Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1996, Blaðsíða 30

Ægir - 01.08.1996, Blaðsíða 30
vitum ekki hvað við fáum Yarmouth F-101 siglir í eitt afþremur skiptum á v/s Þór út af Austurlandi. Lincoln F-99 siglir á Ægi út af Austurlandi i afmælisgjöf segir Helgi Hallvarðsson skipherra Landhelgisgæslunnar „Við höfum lýst þeirri skoðun okkar að brýnt sé að endurnýja skipakost Landhelgisgæslunnar í takt við tímann og þær auknu kröfur sem gerðar eru. Nýtt varðskip eða yfirlýsing stjórnvalda um slíkar fram- kvæmdir væri því besta afmælisgjöf sem við gætum hugsað okkur,“ sagði Helgi Hallvarðsson, skipherra hjá Landhelgisgæslunni, í samtali við Ægi. Land- helgisgæslan hefur í sumar minnst þess með ýmsu móti að 70 ár eru liðin frá stofnun hennar. Sögusýn- ing var haldin við góðar undirtektir og saga Land- helgisgæslunnar verður gefin út í haust. Hin eigin- lega afmælisveisla verður ekki haldin fyrr en 30 ágúst ■ sumar og þá má ætla að formlegar afmælis- gjafir verði afhentar svo ekki er enn útséð um hvort ákvörðunar um endurnýjun skipakosts er að vænta. Helgi í meira en hálfa öld Landhelgisgæslan á aö baki litríka sögu sem er jafnframt samofin sögu íslensku þjóðarinnar sem sjálfstæðrar fiskveiði- þjóðar. Þrjú þorskastríð hafa verið háð, fyrst við útfærsluna 1958 þegar landhelgin var færð út í 12 mílur, þá 1972 þegar fært var út í 50 rnílur og loks 1975 þegar landhelgin var færð út í núverandi stærð sem er 200 mílur. Helgi Hallvarðsson kom fyrst um borð í varðskip 30. júlí sumarib 1946 svo hann á hálfrar aldar starfsafmæli um þessar mundir. Helgi tók þátt í öllum þremur þorskastríðunum, fyrst sem stýrimaður og sem skipherra í tveimur þeim síðari. „Upphafið var þegar björgunarskipið Þór kom til Vest- mannaeyja árið 1920 og það má þannig segja að Vestmann- eyingar hafi orðið upphafsmenn íslenskrar landhelgisgæslu en Danir höfðu annast gæslu hér við land þá um árabil." Landhelgisgæslan hefur alltaf unnið störf sem stundum hafa sætt mikilli gagnrýni bæði frá sjómönnum og almenn- ingi. Sjómenn vilja stundum ekkert af Gæslunni vita en vilja helst hafa hana við hendina þegar eitthvað bjátar á. „Það fylgir okkar starfi að vera í senn hetjur og skúrkar og það er yfirleitt hlutverk fjölmiðla að setja okkar í hlutverk- ið," segir Helgi. „Við vorum þjóðhetjur þegar þorskastríöin stóðu en nú erum við stríöshetjur á friðartímum." 30 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.