Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1996, Blaðsíða 31

Ægir - 01.08.1996, Blaðsíða 31
Stríðshetjur á friðartímum Helgi rifjar upp ab í fyrsta þorskastríbinu hvíldi nær alger leynd yfir störfum Gæslunnar og litlar fréttir voru birtar af framgangi mála frá hliö íslendinga meöan Bretar sáu um ab birta fréttir frá sínum sjónarhóli og segir Helgi aö starfsmönn- um Gæslunnar hafi oft gramist hve sá fréttaflutningur var lit- aður. „Svo þegar fært var út í 50 mílur 1972 var allt annaö uppi á teningnum. Það þorskastríð var töluvert betur kynnt og miklu opnara. Þá áttuðu ráðamenn sig á því að fjölmiðlarnir geta verið sterkir bandamenn. Síðasta þorskastríðið var síðan galopið og langmestur fréttaflutningur af því." Ef Helgi ber þessar þrjár baráttur saman. Hver þeirra var líkust stríði? „Það var seinasta þorskastríðið. Þá var komin mun meiri harka í þetta allt saman og Bretar beittu sínum herskipum og dráttarbátum mun meira en þeir höfðu gert áður. I átökun- um um 50 mílurnar 1972 áttum við aðallega í höggi við dráttarbáta sem þá komu fyrst inn í þetta, en þeir voru ekki vanir átökum af þessu tagi, en mennirnir sem stjórnuðu her- skipunum voru mun aðgangsharbari." Varbskip íslendinga máttu sín oft og tíðum lítils gegn miklu stærri herskipum Breta en ásiglingar eru hlutir sem flest skip þola illa og herskipin fengu skráveifur ekki síður en varð- skipin. Sérstaklega varð Baldur þeim skeinuhættur en Baldur var skuttogari sem tekinn var á leigu og notaður sem varb- skip. Þetta var sterkbyggt skip og hrabskreitt og þegar hann slæmdi afturendanum í bresku herskipin skar hann þau eins og dósahnífur. Baldur er ennþá í íslenska fiskiflotanum og heitir nú Skutull ÍS. „Baldur var einfaldlega mun sterkari en þessi herskip." I mörg horn að líta Helstu þættir í starfi Gæslunnar eru landhelgisgæsla og björgunarstörf. Veiðieftirlit og eftirlit með íslenskum fiski- skipum á heimaslóð er mikilvægur þáttur en á síðustu árum hefur starfssvið Gæslunnar aukist með tilkomu aukinna út- hafsveiða. Dohrn-bankinn er svæði sem þarfnast stöðugs eft- irlits, Reykjaneshryggurinn er átakasvæði þar sem alþjóölegur floti stundar veiðar og margir í þeirra hópi svífast einskis og hirða lítt um landhelgislínur, sama viðhorf er uppi í Síld- arsmugunni svokölluðu austur af landinu. Benda má á „grá svæði" við Hvalbak og Kolbeinsey þar sem stundum þarf að stugga við dönskum og færeyskum skipum en Danir viður- kenna hvorugan stabinn sem viðmiðunarpunkt. Þegar við- talið fer fram er varðskip tilbúið til ab sigla austur í Barents- haf til að aðstoða íslenskan flota sem þar er að veiðum og er það þribja sumarið í röb sem varðskip heldur þangað. Af þessu má ráða að skyldur Gæslunnar eru margvíslegar, ekki síst þegar fjölþætt björgunarstörf á sjó og landi bætast við. „Þab er hins vegar alveg ljóst að Landhelgisgæslan hefur FiskveiÖasjóður íslands, sem þjónað hefur sjóvarúlvegi Islendinga í nær 90 ór, færir Landhelgisgæslu íslands bestu órnaðaróskir í tilefni 70 óra afmælisins. [5 FISKVEIÐASJOÐUR ÍSLANDS fastn árnaUrtt&r prk iT* Vélstjórafélag Islands ÆGIR 31

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.