Ægir - 01.08.1996, Blaðsíða 39
Ýmis skipskerfi: Tankamælikerfi fyrir geyma er frá Ulstein
Marine Soundfast gerð 830-506. Ferskvatnsframleiðslutæki er
frá Alfa Laval gerð JWP-26-C 80, afköst 12 m3 á sólahring.
Þvottakerfi fyrir vinnsluþilfar er frá Kew MPS 44-3 D. Fyrir
vélarúm er COz slökkvikerfi.
Kerfi fyrir vistarverur: íbúðir eru hitaðar upp með miðstöðv-
arofnum sem fá varma frá afgaskatli um varmaskipti. íbúðir
eru loftræstar með rafdrifnum blásurum frá Nordvest Miljo,
innblástur 6.820 m3 klst blásari, íbúðablásari er útbúinn með
upphitun í loftrás. Sogblásarar em fyrir eldhús, sjúkraklefa og
snyrtingu o.fl. rými. Vinnsluþilfar er loftræst með blásurum
og hiturum frá Nordvest Miljo. Fyrir hreinlætiskerfi er
ferskvatnsþrýstikerfi með tveimur Hydrophore Allweiler dæl-
um. Salerniskerfi er frá Evac.
Vökvaþrýstikerfi. Fyrir vökvaknúinn vindubúnað er há-
þrýstikerfi frá Rapp Hydema A.S. Kerfiö samanstendur af tíu
aðaldælum og eru staðsettar í dælurýmum á togþilfari, dæl-
urnar eru frá Denison. Dælurnar eru rafdrifnar og hámarks
aflþörf kerfisins er 1.390 KW. Hámarks kerfisþrýstingur er 195
bar og þrýstifall yfir mótora er 175 bar. Auk þess er rafdrifin
vökvadæla 15 KW fyrir stjórnbúnað.
Fyrir skipskrana eru sjálfstæð raf/vökvadrifin kerfi.
Fyrir fiskilúgur, skutrennuloka, ísgálga, smávindur o.fl. er
sjálfstætt háþrýsti vökvakerfi. A vinnsluþilfari er sjálfstætt há-
þrýsti vökvakerfi fyrir plötufrysta frá Carnitech.
Kœli/frystikerfi: Fyrir frystitæki og lestar eru kerfi frá Midt Troms
Kjöleservice A.S. staðsett í vélarúmi. Tvær Howden rafdrifnar
kæli/frystiþjöppur af gerð XRV 163 með 150 KW rafmótorum,
samtals afköst 680 KW, kælimiðill á kerfum er R-22 (freon).
Kæli- og frystikerfl fyrir matvæli em með sjálfstæð kerfi frá
HK-Hermetik, kælimiðlar á kerfum eru R-22 og R-404A
íbúðir
Almennt: íbúðir eru samtals fyrir 25 menn í átta tveggja
manna klefum og níu eins manns klefum, auk þess er sjúkra-
klefi með tveimur hvílum. Svefnklefar eru með síma, sjón-
varps- og myndbandstæki í hverjum klefa og hafa aðgengi að
snyrtingu (salerni og sturta) og eru fimmtán snyrtiklefar í
tengslum við svefnklefa. Þrettán klefar með sérsnyrtingu og
fjórir sameinast um tvo snyrtiklefa.
íbúðir eru á þremur hæðum, á togþilfari, neðra- og efra
hvalbaksþilfari.
Togþilfar: í b.b.-þilfarshúsi er stakka- og hlífðarfatageymsla,
með snyrtiklefa, aftast og síðan fimm tveggja manna klefar
frameftir.
Neðra hvalbaksþilfar: B.b.-megin talið fram eru fyrst fjórir
eins manns klefar, síðan líkamræktaraðstaða með sauna og
sturtuklefa og sjúkraklefi. Fyrir miðju talið fram em matvæla-
geymslur, kæli-, frysti- og þurrgeymsla. Síðan reyklaus setu-
stofa, aftan við lúgustokk em geymslur og salemisklefi. Fram-
an við lúgustokk em þvottahús og geymslur. S.b.-megin talið
fram er eldhús, síðan borðsalur, ræstingaklefi, þrír tveggja
manna klefar og einn eins manns klefi.
