Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1997, Blaðsíða 7

Ægir - 01.12.1997, Blaðsíða 7
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Afnám einkasölunnar það besta sem gat komið fyrir SÍF Gunnar Öm Kristjánsson, framkvœmdastjóri SÍF, telur að fyrirtœkið sé á allan hátt sterkara í dag en það var á tímum einkaleyfis til útflutnings á saltftski. Það einkaleyfi hafi verið barn síns tíma og SÍF hafi rekið afsér hrakspár um að fyrirtœkið geeti ekki starfað í samkeppnisumhverfi. „Einkaleyfið til útflutnings var í sjálfu sér barn síns tíma og löngu úr- elt. Staðreyndin er enda sú að með þessum breytingum hefur skilaverð til framleiðenda, sem hlutfall af endan- legu söluverði, verið að hækka ár frá ári. í dag er það um og yfir 90 prósent en var áður um 85-86 prósent. Fram- leiðendur hafa notið góðs af því að þetta var gefið frjálst og ég er sann- færður um að þetta var það besta sem gat komið fyrir SÍF," segir Gunnar að- spurður hvað hafi kallað á að salan yrði gefin fráls. Hann segir að hér á landi ríki veruleg samkeppni og þrátt fyrir hrakspár margra við breytingarn- ar hafi SÍF náð að fóta sig vel í þeirri samkeppni. „Menn töluðu um að félagið væri ---------------------------------------------------------------------------------------------------ffilR 7 bæði seint og þunglamalegt og kynni ekki að starfa í samkeppni. Annað hef- ur komið í ljós. Nú eru aðrar leikreglur og annað fyrirkomulag og fyrirtækið hefur einfaldlega lagað sig að breytt- um aðstæðum. í dag er það miklu sterkara fjárhagslega og markaðsþrifn- ara en það var áður." Helmingur með SÍF SÍF er að langmestu leyti að flytja út saltfiskafurðir en selur einnig nokkuð af þurrkuðum hausum til Nígeríu. Hér á landi eru 20-25 fyrirtæki að flytja út saltfisk en að sögn Gunnars flytur SÍF liðlega helming þess sem fer frá land- inu. Hann segir fyrirtækið ekki hafa sett sér markmið um að vera með 50%, 40% eða 70% af markaðnum. Markmiðið sé að vinna náið með góð- um framleiðendum og gera þá öflugri. Gunnar Örn segir SÍF sækja inn á „þessa hefðbundnu markaði". Fyrir- tækið á dótturfyrirtæki í Frakklandi, Nord-Moreu, þar sem vinna um 200 manns að staðaldri. Tuttugu manns vinna í sölu- og markaðsfyrirtæki SÍF á Spáni, Union Islandia, og þar segir Gunnar að mjög vel hafi gengið, raun- ar framar björtustu vonum. í Kanada er annað dótturfyrirtæki, Sans Souci Seafoods Limited, og þar vinna um 130 manns. Það fyrirtæki einbeitir sér fyrst og fremst að Ameríkumarkaði, Flórídasvæðinu og Karabísku eyjun- um. Enn eitt dótturfyrirtæki er í Nor- egi, Mar-Nor, þar sem vinna fimm manns. Mar-Nor á síðan þrjú dóttur-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.