Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1996, Blaðsíða 21

Ægir - 01.08.1996, Blaðsíða 21
sem einnig finnst innan íslenskrar lög- sögu og líkist margbroddabak í útliti. Rák er dekkri og greinilegri á marg- broddabak en fjölbroddabak. Fundarstaður margbroddabaks. Geislar B: 32-46 smágaddar; E: 10-14; kviðuggar: 8-10. Heimkynni: Margbroddabakur finnst í öllum heimshöfum. í NA-Atlantshafi hefur hann m.a. fundist undan Marokkó, við Kanaríeyjar og Asóreyjar. í ágúst 1995 veiddist einn 59 cm langur í rannsóknaleiðangri á rs. Bjarna Sæ- mundssyni á 2267 m dýpi um 120 sjó- mílur suður af Ingólfshöfða (61°50'N, 16°54'V). Lífshœttir: Djúpfiskur sem fundist hefur á 1300-3700 metra dýpi, oftast á 2000-3000 m. Fæða eru botnlægir hryggleysingjar einkum krabbaflær, agnir (Mysidea) og burstaormar. Ætt: Langhalaætt, MACROURIDAE Brynhali, Nematonurus armatus (Hector, 1875) Stœrð: 80 cm. Lýsing: Allhausstór og langvaxinn fiskur, þykkur á bol en þynnist og mjókkar aftur eftir og endar í mjórri totu eða hala án skýrt afmarkaðrar sporðblöðku. Trjóna er oddmjó og lengri en þvermál augna. Augu eru frek- ar smá. Kjaftur er í meðallagi stór. Tenn- ur í efra skolti eru í tveimur röðum og eru tennur ytri raðar stærri. í neðra skolti er einföld röð tanna. Hökuþráður er greinilegur. Bakuggar eru tveir og er sá fremri allhár og annar geisli hans er sagtenntur. Aftari bakuggi byrjar góðan spöl aftan við þann fremri og aftan við fremri rætur raufarugga. Raufaruggi er þannig aðeins lengri en aftari bakuggi en báðir ná þeir aftur á halaenda. Eyr- uggarætur eru framan við fremri rætur fremri bakugga. Kviðuggar eru undir fremri rótum eyrugga. Fremsti geisli kviðugga er langur. Hreistur er broddað. Litur er brúnn eða rauðbrúnn, ugga- himnur eru brúnleitar. Kjaft- og tálkna- hol er svartleitt. Geislar B: 10-12; E: 19-21; K: 10-11. Heimkynni: Brynhali finnst í NA-Atl- antshafi frá Madeira norður til íslands- miða og A-Grænlands. í NV-Atlantshafi frá Davissundi suður til Kúbu. í SV-Atl- antshafi hefur brynhali fundist undan Montevideo í Úrúgvæ. í sunnanverðu Indlandshafi, við Nýja-Sjáland og í Kyrrahafi finnst hann einnig. í ágúst- mánuði 1995 veiddust fimm brynhalar í rannsóknaleiðangri á rs. Bjarna Sæ- mundssyni djúpt suður af landinu. Þrír veiddust á 2074 metra dýpi suður af Ingólfshöfða (62°20'N, 17°00'V), einn veiddist á 2267 m dýpi (61°50'N, 16°54'V) og einn á 1688 m dýpi suður af Vestmannaeyjum (62°04'N, 20°54'V). Fiskar þessir voru 14-32 cm á lengd. Lífshœttir: Miðsævis-, djúp- og botn- fiskur sem fundist hefur á 280-4700 metra dýpi. Oftast er hann dýpra en 2000 m. Fæða er m.a. ýmis smákrabba- dýr, bæði botnlæg og sviflæg, skrápdýr, smokkfiskar og fiskar. Ætt: Þorskaætt, GADIDAE ísþorskur, Arctogadus glacialis (Peters, 1874) Stœrð: Getur náð meira en 40 cm stærð. Lýsing: Langvaxinn fiskur með all- stóran haus og stór augu, jafnlöng trjónu. Skoltar eru jafnlangir eða sá Fundarstaður ísþorks. neðri teygist aðeins fram. Kjaftur er ör- lítið skásettur. Sterklegar tennur eru á gómbeinum. Hökuþráð vantar eða hann sést ekki. Bakuggar eru þrír og raufaruggar tveir og eru þeir allir frekar stuttir og gott bil á milli þeirra. Eyr- og kviðuggar eru velþroskaðir og eru kvið- uggar framan við rætur eyrugga. Sporð- ur er sýldur. Rák er allgreinileg, ósam- felld og liggur í sveig yfir eyruggum en er að öðru leyti bein frá öðrum bakugga og aftur úr. Litur er dökkleitur, svartbrúnn á baki og hliðum en kviður er ljósari. Uggar eru svartir. Geislar Bl: 10-13; B2: 16-21; B3: ægir 21

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.