Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1996, Blaðsíða 25

Ægir - 01.08.1996, Blaðsíða 25
svo var einnig í þessari veiðiferð þegar stöðugt þurfti að bæta á kælkikerfið. Vél- stjórar höfðu fyrst orðið varir við slík ein- kenni þegar verið var aö taka upp kælivél- ina þremur árum áður en umrætt slys varð. Það kom og fram í réttinum að vél- stjórum var kunnugt um það í upphafi veibiferðarinnar að kælivélin lak. Enginn sem kom fyrir réttinn í Hafnar- firbi kannaðist vib að hafa séð leiðbein- ingar um meðferð efnisins og fram koma að viðvörunarmerki sem hafbi verið á hurð kæliklefans var löngu horfið. Methylklóríð var á þessum tíma nær algerlega lyktarlaust en það þótti vara- samur eiginleiki og því framleiðendur í vaxandi mæli farnir að blanda lyktsterk- um efnum, s.s. táragasi, í efnið svo fyrr yrði vart við leka. í leiöbeiningum frá Messr. J.&E. Hall, Limited, framleiðanda kælivélarinnar í Röðli, segir orbrétt: „Forðast skal að anda að sér methýl- klóríð-gasi. Gasið hefur væga sæta lykt og virkar sem deyfilyf sé því andað inn í stór- um skömmtum eða yfir lengri tíma. Gasið hefur skableg áhrif á líkama manna og veldur óglebi og svima. Sé gas í andrúmsloftinu og loftræsting ónóg ætti að nota öndunargrímu sem dugir fyrir methylklóríb. Venjulegar gas- grímur duga ekki." Þegar Röðull lagði að bryggju í Reykja- vík kom borgarlæknir þegar um borð ásamt aðstoðarmanni sínum og þeir vom fljótir ab átta sig á að hér var ekki um matareitrun eða vímuefni að ræba. Fjórir þeirra sem verst vom haldnir vom lagðir inn á Heilsuverndarstöbina við Baróns- stíg, sem þá var borgarsjúkrahús, en aðrir fóru heim. Þeim var hins vegar smalab saman samdægurs og látnir mæta á spít- alann í rannsókn daginn eftir heimkom- una og eftir þá rannsókn vom sjö til við- bótar lagöir inn. Samtals lágu 12 manns úr áhöfninni á sjúkrahúsi í nokkrar vikur, þeir sem lengst lágu vom þar í tæpa þrjá mánuði en þá vom þeir flestir útskrifaðir og taldir vinnufærir. Tveir hásetar veiktust sýnu minna en aðrir en þeir áttu það sameiginlegt að hafa lítib haldiö sig frammi í vistarverum þar. Kom þar bæði til sjóveiki og einnig það ab eftir lát eins hásetans vildi klefafé- lagi hans ekki dvelja frammí og eftir það batnaði honum. Þessir tveir eiga þab sam- eiginlegt að lifa enn. Rannsóknir árum saman Læknar á Borgarspítalanum fylgdust grannt með áhrifum eitrunarinnar á sjúklingana enda fjöldaslys af þessu tagi sem betur fer sjaldgæf og því gafst þarna fágætt tækifæri til þess að rannsaka lang- tímaáhrif bráðrar methylklóríö-mengun- ar. Fjölmörg einkenni, bæði líkamleg og andleg, komu í ljós í hópnum og sum gengu til baka en önnur ekki. Röðuls- slysið er eina slysið sinnar tegundar um borð í íslensku fiskiskipi og mun vera eitt fárra slíkra tilvika í heiminum en á stríðsárunum mun hafa orðið áhapp í sláturhúsi á Selfossi þar sem methylklór- íð lak af kælikerfi og tveir menn veikt- ust. Læknavísindin héldu áfram að fylgj- ast með hópnum af Röðli eftir að þeir voru útskrifaðir af spítalanum og farnir til vinnu á ný og niðurstöður þeirra rannsókna hafa birst í tveimur erlendum læknatímaritum. Þeir sem minnst veikt- ust voru á sjúkrahúsi í eina til tvær vik- ur, en