Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1996, Blaðsíða 13

Ægir - 01.08.1996, Blaðsíða 13
sér svo óhætt er að segja að Páll og fé- lagar hans á Siglfirðingi voru spölkorn á undan sinni samtíð á þessum árum. „Það væri nú reyndar synd ab segja að þetta hafi gengið vel. Okkur gekk ekki vel ab veiða síldina í flottrollið en mælirinn reyndist mjög vel og gerði okkur kleift ab fylgjast með lóðningum sem trollið náði til og mér fannst þetta frábært tæki." I vandræðum með spærlinginn „Við höfðum leyfi til að veiða síld í flottrollið hvar sem var og þurftum ekki að fara eftir neinum landhelgislínum svo við vorum auðvitað alltaf skít- hræddir við að fá mikinn þorsk í það rétt eins og menn eru núna, en af öðr- um ástæðum. Við vorum við Eyjar og ákváðum að toga í ákaflega fallegum lóðningum sem lágu þar við botn eins og ský. Það er gert og þegar hlerarnir koma í gálga flýtur trollið upp algerlega kjaftfullt. Við urð- um voðalega kátir því okkur sýndist þetta vera síld en því mibur var þetta spærlingur. Það var aldrei veiddur spær- lingur á þessum árum og við vissum ekkert hvað átti að gera við þetta svo það er leyst frá og við keyrum þetta allt út úr trollinu. Þetta hefur sjálfsagt sést frá öðrum bátum því þegar við komum svo inn til Vestmannaeyja kemur um borð til mín Óskar Gíslason skipstjóri, sem var þá framkvæmdastjóri hjá Einari „ríka" Sigurðssyni. Hann vildi vita allt um þetta spærlingshol sem hann hafði haft fregnir af og hvort við vildum ná í 30-40 tonn í bræðslu? Óskar vissi manna besta að nóg var af spærling á miðunum við Eyjar, en spærlingur hafði þá aldrei verið bræddur. Mönnum lék forvitni á ab vita hver árangurinn yrði. Þessi tilraun var gerð, Óskar fékk 45 tonn til bræðslu, en þarmeð vorum við kærðir. Hafrannsóknastofnunin gerði okkur ljóst að spærlingur væri sömu ættar og þorskurinn. Við höfðum aðeins leyfi til að veiða síld í flottrolli, þar með var þessum kafla lokið. Ég fékk stranga áminningu fyrir tiltæki og síðan hef ég gert mér far um að virða fjölskyldubönd eins og allir ættu ab gera. Ekkert frekar varð af þessum veiðum fyrr en mörgum árum seinna þegar spærlingur var tölu- vert veiddur í bræðslu, einmitt af Vest- mannaeyjabátum." Þjónustufyrirtæki í sjávarútvegi ísfell er alhliða þjónustufyrirtæki sem nær til alls fiskveiðiflotans. Vörurnar sem Páll og félagar selja eru til dæmis Marblue og Inform togvírinn frá Bridon Fishing Ltd. sem um 70% togaraflotans notar. Einnig er ísfell með umboð yfir Parsons Chain lása og keðjur, Pelters bobbinga, Morgére toghlera, Panther Plast a/s trollkúlur, T.B. Nellings lása og nálar, H.Engel flottroll o.fl. „Við stöndum vel á markaðnum. Öll stærstu útgerðarfyrirtæki landsins eru í viðskiptum við okkur en við erum einnig með viðskipti erlendis og höfum nýlega opnaö útibú í St. Johns á Ný- fundnalandi. Margir erlendir togarar sem landa afla sínum í Reykjavik og Hafnarfirði eru góðir viðskiptavinir okkar. Má þar nefna grænlenska, danska, norska, þýska og rússneska togara." Að sögn Páls er samkeppnin orðin miklu meiri í veiðarfærasölu en áður var og miklu meira um að fyrirtæki flytji inn beint á eigin vegum. Alltaf með hugann úti á sjó Frá Siglufirði lá leib Páls til Raufar- hafnar þar sem hann var skipstjóri á Jökli og um tíma framkvæmdastjóri Jökuls hf. en flutti til Reykjavíkur 1972. Örlögin leiddu hann síðar til sam- starfs við Kjartan Jóhannsson í Asicao en þeir kynntust þegar Rauðinúpur var smíðaður í Japan fyrir Jökul hf. en Asi- aco var umboðsaðili fyrir japönsku skipasmíðastöðina og þar starfaði hann í tæp 20 ár eða allt til ársins 1992 þegar fyrirtækið ísfell var stofn- að við eldhúsborðið heima hjá hon- um. „Mér hefur alltaf þótt þetta skemmti- leg vinna. Ég var ánægður með að fara í land en greip alltaf í afleysingar á sumr- in allt þar til skömmu eftir 1980 að ég fór minn síðasta afleysingatúr. Þá var kvótakerfið á næsta leyti og við vorum á svokölluöu skrapdagakerfi og það fannst mér alveg hábölvað og hrósaði happi að þurfa ekki að vinna við þessar aðstæöur. Ég hef í gegnum starfib í rauninni alltaf verið í huganum úti á sjó því ég er alltaf að tala við skipstjóra og útgerð- armenn og þannig hef ég aldrei sagt skilið við þetta. Ég hef kynnst mörgum stórskemmti- legum mönnum í gegnum þetta starf, bæði aflaskipstjórum og útgerðarmönn- um. Nú fer þeim fækkandi sem eru á mínum aldri í þessu, yngri menn hafa tekið vib." Páll Gestsson situr nú bak við skrif- borb en sat áður í skipstjórastólnum á Siglfirðingi SI sem hann staðhæfir að hafi verið fyrsti skuttogari íslendinga hvað sem sagnfræðingar segja. □ „Siglfirðingar voru fyrstir Is- lendinga til að eignast skut- togara," segir Páll Gestsson, sölustjóri hjá ísfelli hf., í samtali við Ægi. ægir 13

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.