Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1996, Blaðsíða 22

Ægir - 01.08.1996, Blaðsíða 22
20-25; Rl: 19-24; R2: 19-26; hryggjar- liöir: 58-61, tálknbogatindar: 28-34. Heimkynni: ísþorskur finnst í NA-Atl- antshafi undan austurströnd Græn- lands norðan 70°N og í NV-Atlantshafi norðan 70°N. í nóvember 1995 veiddi togarinn Þuríður Halldórsdóttir GK ís- þorsk sem var 33 cm langur á 448 m dýpi á Vestfjarðamiðum (66°34'N, 25°12'V). Lífshœttir: Uppsjávarfiskur sem held- ur sig stundum á 10-25 metra dýpi undir rekísnum í Norðurhöfum. Rán- og torfufiskur sem étur einkum ískóð, krabbaflær o.fl. Ætt: Svartdjöflaætt, MELANOCETIDAE Svartdjöfull, Melanocetus johnsonii Giinther, 1864 Stcerð: A.m.k. 17 cm. Lýsing: Hausstór og kjaftstór fiskur með stórar og hvassar tennur á skolt- um. Augu eru ailstór. Hrygnur eru með s.k. „veiðistöng" á enni og nemur lengd hennar um þriðjungi til tæplega tveim- ur þriðju af lengd fisksins að sporði. Á FuniUirstaðw svartiijöfuls. enda þessarar stangar er blaðlaga ljós- færi án þráða. Bak-, eyr- og sporðuggi eru allir velþroskaðir en raufaruggi er smærri og kviðugga vantar eins og hjá öðrum sædyflum. Einkennandi fyrir þessa tegund og aðra fiska sömu ættar er að geislar bakugga eru fleiri en 11 og geisiar raufarugga eru færri en 6. Hæng- ar eru dvergvaxnir. Litur er svartur. Geislar B: 13-17; R: 4; E: 17-23. Heimkynni: Svartdjöfull finnst í öllum heimshöfum. Nyrsti fundur til þessa er á Dohrn-banka við Austur-Grænland. Einnig hefur hann fundist í Grænlands- hafi djúpt suðvestur af íslandi. í maílok 1996 veiddist 17 cm svartdjöfull í flot- vörpu á 732-750 metra dýpi við 200 sjómílna mörkin vestur af Reykja- nesskaga (62°50'N, 30°35'V). Lífshœttir: Miðsævis- og djúpfiskur sem fundist hefur á 100-2000 metra dýpi. Hængar lifa sjálfstæðu lífi en ekki sníkjulífi á hrygnunum eins og algengt er meðal margra tegunda sædyfla. Ætt: Lúsíferaætt, HIMANTOLOPHIDAE Ýmir, Hiimntolophus melanoplius Bertelsen & Krefft, 1988 Stœrð: 19 cm. Lýsing: Tegund þessi líkist frændum sínum af lúsíferaætt (lúsífer, tuðru, litlu tuðru og litla lúsífer) sem fundist hafa á ís- landsmiðum í því að vera þykkvaxinn, hausstór og kjaftvíður með oddhvassar tennur og smá augu. Þaö sem einkum greinir hann frá ætt- ingjum sínum er útlit „veiðistangar" á enni og angar á henni, svo og Ijósfæri á enda stangar (sjá mynd). Lengd stangar er um 40-41% af lengd fisks að sporöi. Litur er svartur. Geislar B: 5; R: 4; E: 15-17. Heimkynni: Þessi tegund fannst fyrst á 350 metra dýpi suðvestur af Kanarí- eyjum og mældist 82 mm á lengd. Síð- an veiddust tveir fiskar, annar á 360-550 dýpi vestan við Flórídaskaga í Bandaríkjunum en hinn á 411 m dýpi austan sama skaga. Fiskar þessir voru 94 og 35 mm langir. í júlí 1995 veiddist fjórði fiskurinn og aö þessu sinni á grá- lúðuslóð vestan Víkuráls og var hann 19 cm langur. Veiðiskip var Ýmir HF. Lífshœttir: Lítið er vitað um lífshætti tegundarinnar enn sem komið er. Ætt: Hyrnuætt, ONEIRODIDAE Drekaliyrna, Chaenophn’nc draco Regan & Trewavas, 1932 Stœrð: A.m.k. 13 cm. Lýsing: Smávaxinn og mjög hausstór fiskur. Engir gaddar eru á kambinum. Kjaftur er stór og á skoltum eru nál- hvassar tennur. Á enni er „veiðistöng" með ljósfæri á enda. Litur er svartur. Heimkynni: Tegundin finnst í öllum heimshöfum. Lirfur og ein hrygna hafa m.a. fundist norðan við Madeira. Þá hafa fundist a.m.k. þrjár hrygnur 11,5-13 cm langar á grálúðuslóð vestan Víkuráls. Fyrstu tvær veiddust í júní 1990, en tegundagreining tafðist dálít- ið og ein veiddist í júlí 1995. 22 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.