Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1996, Blaðsíða 32

Ægir - 01.08.1996, Blaðsíða 32
„Það fylgir okkar starfi að vera í senn hetjur og skúrkar og það er yfirleitt hlutverk fjölmiðla að setja okkar í hlutverkið," segir Helgi Hallvarðsson, skipherra hjá Landhelgisgœslunni. „ Við vorum þjóð- hetjur þegar þorskastríðin stóðu en nú erurn við stríðshetjur á frið- artímum." Helgi á hálfrar aldar starfsafmceli hjá Landhelgis- gceslunni um þessar mundir, þegar stofnunin heldur upp á 70 ára aflmœli sitt. dregist aftur úr henni og hefur ekki verið gert kleift að sinna auknu eftirliti eins og þyrfti í samræmi við aukið álag, " segir Helgi sem hefur, líkt og aðrir starfsmenn Gæslunnar, á stund- um kvartab undan naumt skömmtuðum fjárveitingum stjórn- valda. „Okkur eru af stjórnmálamönnum falin ákveðin hlutverk sem við verðum að geta uppfyllt. Við höfum tekið á okkur ákvebinn samdrátt líkt og abrar ríkisstofnanir en öllu em tak- mörk sett. Öll gæsla hefur breyst síðan fært var út í 200 mílur. Við fylgjum eftir fiskveiðistefnu stjórnvalda eins og hún er hverju sinni. Hér fyrir utan eru alls konar varúlfar og sjó- ræningjar sem bíba bara eftir því að Gæslan slaki á. Þetta eru 750 þúsund ferkílómetrar sem okkur er gert að fylgjast með." Jólaeplin í kaupfélagið Helgi rifjar upp hve mikilvægt samgöngutæki fyrir lands- byggðina varbskipin voru áður fyrr. Vor og haust voru þing- menn fluttir með varðskipum, heilu kvenfélögin og leikfélög- in flutt millum fjarða svo hægt væri að skemmta sér og öðr- um og hvenær sem brýnt var að komast um erfiðar leiðir var leitað til Gæslunnar. „Ég minnist ferða meb þingmenn bæði austur og vestur. Ég man eftir afa Halldórs Ásgrímssonar sem var þingmaður og kaupfélagsstjóri á Vopnafirði. Þegar vib fluttum hann í SÖLUSAMBAND ÍSLENSKRA FISKFRAMLEIÐENDA HF. Fjarðargata 13-15, 220 Hafnarfjörður Pósthólf 20, 222 Hafnarfjörður Sími 550 8000, Fax 550 8001 Sendum starfsfólhi Landhelgisgœslu íslands árnaðaróskir í tilefni 70 ára afmælisins um leið og við þöhhum fyrir samstarfið á liðnum árum. 32 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.