplast hvílir á framleibir fyrirtækið samtals 100 vöru- tegundir sem nýtast sjávarútvegi, mat- vælaiðnaði og byggingariðnaði. Fyrir utan fiskiker má nefna vörubretti, belgi og baujur, línubala, frauðplastkassa fyr- ir útflutning á ferskum fiski, einangrun- arplast, rotþrær fyrir sumarbústabi, bmnna fyrir frárennsliskerfi og olíuskilj- ur. Þar fyrir utan tekur Borgarplast ab sér ýmsa sérsmíbi eftir óskum vibskipta- vina. □ 8 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.