Efra hvalbaksþilfar: Fjórir eins manns klefar, tækja- og sal-
ernisklefi. Allar íbúðir, borðsalur og setustofa eru rúmgóðar
og einangraðar með steinull og klæddar eldtefjandi plötum.
Reykingamenn hafa aðstöðu í hlífðarfatageymslu.
Vinnsluþilfar
Meðhöndlun afla: Framan við skutrennu eru tvær vökva-
knúnar fiskilúgur sem veita aðgang að tvískiptri móttöku, um
46,5 m3 að stærð, aftast í fiskvinnslurými. í efri brún skut-
rennu er vökvaknúin skutrennuloka. Móttökunni er lokað að
framan með fjórum vatnsþéttum rennilokum.
Vinnslubúnaður: Skipið er búið sérhæfðum tækjum fyrir
rækjuvinnslu og er kerfið hannað og smíði á færiböndum og
körum frá Carnitech A.S.
Rækjuvinnslukerfið greinist í tvær megin línur. B.b.-megin
er flokkuð rækja sem fer í pönnufrystingu. S.b.-megin er
flokkuö rækja sem fer í sjóðara og síðan í lausfrysti. Kerfin
eru: flokkunarvélar, sjóðarar, litunarkör, færibönd, safnkör,
tölvuvogir, pökkunarborð og sjálfvirkar pökkunarvélar. Fjöl-
flokka flokkunarvélar eru frá Carnitech. Sjóðarar eru frá
Carnitech, gufukyntir, afköst 2x900 kg/klst. Litunarkör eru
frá Carnitech, afköst 2x700 kg/klst. Tölvuvogir frá Marel og
pökkunarvélar frá Strapack.
Frysting: Búnaður til frystingar er frá D.S.I. og samanstend-
ur af fjórum láréttum fimmtán stöðva plötyfrystum gerð HK
5/15, heildarafköst um 26 tonn á sólarhring og tvöföldum
lausfrysti frá Carnitech, afköst um 32 tonn á sólarhring. Laus-
frystarnir eru meö tvö færibönd og sjö kæliblásara á hvoru
bandi.
Eftir úrslátt úr pönnum og eftir sjálfvirka pökkun fer varan
í sjálfvirka lyftu, frá Odim Skodje, til lestar. Eftir lausfrysti fer
rækjan í pökkun og síðan að lyftu til lestar. Loft og síður í
vinnslurými er einangrað með steinull og klætt með plast-
húðuðum krossviði.
Fiskilestar, frystilestar
Almennt: Lestarrými undir aðalþilfari er 946,7 m3 og er
lestin gerð fyrir geymslu á frystum afurðum. Fremst á milliþil-
fari er 211,5 m3 lest gerð fyrir umbúðir.
Frágangur og búnaður í aðallest: Síður, þil og loft lestar eru
einangruð með steinull og botn með polyurethan. Lestin er
klædd með vatnsþéttum krossviði, gólf með steypulagi og tré-
grindum ofan á. Lestin er kæld með kælileiðslum í lofti lestar
og skipt í hólf með uppstillingu. í lest er færiband sem teng-
ist lyftubúnaði.
Milliþilfarslest er einangruð og klædd hliðstætt og aðallest
en er ekki útbúin sem frystilest.
Lúgubúnaður, afferming: Tvö lestarop eru á aöallest, annað
framan við stýrishús, fyrir miðju, og hitt s.b.-megin á togþil-
fari. Framarlega fyrir miðju á vinnsludekki er stigi niður í lest.
Fremra lestarop er einnig fyrir umbúðalest. Fyrir fermingu og
affermingu eru tveir kranar, sinn fyrir hvora lúgu.
Vindubúnaður
Almennt: Vindubúnaður skipsins er vökvaknúið háþrýsti-
ÆGIR 39