Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1996, Blaðsíða 12

Ægir - 01.08.1996, Blaðsíða 12
Siglfirðingur var fyrsti skuttogarinn Páll Gestsson sölustjóri hjá ísfell rifjar upp gamla tíma „Við vorum ungir og bjartsýnir og fengum tækifæri til þess að eign- ast skip. Við létum smíða Siglfirðing Sl 150 í Ulsteinsvík í Noregi 1963-1964. Siglfirðingur Sl 150 var þar með fyrsta skipið byggt með skutrennu til afgreiðslu á trollinu. Siglfirðingar voru þannig fyrstir Is- lendinga til að eignast skuttogara," sagði Páll Gestsson, sölustjóri hjá ísfelli hf., í samtali við Ægi. Páll ætti ab vera sæmilega traustur heimiidarmabur um þetta mál þar sem hann var einn eigenda Siglfirðings og skipstjóri á honum frá 1964 til 1968. Þegar rætt er um skuttogarabylting- una kemur oft upp sú skoðun í máli mánna að Barði NK 120, sem kom til Neskaupstaðar 1971 þá 4 ára gamall, hafi verið fyrsti íslenski skuttogarinn. Páll bendir á að smíðaár Siglfirðings, 1963-1964, vitni um hvað sé rétt í þessu máli. Þetta merka skip er enn í flotanum og heitir Súlnafell EA og er skráð sem skuttogari. Skipið er jafn- langt og þab var við komuna til lands- ins á sínum tíma en hefur verið yfir- byggt- „Þetta var gjörólíkt því sem maður átti að venjast frá síbutoginu. Mabur var vanur því ab sjá vírana liggja saman í blökkinni og ég var töluverðan tíma að átta mig á þessu öllu saman en vib fiskuðum vel. Síldveiðar skemmtilegasti veiði- skapurinn Siglfirðingur var ekki eingöngu tog- skip því einnig var hægt að vera með nót og tók hann þátt í síldveiðum vib góðan orðstír síðustu fjögur árin sem síldin veiddist. Páll minnist með mikilli ánægju ár- anna á „Rauða torginu" þegar best fiskaðist. „Vib vorum með stórt og öflugt skip og það var oft gaman ab vera til. Síld- veiðar eru tvímælalaust skemmtilegasti veiðiskapur sem ég get hugsað mér." Páll hóf sjómennsku á m/b Gróttu EA 364 1942 á síldveiðum með föbur sínum Gesti Guðjónssyni skipstjóra og þó það væri fyrsta sinn sem hann var fullgildur háseti hafði hann oft fengið að fara með föður sínum í síldveiðitúra, allt frá 6-7 ára aldri. Fyrstu slíkar minningar eru tengdar e/s Ármanni Re 255 sem var 110 tonna gufuskip, svokallaður línuveiðari, í eigu Fylkis hf. í Reykjavík, en þar var faöir hans skipstjóri í mörg ár. „Ég fór fyrst á togara haustið 1946 á b/v Faxa EK með landsþekktum skip- stjóra, Sigurjóni Einarssyni frá Hafnar- firði." Páll útskrifaðist úr Stýrimannaskól- anum árið 1949 og þá lá leiðin til Siglu- fjarðar þar sem verið var að hefja tog- araútgerð og þar varð starfsvettvangur Páls næstu 20 árin. En hvernig vildi þab til að Siglfirð- ingar urðu fyrstir íslendinga til þess að láta smíða fyrir sig skuttogara? „Það er dálítil saga á bak vib það og hún hefst þegar togarinn Elliði fórst út af Breiðafirði árið 1961." Þegar Elliði fórst Togararnir Elliði og Hafliði vom gerð- ir út frá Siglufirði og var Páll skipstjóri á Hafliða þegar þetta gerðist. Mikill leki kom að Elliða en áhöfninni var bjargað á dramatískan hátt um borð í Júpíter RE sem var undir stjórn Bjarna Ingimars- sonar. Tveir menn fórust en þeir týnd- ust í gúmbát. Þjóðin fylgdist grannt með þessum atburðum og Gunnar Thoroddsen fjármálarábherra tilkynnti Siglfirðingum fljótlega eftir þetta að 6 milljónir króna hefbu verið lagðar á reikning og myndu renna til að styrkja Siglfirðinga til að eignast nýtt skip í stað Elliöa. Það var síðan rúmu ári síðar að bæjarstjórinn á Siglufirði kallaði Pál og fleiri unga skipstjórnarmenn í bænum á sinn fund til að skoða teikningar af skipum sem borist höfðu og vekja áhuga þeirra á að stofna félag um nýtt skip. „Við skoöuðum margar teikningar, þar á meðal var ein teikning af litlum skuttogara sem okkur leist langbest á. Siglfirðingur hf. varb til og skuttogari byggður samkvæmt fyrrnefndri teikn- ingu og við sáum aldrei eftir því. Vib höfðum séð þýska skuttogara hérna á miðunum. Þetta voru miklu stærri og öflugri skip en okkar og voru yfirleitt kölluð „ryksuguskip" áður en íslendingar eignuðust sjálfir slík skip." Fyrsti höfuðlínumælirinn Ýmsar nýjungar voru reyndar um borð í Siglfirðingi og þannig varð það fyrsta íslenska skipið til þess að reyna síldveiðar í flottroll sem var keypt frá Hermanni Engel í Þýskalandi. Páll full- yrðir að með þessum kaupum hafi Sigl- firðingur orðiö fyrsti viðskiptavinur Engels á íslandi en seinna, þegar skut- togarar fóru að nota flottroll, voru þau nær eingöngu keypt frá Engel. Trollið var merkilegt tæki en ekki síður var þetta nýjung vegna þess útgerðin keypti kapal-höfuðlínumæli frá Decca sem var að sögn Páls eina slíka tækið sem þá var í notkun á íslenska flotanum en þetta var árið 1964. Nú um stundir eru slíkir mælar og aðrir nemar sem festir eru á trollið helstu nýmæli sem íslenskir út- gerðarmenn og skipstjórar eru að nýta 1 2 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.