þeir sem verst voru leiknir lágu rúmfastir á sjúkrahúsi í allt að fjóra mánuði. Tveir styttu sér aldur Fyrri rannsóknin var gerð af þeim Ósk- ari Þórðarsyni, Gunnari Guðmundssyni, Ólafi Bjarnasyni og Þorkatli Jóhannesyni og birtist í Nordisk Medicin árið 1965 og þar er skýrt frá því að 20 mánuðum eftir slysið finni margir en til verulegra eft- irkasta. Minnkuð vinnugeta, skjálfti í út- limum, taugakippir í andliti, ribuköst og minna áfengisþol voru algengustu ein- kennin. Sálræn einkenni birtust í þung- lyndi sem leiddi til þess að tveir úr hópn- um styttu sér aldur. Þrír úr hópnum eru þegar rannsóknin er gerð úrskurðaðir með 75%-30% örorku. Skemmdir í miðtauga- kerfi, sem virðast varanlegar, birtast eink- um í kvíðaköstum, svefnleysi, minnkabri kyngetu og fleiri einkennum. í niburstöð- um greinarinnar segir að níu þeirra sem veiktust eigi við varanleg og alvarleg eftir- köst að stríða sem einkum birtast í skemmdum í miðtaugakerfi. Methylklóríð hljóti því að teljast alvarlegt eitur og hvatt er til meiri varfærni í umgengni við það. Allir með merkjanleg eftirköst 13 árum seinna Seinni rannsóknin var gerð af Gunnari Guðmundssyni og var birt í tímaritinu Archives of Environmental Health árið 1976. Þá var enn haft samband viö þá sem Rætt við skipstjörann á bv Röðli MORGUNBLAÐIÐ mtti i gær tal við skipstjórann á bv Itöðli, Jcns Jónsson, og lýstl hann alburðunum þannij:: Eftir hádcgl á fimmtudac: vorum vlð staddlr á Mýra- Erunni, Jiegar bcra tók á veikindum i mannskapnum, cins konar gubbupcst, Við töldum i íyrstu, að hér værl ekkl um ncilt alvarlegt að ncða, heldur einhverja um- gangsveiki, og fylgdumst með veikinni scm slikri. A föslu- dagsmorgun jukust veikind- ln og voru orðln cinna svæsn- ust upp úr hádcglnu. Rctt fyrir kl. 14 höfðum við sam- band við lækni i Veslmanna- cyjum. Alcit hann í fyrslu eins og við, að J»etta væri einhver umfcrðarveiki og gaf okkur ýmisleg ráð. Við íæröum okkur vcslur eftir og vorum á öræía- grunni um kl. 21, þegar vcik- in var komin á mjög alvar- legt stig hjá sumum, svo aö við tókum að óttast um lií Snæbjarnar heitins. Var þá ekki beðið boðanna, heldur haldið til Eyja á fullri fcrð og samband haft við lækni á sluttum íresti. Um kl. 22 lézt Snæbjðrn eftir stutt dauðastrið. Um mið nætti urðum við hræddlr um llf annnrs, scm var fnrinn að íá krampafiog. Var þá stöðugt samband haft við lækni og bcðið um aö Jæknir yrði scndur til móts viö okk- ur. Kom héraðslæknlrinn I Veslmannaeyjum með haín- sögubátnum og hlttust skip- in vestur undan Portlandi milli kl. 4 og 4.30 á laugar- dagsmorgun. Þegar tU Eyja kom, voru tveir sendir í sjúkrahúsið og eru þar enn þungt haldnir nú kl. 15.30, nðrir á balavegi. Þcss má gcta, að það wru cingöngu menn, scm búa frammi i, sem tóku veikina, nema cinn annar fckk væg einkcnni. Allir hásetarnir nema tveir urðu veikir. Sum- ir eru nú orðnir góðir, en aðrir á batavegi. Ekki er enn vitað, hvað veikinni olli, en það roun vera e. k. eitrun, annað hvort 1 mat, vatni eða jainvel and- rúmslofti. Röðulsslysið varð mikið fréttaefiú og birtust um það fréttir í blöðum dag eftir dag, m.a. þessi sem er úr Mogganum. ÆGIR 25

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.